Sverrir varð vitni að bónorði í flugvél WOW um helgina. Þá hafði maður hent sér á skeljarnar fyrir framan salernið í vélinni og beið þar eftir að verðandi unnustu sinni. Sverrir var á leiðinni heim til Íslands frá Chicago í Bandaríkjunum þegar hann sá hvað var í vændum.
Sverrir segir í samtali við Vísi að töluverð fagnaðarlæti brutust út fremst í vélinni þegar farþegar áttuðu sig á því að þeir væru að verða vitni af bónorði í beinni.
Þegar konan hafði lokið sér af opnaði hún venju samkvæmt dyrnar og ætlaði væntanlega aftur í sætið sitt. Við blasti kærastinn á skeljunum og bar fram spurninguna.
Konunni brá heldur betur en gaf honum gott svar að lokum. Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu.