Hugleiðingar um votlendi - eru náttúruleg ferli á Íslandi öðruvísi en erlendis? Auður Magnúsdóttir og Árni Bragason skrifar 29. janúar 2018 13:56 Í loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna er endurheimt votlendis ein af þeim aðgerðum sem samningurinn viðurkennir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í mörgum löndum hefur verið farið í aðgerðir til þess að endurheimta votlendi í þeim tilgangi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auka líffræðilegan fjölbreytileika, vernda vatnsbúskap og/eða draga úr útskolun næringarefna. Sem dæmi má nefna Finnland, Svíþjóð, Hvíta-Rússland og Skotland. Á Íslandi eru stór framræst landsvæði í lítilli notkun. Margir landeigendur, ríki, sveitafélög, bændur og einkaaðilar hafa hug á því að endurheimta þessi landssvæði og stuðla þannig að minni losun gróðurhúsalofttegunda, temprun vatnssveifla og aukinni fjölbreytni í fuglalífi og gróðri á svæðinu. Í Bændablaðinu 25. janúar er opnugrein eftir þá Dr. Þorstein Guðmundsson og Dr. Guðna Þorlvaldsson og umfjöllun á forsíðunni. Þeir félagar draga ýmislegt fram varðandi óvissu og skort á rannsóknum á votlendi og endurheimt en efast ekki um að losun á sér stað á fjölmörgum stöðum. Ekkert af því sem þeir draga fram er nýtt eða kemur á óvart enda allt of lítið fé fengist til rannsókna og mælinga á gasjafnvægi á framræstu landi. Rannsóknir íslenskra vísindamanna hafa sýnt að framræsla mýra á Íslandi hefur sömu áhrif og erlendis, enda engin ástæða til að ætla annað en að sömu náttúrulegu ferlin fari þá í gang þar sem örverur nýta sér lífræna efnið sem safnast hefur upp í mýrum síðastliðin árhundruð til orkumyndunar. Til þess þurfa þær súrefni og losa frá sér koldíoxíð. Þegar mýrin er endurheimt og vatni aftur hleypt á hana, fá örverurnar ekkert súrefni og geta því ekki nýtt lífræna efnið og hætta því að losa koltvísýring. Hægara ferli fer þá í gang þar sem örverur losa metan en það er miklum mun hægara og því er loftslagsávinningurinn við það að endurheimta votlendi mjög mikill. Að auki losnar hlátursgas úr jarðvegi við framræslu í mjög litlum mæli en hefur samt áhrif á heildarjöfnuna þar sem hún er margfalt öflugari gróðurhúsalofttegund en koldíoxíð og metan. Þeir Þorsteinn og Guðni velta fyrir sér hvort ekki sé vænlegra að auka ræktun á framræstu landi til að auka bindingu. Það getur að sjálfsögðu átt við í einhverjum tilvikum þar sem viðkomandi landeigandi á ekki kost á öðru landi. Við viljum og þurfum að ná árangri í loftslagsmálum og teljum því að endurheimta eigi framræst land sem ekki er í notkun og taka til ræktunar lítt gróið og illa farið land eins og fjölmargir bændur eru að gera í samstarfi við Landgræðsluna í verkefnunum Bændur græða landið og í verkefnum Landbótasjóðs. Fráleitt er að halda því fram að endurheimt votlendis hamli möguleikum bænda til túnræktar og annarrar landnýtingar enda er landeigendum frjálst að taka þátt í slíkum aðgerðum. Þar er verið að beita hræðsluáróðri sem á ekki við nein rök að styðjast. Endurheimt votlendis hefur af lítt skiljanlegum ástæðum verið mætt af mikilli andsstöðu á Íslandi og ráðamenn hafa ekki enn tekið af skarið og valið endurheimt votlendis til þess að berjast við loftslagsvána. Þar hafa efasemdarmenn borið fyrir sig skort á rannsóknum á endurheimtaraðgerðum á Íslandi og óvissu í bæði tölum um losun og heildarflatarmál framræstra svæða. Eins og í öllum vísindarannsóknum er óvissa í mælingum og þegar um er að ræða líffræðileg kerfi er óvissan alltaf töluverð. Við vitum þó að á Íslandi voru grafnir tæplega 40 þúsund kílómetrar af skurðum á síðustu öld og af þeim hafa 34 þúsund kílómetrar verið kortlagðir. Flatarmál raskaðra votlenda er því augljóslega mjög stórt og hefur verið vel kortlagt. Við vitum líka að framræst votlendi losar mikið af gróðurhúsalofttegunum vegna ítarlega rannsókna síðastliðinna áratuga erlendis og á Íslandi. Landeigendur á Íslandi sem hafa áhuga á því að endurheimt votlendi í sinni eigu geta því núna strax farið af stað og lagt sitt af mörkum. Brýnt er að tryggja fjármagn til þessa og þar þarf ríkið en einnig einkaaðilar að koma að. Hópur áhugafólks hefur unnið að stofnun Votlendissjóðsins síðastliðna mánuði en hann hefur það markmið að tengja saman þá sem vilja leggja sitt af mörkum fjárhagslega í baráttunni gegn loftslagsvánni og eigendur raskaðra votlenda sem vilja endurheimta þeirra fyrri virkni. Berjumst saman gegn loftslagsvánni afkomendum okkar til heilla.Dr. Auður Magnúsdóttir, forseti Auðlinda og umhverfisdeildar LbhÍDr. Árni Bragason, landgræðslustjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Í loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna er endurheimt votlendis ein af þeim aðgerðum sem samningurinn viðurkennir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í mörgum löndum hefur verið farið í aðgerðir til þess að endurheimta votlendi í þeim tilgangi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auka líffræðilegan fjölbreytileika, vernda vatnsbúskap og/eða draga úr útskolun næringarefna. Sem dæmi má nefna Finnland, Svíþjóð, Hvíta-Rússland og Skotland. Á Íslandi eru stór framræst landsvæði í lítilli notkun. Margir landeigendur, ríki, sveitafélög, bændur og einkaaðilar hafa hug á því að endurheimta þessi landssvæði og stuðla þannig að minni losun gróðurhúsalofttegunda, temprun vatnssveifla og aukinni fjölbreytni í fuglalífi og gróðri á svæðinu. Í Bændablaðinu 25. janúar er opnugrein eftir þá Dr. Þorstein Guðmundsson og Dr. Guðna Þorlvaldsson og umfjöllun á forsíðunni. Þeir félagar draga ýmislegt fram varðandi óvissu og skort á rannsóknum á votlendi og endurheimt en efast ekki um að losun á sér stað á fjölmörgum stöðum. Ekkert af því sem þeir draga fram er nýtt eða kemur á óvart enda allt of lítið fé fengist til rannsókna og mælinga á gasjafnvægi á framræstu landi. Rannsóknir íslenskra vísindamanna hafa sýnt að framræsla mýra á Íslandi hefur sömu áhrif og erlendis, enda engin ástæða til að ætla annað en að sömu náttúrulegu ferlin fari þá í gang þar sem örverur nýta sér lífræna efnið sem safnast hefur upp í mýrum síðastliðin árhundruð til orkumyndunar. Til þess þurfa þær súrefni og losa frá sér koldíoxíð. Þegar mýrin er endurheimt og vatni aftur hleypt á hana, fá örverurnar ekkert súrefni og geta því ekki nýtt lífræna efnið og hætta því að losa koltvísýring. Hægara ferli fer þá í gang þar sem örverur losa metan en það er miklum mun hægara og því er loftslagsávinningurinn við það að endurheimta votlendi mjög mikill. Að auki losnar hlátursgas úr jarðvegi við framræslu í mjög litlum mæli en hefur samt áhrif á heildarjöfnuna þar sem hún er margfalt öflugari gróðurhúsalofttegund en koldíoxíð og metan. Þeir Þorsteinn og Guðni velta fyrir sér hvort ekki sé vænlegra að auka ræktun á framræstu landi til að auka bindingu. Það getur að sjálfsögðu átt við í einhverjum tilvikum þar sem viðkomandi landeigandi á ekki kost á öðru landi. Við viljum og þurfum að ná árangri í loftslagsmálum og teljum því að endurheimta eigi framræst land sem ekki er í notkun og taka til ræktunar lítt gróið og illa farið land eins og fjölmargir bændur eru að gera í samstarfi við Landgræðsluna í verkefnunum Bændur græða landið og í verkefnum Landbótasjóðs. Fráleitt er að halda því fram að endurheimt votlendis hamli möguleikum bænda til túnræktar og annarrar landnýtingar enda er landeigendum frjálst að taka þátt í slíkum aðgerðum. Þar er verið að beita hræðsluáróðri sem á ekki við nein rök að styðjast. Endurheimt votlendis hefur af lítt skiljanlegum ástæðum verið mætt af mikilli andsstöðu á Íslandi og ráðamenn hafa ekki enn tekið af skarið og valið endurheimt votlendis til þess að berjast við loftslagsvána. Þar hafa efasemdarmenn borið fyrir sig skort á rannsóknum á endurheimtaraðgerðum á Íslandi og óvissu í bæði tölum um losun og heildarflatarmál framræstra svæða. Eins og í öllum vísindarannsóknum er óvissa í mælingum og þegar um er að ræða líffræðileg kerfi er óvissan alltaf töluverð. Við vitum þó að á Íslandi voru grafnir tæplega 40 þúsund kílómetrar af skurðum á síðustu öld og af þeim hafa 34 þúsund kílómetrar verið kortlagðir. Flatarmál raskaðra votlenda er því augljóslega mjög stórt og hefur verið vel kortlagt. Við vitum líka að framræst votlendi losar mikið af gróðurhúsalofttegunum vegna ítarlega rannsókna síðastliðinna áratuga erlendis og á Íslandi. Landeigendur á Íslandi sem hafa áhuga á því að endurheimt votlendi í sinni eigu geta því núna strax farið af stað og lagt sitt af mörkum. Brýnt er að tryggja fjármagn til þessa og þar þarf ríkið en einnig einkaaðilar að koma að. Hópur áhugafólks hefur unnið að stofnun Votlendissjóðsins síðastliðna mánuði en hann hefur það markmið að tengja saman þá sem vilja leggja sitt af mörkum fjárhagslega í baráttunni gegn loftslagsvánni og eigendur raskaðra votlenda sem vilja endurheimta þeirra fyrri virkni. Berjumst saman gegn loftslagsvánni afkomendum okkar til heilla.Dr. Auður Magnúsdóttir, forseti Auðlinda og umhverfisdeildar LbhÍDr. Árni Bragason, landgræðslustjóri
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun