Fór í mál við bandarísk yfirvöld: Endurheimti son sinn eftir mánaðar aðskilnað Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. júní 2018 23:45 Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. Vísir/samsett Beata Mariana de Jesus Mejia-Mejia endurheimti í dag sjö ára son sinn eftir að hafa verið skilin að í heilan mánuð. Allan þann tíma hafði Mejia engar upplýsingar um hvar sonur sinni væri niðurkominn. Mæðginin eru flóttmenn frá Guatemala. Þau voru í leit að skjóli frá eiginmanni Mejia sem hótaði þeim lífláti og beitti þau ofbeldi. Mæðginin voru handtekin við landamæri Bandaríkjanna. Darwin, sonur hennar, var með henni í haldi fyrstu tvo dagana en var síðan tekinn í burtu og settur í einangrunarbúðir fyrir börn flóttamanna. Mejia kærði bandaríska embættismenn fyrir að hafa brotið á réttindum sínum þegar þeir tóku barnið hennar frá henni. Hún fer auk þess fram á skaðabætur. Í samtali við fréttastofu CNN sagðist Mejia hafa reynt að komast að því hvar sonur hennar var niðurkominn vikum saman en hún hafi engin skýr svör fengið. „Þetta er svo ósanngjarnt gagnvart móður. Þetta er eins og að þrýsta hníf í brjóstið og taka þig af lífi,“ segir Mejia. Hún segist einu sinni hafa fengið að tala við son sinn í síma á meðan á aðskilnaðinum stóð. Henni brá við að heyra hljóðið í syni sínum, sem aldrei hefði verið jafn sorgmæddur, því hún þekkti varla rödd sonar síns því hann hafi verið kjökrandi og með kökk í hálsinum. Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. Mæðginin féllust grátandi í faðma og Mejia sagði þrálátlega: „Ég elska þig“. Að því er fram kemur á vef CNN er málsókn Mejiu fyrsta einkamálið sem er háð gegn yfirvöldum í Bandaríkjunum eftir að hin harðneskjulega innflytjendastefna var tekin upp. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Beata Mariana de Jesus Mejia-Mejia endurheimti í dag sjö ára son sinn eftir að hafa verið skilin að í heilan mánuð. Allan þann tíma hafði Mejia engar upplýsingar um hvar sonur sinni væri niðurkominn. Mæðginin eru flóttmenn frá Guatemala. Þau voru í leit að skjóli frá eiginmanni Mejia sem hótaði þeim lífláti og beitti þau ofbeldi. Mæðginin voru handtekin við landamæri Bandaríkjanna. Darwin, sonur hennar, var með henni í haldi fyrstu tvo dagana en var síðan tekinn í burtu og settur í einangrunarbúðir fyrir börn flóttamanna. Mejia kærði bandaríska embættismenn fyrir að hafa brotið á réttindum sínum þegar þeir tóku barnið hennar frá henni. Hún fer auk þess fram á skaðabætur. Í samtali við fréttastofu CNN sagðist Mejia hafa reynt að komast að því hvar sonur hennar var niðurkominn vikum saman en hún hafi engin skýr svör fengið. „Þetta er svo ósanngjarnt gagnvart móður. Þetta er eins og að þrýsta hníf í brjóstið og taka þig af lífi,“ segir Mejia. Hún segist einu sinni hafa fengið að tala við son sinn í síma á meðan á aðskilnaðinum stóð. Henni brá við að heyra hljóðið í syni sínum, sem aldrei hefði verið jafn sorgmæddur, því hún þekkti varla rödd sonar síns því hann hafi verið kjökrandi og með kökk í hálsinum. Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. Mæðginin féllust grátandi í faðma og Mejia sagði þrálátlega: „Ég elska þig“. Að því er fram kemur á vef CNN er málsókn Mejiu fyrsta einkamálið sem er háð gegn yfirvöldum í Bandaríkjunum eftir að hin harðneskjulega innflytjendastefna var tekin upp.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30
Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00
Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent