Tónlist

GKR og JóiPé gefa út nýtt lag

Bergþór Másson skrifar
GKR og JóiPé.
GKR og JóiPé. Kaupa Dót / Siggi Svans
Rapparinn GKR gaf út lagið BEIL í gær. Í þetta skipti er GKR ekki einsamall heldur kemur rapparinn JóiPé einnig fram á laginu. Þetta er í fyrsta skipti sem rappararnir tveir vinna saman.

GKR og JóiPé kynntust fyrst í gegnum umboðsskrifstofuna Mid Atlantic, en þeir eru báðir samningsbundnir þar. Sambandið þróaðist síðan smátt og smátt með tímanum og kynntust þeir síðan enn betur í gegnum Starra, pródúser lagsins, sem hefur unnið náið með JóaPé og Króla í gegnum tíðina.

„Ég hugsaði bara að JóiPé myndi örugglega hljóma mjög vel á laginu, sendi honum message og bara hey viltu ekki vera með vers á þessu lagi og hann sagði jú ég er til í þetta“ segir GKR.

1000 like og ég og @joiipe gefum út nýtt lag!!!!!!!!!

A post shared by GKRGKRGKR (@gkrgkrgkr) on

Einnig rifjar GKR upp skemmtilega sögu frá árinu 2016, þegar JóiPé hafði samband við hann, sagðist vera aðdáandi og vildi gefa honum peysu, langt áður en JóiPé sló í gegn. 

GKR er að spila á Secret Solstice á sunnudaginn klukkan 19:30. „Þetta verður fyrsta showið sem ég er að taka gesti upp á svið, það verður mikið af nýjum lögum, og það verður gaman eins og má alltaf búast við á mínum showum, það er alltaf gaman þegar ég spila.“

$TARRI sá um útsetningu lagsins og Sigurður Ýmir gerði grafíkina.

Hér má hlusta á lagið á YouTube, en það er einnig væntanlegt á Spotify í vikunni.


Tengdar fréttir

Rapparinn, leikstjórinn og klipparinn GKR

GKR sendi nýlega frá sér myndband við lagið UPP. UPP kemur út á vegum bandaríska útgáfufyrirtækisins Mad Decent sem hefur verið að kynna GKR fyrir Bretum og Bandaríkjamönnum upp á síðkastið.

Peningar í vasanum hjá GKR

Rapparinn Gaukur Grétuson, betur þekktur sem GKR, vakti mikla athygli á síðasta ári, fyrir vasklega framgöngu í rappinu.

JóiPé og Króli „handteknir“ á Blönduósi

Rapparinn Emmsjé Gauti heldur áfram hringferð sinni um landið þar sem hann spilar 13 tónleika á 13 dögum. Samhliða því koma út daglegir netþættir frá túrnum en neðst í fréttinni má sjá áttunda þáttinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.