Aðildarríki samnings um efnavopn koma saman Michael Nevin skrifar 22. júní 2018 07:00 Samningurinn um efnavopn er alþjóðlegur samningur sem felur í sér bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og eyðingu þeirra. Ísland og Bretland eru bæði í hópi stofnríkja samningsins sem er jafnan talinn einhver sá merkilegasti í afvopnunarmálum á síðari árum. Margt bendir til þess að við höfum gleymt hvers vegna við lögðum upprunalega svona ríka áherslu á þennan mikilvæga samning. Það er áhyggjuefni. Áhrif efnavopna eru margvísleg og hræðileg. Þau geta valdið því að fólk kafni, verði fyrir eitrun og líkamlegum skaða. Þegar efnavopn leiða ekki strax til dauða geta áhrif þeirra varið út ævina. Á síðustu öld voru efnavopn notuð á vígvöllum og utan þeirra með skelfilegum afleiðingum. Á meðan á fyrri heimsstyrjöld stóð létust fleiri en 90.000 hermenn á kvalafullan hátt þegar efnavopn á borð við klórgas og sinnepsgas voru notuð. Næstum milljón hermenn til viðbótar misstu sjónina, afskræmdust eða hlutu annan varanlegan skaða.Afleiðingar sjást enn Efnavopn voru einnig notuð með skelfilegum afleiðingum í Marokkó, Jemen, Kína og Abyssiníu (nú Eþíópía). Enn þann dag í dag sjást afleiðingar efnavopnanotkunar í Fyrsta Persaflóastríðinu á níunda áratug síðustu aldar. Þrjátíu þúsund Íranar þjást enn og deyja vegna áhrifa efnanna sem notuð voru í því stríði. Samningurinn um efnavopn tók gildi árið 1997 og þar með varð til Efnavopnastofnunin. Í fyrsta sinn í sögunni varð til óháður og ópólitískur aðili sem fylgdist með notkun efnavopna. Nú hafa 192 lönd, þar á meðal Ísland, staðfest samninginn og eru þannig aðildarríki samningsins um efnavopn. Alþjóðasamfélagið hefur samþykkt að þróun, framleiðsla, geymsla og dreifing þessara banvænu efna ætti að heyra sögunni til. Ómögulegt er að refsa ekki þeim sem nota efnavopn. Alvarleg ógn Núna, rúmum 20 árum eftir að samningurinn tók gildi og um það bil fimm árum eftir að Efnavopnastofnunin hlaut friðarverðlaun Nóbels, er samningurinn og gildi hans í hættu. Aðeins frá ársbyrjun 2017 hafa efnavopn verið notuð gegn óbreyttum borgurum í Sýrlandi, Írak, Malasíu og Bretlandi. Endurtekin notkun efnavopna er alvarleg ógn við samninginn og nú er nauðsynlegt að vernda og styrkja samninginn. Bretar og nokkur önnur aðildarríki kölluðu eftir því að öll aðildarríki samningsins um efnavopn kæmu saman og nú hefur þessu kalli verið svarað. Aðildarríkin munu koma saman í Haag dagana 26.-27. júní. Og leitum við til ríkja um allan heim að koma saman til að finna leiðir til að styrkja og vernda þennan hornstein alþjóðlegrar utanríkisstefnu. Ísland er á móti notkun efnavopna og kemur til með að taka þátt á fundinum í lok júní og við fögnum því. Sumir hafa sagt að þessi fundur verði vettvangur fyrir einhvers konar alþjóðlegan ágreining þar sem ríki verði neydd til að taka afstöðu til tiltekinna árása, en hann mun frekar taka til kerfa sem byggja á lagareglum og alþjóðlegum reglum í stað stjórnleysis og forða því að notkun efnavopna verði venjan. Enn fremur hafa fleiri en tuttugu leiðandi mannréttindasamtök gefið út yfirlýsingu um mikilvægi þess að Efnavopnastofnunin verji bannið við efnavopnum og eflist enn frekar á fundinum í lok júní. Fyrir tveimur áratugum markaði stofnun samningsins um efnavopn tímamót í alþjóðlegum stjórnmálum. Heimurinn tók afstöðu og samþykkti að hvers konar notkun efnavopna væri óréttmæt og andstyggileg. Nú verðum við að bregðast við og vernda þennan samning.Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Samningurinn um efnavopn er alþjóðlegur samningur sem felur í sér bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og eyðingu þeirra. Ísland og Bretland eru bæði í hópi stofnríkja samningsins sem er jafnan talinn einhver sá merkilegasti í afvopnunarmálum á síðari árum. Margt bendir til þess að við höfum gleymt hvers vegna við lögðum upprunalega svona ríka áherslu á þennan mikilvæga samning. Það er áhyggjuefni. Áhrif efnavopna eru margvísleg og hræðileg. Þau geta valdið því að fólk kafni, verði fyrir eitrun og líkamlegum skaða. Þegar efnavopn leiða ekki strax til dauða geta áhrif þeirra varið út ævina. Á síðustu öld voru efnavopn notuð á vígvöllum og utan þeirra með skelfilegum afleiðingum. Á meðan á fyrri heimsstyrjöld stóð létust fleiri en 90.000 hermenn á kvalafullan hátt þegar efnavopn á borð við klórgas og sinnepsgas voru notuð. Næstum milljón hermenn til viðbótar misstu sjónina, afskræmdust eða hlutu annan varanlegan skaða.Afleiðingar sjást enn Efnavopn voru einnig notuð með skelfilegum afleiðingum í Marokkó, Jemen, Kína og Abyssiníu (nú Eþíópía). Enn þann dag í dag sjást afleiðingar efnavopnanotkunar í Fyrsta Persaflóastríðinu á níunda áratug síðustu aldar. Þrjátíu þúsund Íranar þjást enn og deyja vegna áhrifa efnanna sem notuð voru í því stríði. Samningurinn um efnavopn tók gildi árið 1997 og þar með varð til Efnavopnastofnunin. Í fyrsta sinn í sögunni varð til óháður og ópólitískur aðili sem fylgdist með notkun efnavopna. Nú hafa 192 lönd, þar á meðal Ísland, staðfest samninginn og eru þannig aðildarríki samningsins um efnavopn. Alþjóðasamfélagið hefur samþykkt að þróun, framleiðsla, geymsla og dreifing þessara banvænu efna ætti að heyra sögunni til. Ómögulegt er að refsa ekki þeim sem nota efnavopn. Alvarleg ógn Núna, rúmum 20 árum eftir að samningurinn tók gildi og um það bil fimm árum eftir að Efnavopnastofnunin hlaut friðarverðlaun Nóbels, er samningurinn og gildi hans í hættu. Aðeins frá ársbyrjun 2017 hafa efnavopn verið notuð gegn óbreyttum borgurum í Sýrlandi, Írak, Malasíu og Bretlandi. Endurtekin notkun efnavopna er alvarleg ógn við samninginn og nú er nauðsynlegt að vernda og styrkja samninginn. Bretar og nokkur önnur aðildarríki kölluðu eftir því að öll aðildarríki samningsins um efnavopn kæmu saman og nú hefur þessu kalli verið svarað. Aðildarríkin munu koma saman í Haag dagana 26.-27. júní. Og leitum við til ríkja um allan heim að koma saman til að finna leiðir til að styrkja og vernda þennan hornstein alþjóðlegrar utanríkisstefnu. Ísland er á móti notkun efnavopna og kemur til með að taka þátt á fundinum í lok júní og við fögnum því. Sumir hafa sagt að þessi fundur verði vettvangur fyrir einhvers konar alþjóðlegan ágreining þar sem ríki verði neydd til að taka afstöðu til tiltekinna árása, en hann mun frekar taka til kerfa sem byggja á lagareglum og alþjóðlegum reglum í stað stjórnleysis og forða því að notkun efnavopna verði venjan. Enn fremur hafa fleiri en tuttugu leiðandi mannréttindasamtök gefið út yfirlýsingu um mikilvægi þess að Efnavopnastofnunin verji bannið við efnavopnum og eflist enn frekar á fundinum í lok júní. Fyrir tveimur áratugum markaði stofnun samningsins um efnavopn tímamót í alþjóðlegum stjórnmálum. Heimurinn tók afstöðu og samþykkti að hvers konar notkun efnavopna væri óréttmæt og andstyggileg. Nú verðum við að bregðast við og vernda þennan samning.Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun