Evrópusambandið og við Guðjón Sigurbjartsson skrifar 22. júní 2018 07:00 Aðildin að EES hefur komið sér mjög vel fyrir okkur og því er almennur vilji fyrir því að „kíkja í pakkann“, til að fólk viti almennilega hvað falið er í fullri aðild að Evrópusambandinu (ESB). Þegar það liggur fyrir getur þjóðin tekið bindandi ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal þess góða við ESB er að það starfar í þágu almennings. Fulltrúar á Evrópuþinginu, í Evrópuráðinu og öðrum stofnunum ESB koma það víða að og þeir ná aðeins saman um almennar ráðstafanir, draga ekki taum sérhagsmunahópa eins og gerist og gengur sérstaklega í fámennum löndum. Talsmenn sérhagsmuna hér gera mikið úr því að ESB séu ólýðræðisleg samtök. Það sem sérhagsmunaöflin eiga í raun við er að þau munu ekki geta haft eins sterk tök á stjórnvöldum ESB og þau hafa á stjórnvöldum hér, sér í hag en almenningi í óhag.Hvað þýðir ESB fyrir almenning og neytendur? ESB sinnir fyrst og fremst hagsmunum almennings og neytenda. Það hefur leitt til stórbættra lífskjara í Evrópu, ekki síst í löndum sem áður bjuggu við gallað stjórnkerfi. Fyrir okkur myndi full aðild að ESB meðal annars þýða eftirfarandi: Niðurfelling hinna háu matartolla mun lækka verð kjöts, mjólkurvara og eggja um 35% sem þýðir um 100.000 króna lækkun matarútgjalda á mann á ári. Það gagnast öllum almenningi, sérstaklega fátækum barnafjölskyldum. Einnig ferðaþjónustunni út um land, því ferðamenn forðast eðlilega hæsta matarverð í heimi. Tekjur sjávarútvegsins munu aukast um rúmlega 1 milljarð kr. á ári við niðurfellingu tolla sem nú bætast á verð sumra sjávarafurða inn á ESB-markaðinn. Fullvinnsla sjávarafurða í tilbúinn mat mun aukast því tollar koma aðallega á fullunnar sjávarafurðir. Með því að ganga í Tollabandalag Evrópu verður jafn einfalt að kaupa vörur erlendis frá og innanlands því tollafgreiðsla fellur niður og vöruverð lækkar. Af öllu því sem BREXIT hefur í för með sér óttast Bretar mest áhrifin af útgöngu úr Tollabandalaginu því hún þýðir að óhagkvæmt verður að staðsetja til dæmis bílaverksmiðjur á Bretlandi. Frjáls för fólks innan Evrópu eykur velsæld því fólk getur sótt vinnu, menntun og notið tilverunnar þar sem hentar hverju sinni. Gjaldmiðillinn euro lækkar vexti, auðveldar viðskipti, minnkar kostnað við meðhöndlun fjármuna og stuðlar að stöðugleika. Vextir innan EUR eru 3-4% lægri en vextir í krónunni. Upptaka EUR á Íslandi mun til dæmis lækka vaxtakostnað fjölskyldna sem standa í húsnæðiskaupum um nokkur hundruð þúsund krónur á ári og færa langþráðan stöðugleika. Byggingarkostnaður íbúða lækkar og lægri greiðslubyrði þýðir aukið framboð á húsnæði og að fleiri munu geta keypt íbúðir og leigt. Fleiri vel borgandi fyrirtæki myndu sjá sér hag í að setjast hér að og meðallaun í landinu munu hækka. Við fáum sæti við borðið þar sem stefnan er mótuð í stóru línunum í Evrópu, í málum sem hafa áhrif á okkur hvort sem okkur líkar betur eða verr. Auðveldara verður fyrir okkur að koma okkar sjónarmiðum að áður en ákvarðanir eru teknar. Full aðild að ESB mun líklega bæta lífskjör í þessu landi um 30% til 40%. Sterkir sérhagsmunahópar, aðallega útgerðarmenn og bændur, berjast fyrir eigin hag hvað sem líður almannahag. Þeir leitast við að hafa áhrif á almenningsálitið meðal annars með því að halda úti fjölmiðlum þar sem spilað er á viðkvæmar nótur þjóðernis, íhaldssemi og ótta við breytingar. Þeir styðja leiðitama frambjóðendur til þings og í aðrar áhrifastöður. Þeir berjast gegn nýrri stjórnarskrá og jöfnum atkvæðisrétti. Þegar fólk áttar sig á þessu og fer að styðja flokka sem vinna í almannahag mun gamla Ísland breytast. Við tekur bjartari tíð og lífskjör okkar verða á pari við það sem gerist í nágrannalöndunum. Til mikils er að vinna. Áfram við!Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Aðildin að EES hefur komið sér mjög vel fyrir okkur og því er almennur vilji fyrir því að „kíkja í pakkann“, til að fólk viti almennilega hvað falið er í fullri aðild að Evrópusambandinu (ESB). Þegar það liggur fyrir getur þjóðin tekið bindandi ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal þess góða við ESB er að það starfar í þágu almennings. Fulltrúar á Evrópuþinginu, í Evrópuráðinu og öðrum stofnunum ESB koma það víða að og þeir ná aðeins saman um almennar ráðstafanir, draga ekki taum sérhagsmunahópa eins og gerist og gengur sérstaklega í fámennum löndum. Talsmenn sérhagsmuna hér gera mikið úr því að ESB séu ólýðræðisleg samtök. Það sem sérhagsmunaöflin eiga í raun við er að þau munu ekki geta haft eins sterk tök á stjórnvöldum ESB og þau hafa á stjórnvöldum hér, sér í hag en almenningi í óhag.Hvað þýðir ESB fyrir almenning og neytendur? ESB sinnir fyrst og fremst hagsmunum almennings og neytenda. Það hefur leitt til stórbættra lífskjara í Evrópu, ekki síst í löndum sem áður bjuggu við gallað stjórnkerfi. Fyrir okkur myndi full aðild að ESB meðal annars þýða eftirfarandi: Niðurfelling hinna háu matartolla mun lækka verð kjöts, mjólkurvara og eggja um 35% sem þýðir um 100.000 króna lækkun matarútgjalda á mann á ári. Það gagnast öllum almenningi, sérstaklega fátækum barnafjölskyldum. Einnig ferðaþjónustunni út um land, því ferðamenn forðast eðlilega hæsta matarverð í heimi. Tekjur sjávarútvegsins munu aukast um rúmlega 1 milljarð kr. á ári við niðurfellingu tolla sem nú bætast á verð sumra sjávarafurða inn á ESB-markaðinn. Fullvinnsla sjávarafurða í tilbúinn mat mun aukast því tollar koma aðallega á fullunnar sjávarafurðir. Með því að ganga í Tollabandalag Evrópu verður jafn einfalt að kaupa vörur erlendis frá og innanlands því tollafgreiðsla fellur niður og vöruverð lækkar. Af öllu því sem BREXIT hefur í för með sér óttast Bretar mest áhrifin af útgöngu úr Tollabandalaginu því hún þýðir að óhagkvæmt verður að staðsetja til dæmis bílaverksmiðjur á Bretlandi. Frjáls för fólks innan Evrópu eykur velsæld því fólk getur sótt vinnu, menntun og notið tilverunnar þar sem hentar hverju sinni. Gjaldmiðillinn euro lækkar vexti, auðveldar viðskipti, minnkar kostnað við meðhöndlun fjármuna og stuðlar að stöðugleika. Vextir innan EUR eru 3-4% lægri en vextir í krónunni. Upptaka EUR á Íslandi mun til dæmis lækka vaxtakostnað fjölskyldna sem standa í húsnæðiskaupum um nokkur hundruð þúsund krónur á ári og færa langþráðan stöðugleika. Byggingarkostnaður íbúða lækkar og lægri greiðslubyrði þýðir aukið framboð á húsnæði og að fleiri munu geta keypt íbúðir og leigt. Fleiri vel borgandi fyrirtæki myndu sjá sér hag í að setjast hér að og meðallaun í landinu munu hækka. Við fáum sæti við borðið þar sem stefnan er mótuð í stóru línunum í Evrópu, í málum sem hafa áhrif á okkur hvort sem okkur líkar betur eða verr. Auðveldara verður fyrir okkur að koma okkar sjónarmiðum að áður en ákvarðanir eru teknar. Full aðild að ESB mun líklega bæta lífskjör í þessu landi um 30% til 40%. Sterkir sérhagsmunahópar, aðallega útgerðarmenn og bændur, berjast fyrir eigin hag hvað sem líður almannahag. Þeir leitast við að hafa áhrif á almenningsálitið meðal annars með því að halda úti fjölmiðlum þar sem spilað er á viðkvæmar nótur þjóðernis, íhaldssemi og ótta við breytingar. Þeir styðja leiðitama frambjóðendur til þings og í aðrar áhrifastöður. Þeir berjast gegn nýrri stjórnarskrá og jöfnum atkvæðisrétti. Þegar fólk áttar sig á þessu og fer að styðja flokka sem vinna í almannahag mun gamla Ísland breytast. Við tekur bjartari tíð og lífskjör okkar verða á pari við það sem gerist í nágrannalöndunum. Til mikils er að vinna. Áfram við!Höfundur er viðskiptafræðingur
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar