Þróunarsamvinna – við getum betur Hópur starfsmanna hjálparsamtaka skrifar skrifar 14. júní 2018 07:00 Upphaf þróunarsamvinnu má rekja aftur til eftirstríðsára seinni heimsstyrjaldar þegar byggja þurfti Evrópu upp að nýju. Alþjóðabankinn var stofnaður auk þess sem Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar árið 1945. Marshall-aðstoðin frá Bandaríkjunum skipti uppbyggingu Evrópu gríðarlega miklu máli og Ísland fann svo sannarlega fyrir því. Ísland þáði Marshall-aðstoðina, þróunaraðstoð, í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar og skaust í raun þar með inn í nútímann. Um miðjan 8. áratug síðustu aldar hóf Ísland síðan að gefa til baka og fór að veita öðrum ríkjum efnahags- og þróunaraðstoð í stað þess að vera þiggjandi. Stefnur og straumar í þróunarsamvinnu hafa breyst og þróast síðan eftir stríð. Í dag er rík krafa um að þróunarlönd sem þiggja aðstoð hafi hlutdeild í aðstoðinni og beri ábyrgð á framkvæmd hennar en ríkin sem veita þróunaraðstoð séu aðeins til aðstoðar. Það er heimafólk sem veit best hvað þarf til að ástandið batni, hvar aðstoðar er helst þörf og hvernig sé best að innleiða hana í samfélagið. Þar hafa frjáls félagsamtök afar mikilvægu hlutverki að gegna vegna tengingar við grasrótina og þekkingu á innviðum þeirra samfélaga sem í hlut eiga hverju sinni. Ísland er smáríki í hefðbundnum skilningi. En með alþjóðlegu samstarfi hefur Ísland rödd á alþjóðavettvangi, við erum aðilar að Sameinuðu þjóðunum auk fleiri alþjóðasamtaka og á þeim vettvangi höfum við oft sama atkvæðavægi og stórþjóðir. Við getum verið boðberar breytinga til hins betra og í því sambandi má nefna áherslu Íslands á kynja- og jafnréttismál sem svo sannarlega hefur haft áhrif víðs vegar um heiminn og verið öðrum þjóðum hvatning til að taka skref í átt að meira jafnrétti. Í dag gengur margt eða flest vel á Íslandi. Það hefur þó ekki alltaf verið þannig. Á Íslandi var barnadauði lengi vel með hæsta móti, forfeður okkar og mæður upplifðu sárafátækt, dóu úr læknanlegum sjúkdómum, flýðu hér sult og seyru til annarra landa og byggðu sér og afkomendum sínum betra líf. Kannski ekkert ósvipað og fjöldamörg önnur ríki eru að upplifa í samtímanum. Með auknum samgöngum, samvinnu við önnur ríki og alþjóðakerfi, sem smáríki á borð við Ísland byggja hagsæld sína á að verulegu leyti, hefur hagur okkar vænkast. Alþjóðakerfi sem gerir fámennum ríkjum á borð við Ísland kleift að hafa rödd og tækifæri til að tala fyrir bættum og breyttum heimi. Þá orðræðu getur Ísland byggt á þeim gildum sem við viljum kenna okkur við og ekki síst samhjálp sem stuðlar að öruggari heimi og dregur úr fátækt og óstöðugleika. Þurfum að ná markmiðinu Um nokkurra áratuga skeið hafa íslensk stjórnvöld stutt markmið Sameinuðu þjóðanna þess efnis að efnameiri þjóðir láti 0,7% af vergum þjóðartekjum til aðstoðar fátækari ríkja með það að markmiði að byggja þar upp stöðugleika og sjálfbærni. Stöðugleika og sjálfbærni sem myndi stuðla að því að koma í veg fyrir styrjaldir, sárafátækt og draga stórlega úr fjölda flóttafólks sem á það flest sameiginlegt að vilja vera heima hjá sér en geta það ekki vegna ofbeldis, átaka og sárafátæktar. Þótt Ísland sé smáríki og að framlag okkar þjóðar muni ekki eitt og sér koma á stöðugleika og friði um gjörvalla veröld þá getur Ísland, sem fyrr segir, verið öðrum ríkjum fyrirmynd og til eftirbreytni. Eitt skref var nýlega tekið fram á við þegar íslensk stjórnvöld lögðu til hækkun á framlögum Íslands til þróunarmála úr áætluðum 0,25% af vergum þjóðartekjum á næstu árum upp í 0,35%. Þrátt fyrir þetta framfaraskref er enn mjög langur vegur frá því að við náum 0,7% markmiði SÞ. Þangað viljum við komast og því þurfum við sem þjóð að sameinast um áætlanir sem miða að því að ná þessu markmiði. Höfum hátt og tölum fyrir friði, mannréttindum, aukinni samvinnu og þróunarsamvinnu og fáum stærri ríki í lið með okkur. Tölum gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi heima og að heiman. Ísland hefur rödd á alþjóðavettvangi. Nýtum hana og sýnum að smáríkið Ísland getur verið öðrum ríkjum fyrirmynd þegar kemur að alþjóðlegri þróunarsamvinnu sem stuðlar að friði, öryggi, velsæld og þar með færra fólki sem neyðist til að flýja heimkynni sín vegna fátæktar eða stríðsátaka.Höfundar eru: Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar Erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla, Save the Children á Íslandi Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi Laufey Birgisdóttir framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar Ragnar Gunnarssonframkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélagaRagnar Schramframkvæmdastjóri SOS BarnaþorpannaStella Samúelsdóttirframkvæmdastýra UN Women á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Sjá meira
Upphaf þróunarsamvinnu má rekja aftur til eftirstríðsára seinni heimsstyrjaldar þegar byggja þurfti Evrópu upp að nýju. Alþjóðabankinn var stofnaður auk þess sem Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar árið 1945. Marshall-aðstoðin frá Bandaríkjunum skipti uppbyggingu Evrópu gríðarlega miklu máli og Ísland fann svo sannarlega fyrir því. Ísland þáði Marshall-aðstoðina, þróunaraðstoð, í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar og skaust í raun þar með inn í nútímann. Um miðjan 8. áratug síðustu aldar hóf Ísland síðan að gefa til baka og fór að veita öðrum ríkjum efnahags- og þróunaraðstoð í stað þess að vera þiggjandi. Stefnur og straumar í þróunarsamvinnu hafa breyst og þróast síðan eftir stríð. Í dag er rík krafa um að þróunarlönd sem þiggja aðstoð hafi hlutdeild í aðstoðinni og beri ábyrgð á framkvæmd hennar en ríkin sem veita þróunaraðstoð séu aðeins til aðstoðar. Það er heimafólk sem veit best hvað þarf til að ástandið batni, hvar aðstoðar er helst þörf og hvernig sé best að innleiða hana í samfélagið. Þar hafa frjáls félagsamtök afar mikilvægu hlutverki að gegna vegna tengingar við grasrótina og þekkingu á innviðum þeirra samfélaga sem í hlut eiga hverju sinni. Ísland er smáríki í hefðbundnum skilningi. En með alþjóðlegu samstarfi hefur Ísland rödd á alþjóðavettvangi, við erum aðilar að Sameinuðu þjóðunum auk fleiri alþjóðasamtaka og á þeim vettvangi höfum við oft sama atkvæðavægi og stórþjóðir. Við getum verið boðberar breytinga til hins betra og í því sambandi má nefna áherslu Íslands á kynja- og jafnréttismál sem svo sannarlega hefur haft áhrif víðs vegar um heiminn og verið öðrum þjóðum hvatning til að taka skref í átt að meira jafnrétti. Í dag gengur margt eða flest vel á Íslandi. Það hefur þó ekki alltaf verið þannig. Á Íslandi var barnadauði lengi vel með hæsta móti, forfeður okkar og mæður upplifðu sárafátækt, dóu úr læknanlegum sjúkdómum, flýðu hér sult og seyru til annarra landa og byggðu sér og afkomendum sínum betra líf. Kannski ekkert ósvipað og fjöldamörg önnur ríki eru að upplifa í samtímanum. Með auknum samgöngum, samvinnu við önnur ríki og alþjóðakerfi, sem smáríki á borð við Ísland byggja hagsæld sína á að verulegu leyti, hefur hagur okkar vænkast. Alþjóðakerfi sem gerir fámennum ríkjum á borð við Ísland kleift að hafa rödd og tækifæri til að tala fyrir bættum og breyttum heimi. Þá orðræðu getur Ísland byggt á þeim gildum sem við viljum kenna okkur við og ekki síst samhjálp sem stuðlar að öruggari heimi og dregur úr fátækt og óstöðugleika. Þurfum að ná markmiðinu Um nokkurra áratuga skeið hafa íslensk stjórnvöld stutt markmið Sameinuðu þjóðanna þess efnis að efnameiri þjóðir láti 0,7% af vergum þjóðartekjum til aðstoðar fátækari ríkja með það að markmiði að byggja þar upp stöðugleika og sjálfbærni. Stöðugleika og sjálfbærni sem myndi stuðla að því að koma í veg fyrir styrjaldir, sárafátækt og draga stórlega úr fjölda flóttafólks sem á það flest sameiginlegt að vilja vera heima hjá sér en geta það ekki vegna ofbeldis, átaka og sárafátæktar. Þótt Ísland sé smáríki og að framlag okkar þjóðar muni ekki eitt og sér koma á stöðugleika og friði um gjörvalla veröld þá getur Ísland, sem fyrr segir, verið öðrum ríkjum fyrirmynd og til eftirbreytni. Eitt skref var nýlega tekið fram á við þegar íslensk stjórnvöld lögðu til hækkun á framlögum Íslands til þróunarmála úr áætluðum 0,25% af vergum þjóðartekjum á næstu árum upp í 0,35%. Þrátt fyrir þetta framfaraskref er enn mjög langur vegur frá því að við náum 0,7% markmiði SÞ. Þangað viljum við komast og því þurfum við sem þjóð að sameinast um áætlanir sem miða að því að ná þessu markmiði. Höfum hátt og tölum fyrir friði, mannréttindum, aukinni samvinnu og þróunarsamvinnu og fáum stærri ríki í lið með okkur. Tölum gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi heima og að heiman. Ísland hefur rödd á alþjóðavettvangi. Nýtum hana og sýnum að smáríkið Ísland getur verið öðrum ríkjum fyrirmynd þegar kemur að alþjóðlegri þróunarsamvinnu sem stuðlar að friði, öryggi, velsæld og þar með færra fólki sem neyðist til að flýja heimkynni sín vegna fátæktar eða stríðsátaka.Höfundar eru: Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar Erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla, Save the Children á Íslandi Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi Laufey Birgisdóttir framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar Ragnar Gunnarssonframkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélagaRagnar Schramframkvæmdastjóri SOS BarnaþorpannaStella Samúelsdóttirframkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar