Hóf slátt þegar spáð var sólskini en þá hélt bara áfram að rigna Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júní 2018 22:00 Ólafur Eggertsson í viðtali á Þorvaldseyri í dag. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Eftir stöðuga rigningatíð sunnanlands sá bóndinn á Þorvaldseyri loksins fram á sólarglennu og hóf því heyskap, - en fékk þá yfir sig skúrademburnar. Hann segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar uppstyttur. Sýnt var frá heyskap undir Eyjafjöllum í dag í fréttum Stöðvar 2. Þegar við ókum um Suðurland í skúrunum í dag sáum við hvergi merki þess að bændur væru byrjaðir í heyskap, - nema á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.Á Þorvaldseyri í dag. Þar var fyrsta túnið slegið í gær.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við vorum að reyna að veðja á spána. Það var verið að lofa okkur smásól í dag og við slógum í gær,” sagði Ólafur Eggertsson bóndi. „Og svo rignir núna. Og við erum að reyna að sóða þessu saman því það er rigning á morgun. Þannig að, hvað á gera? Drífa þetta bara í rúllur, - það bara verður náttúrlega heldur þungt, en það er ekkert annað að hafa,” segir Ólafur. Hann kvartar ekki undan grasleysi og segir grasið svo vel sprottið að það sé farið að leggjast. „En þetta hefur enginn hiti verið,” segir hann og nefnir að núna í júní hafi tveir dagar farið yfir tíu stig og í nótt hafi verið þrjár gráður. „Og meðan þessi kuldi er í loftinu, þá bara skúrar. Það er bara svoleiðis.”Ólafur bóndi rakar saman heyið með múgavélinni í skúrunum undir Eyjafjöllum í dag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann býst þó við að um síðir stytti upp og kveðst ekki svartsýnn um sumarið, enda sé bara miður júní. Góðu kaflarnir muni koma. „En þetta er bara lotterí.” Bóndinn kveðst hins vegar ekki muna eftir eins vætusömu vori. „Ég man ekki eftir svona og er nú búinn að búa í nokkuð mörg ár. Man aldrei eftir svona vori. Það hafa komið rigningakaflar en að það skuli ekki koma uppstyttur almennilegar á milli, það er alveg ótrúlegt,” segir Ólafur Eggertsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Eftir stöðuga rigningatíð sunnanlands sá bóndinn á Þorvaldseyri loksins fram á sólarglennu og hóf því heyskap, - en fékk þá yfir sig skúrademburnar. Hann segist aldrei hafa upplifað annað eins vor, það komi engar uppstyttur. Sýnt var frá heyskap undir Eyjafjöllum í dag í fréttum Stöðvar 2. Þegar við ókum um Suðurland í skúrunum í dag sáum við hvergi merki þess að bændur væru byrjaðir í heyskap, - nema á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.Á Þorvaldseyri í dag. Þar var fyrsta túnið slegið í gær.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við vorum að reyna að veðja á spána. Það var verið að lofa okkur smásól í dag og við slógum í gær,” sagði Ólafur Eggertsson bóndi. „Og svo rignir núna. Og við erum að reyna að sóða þessu saman því það er rigning á morgun. Þannig að, hvað á gera? Drífa þetta bara í rúllur, - það bara verður náttúrlega heldur þungt, en það er ekkert annað að hafa,” segir Ólafur. Hann kvartar ekki undan grasleysi og segir grasið svo vel sprottið að það sé farið að leggjast. „En þetta hefur enginn hiti verið,” segir hann og nefnir að núna í júní hafi tveir dagar farið yfir tíu stig og í nótt hafi verið þrjár gráður. „Og meðan þessi kuldi er í loftinu, þá bara skúrar. Það er bara svoleiðis.”Ólafur bóndi rakar saman heyið með múgavélinni í skúrunum undir Eyjafjöllum í dag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann býst þó við að um síðir stytti upp og kveðst ekki svartsýnn um sumarið, enda sé bara miður júní. Góðu kaflarnir muni koma. „En þetta er bara lotterí.” Bóndinn kveðst hins vegar ekki muna eftir eins vætusömu vori. „Ég man ekki eftir svona og er nú búinn að búa í nokkuð mörg ár. Man aldrei eftir svona vori. Það hafa komið rigningakaflar en að það skuli ekki koma uppstyttur almennilegar á milli, það er alveg ótrúlegt,” segir Ólafur Eggertsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira