Róbert og félagar dæmdir til 640 milljóna skaðabótagreiðslu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. febrúar 2018 16:27 Róbert Wessman. Vísir/Ernir Hæstiréttur hefur dæmt Róbert Wessmann, Árna Harðarsson og Magnús Jaroslaw Magnússon til þess að greiða Matthíasi Johannessen 640 milljónir í bætur vegna viðskipta í lyfjafyrirtækinu Alvogen. Mennirnir voru viðskiptafélagar og keyptu þeir í gegnum dótturfélag hlut í lyfjafyrirtækinu Alvogen. Stóð til að Róbert myndi eignast 94 prósenta hlut í félaginu en hinir þrír áttu að eignast tvö prósent. Svo fór að Árni eignaðist hlut Róberts. Við þetta sætti Matthías sig ekki og taldi hann sig eiga forkaupsrétt á þriðjungi þeirra hlutabréfa sem Róbert átti upprunalega að eignast. Taldi Matthías að þremenningarnir hefðu með saknæmum og ólögmætum hætti valdið honum sem hluthafa í dótturfélaginu þegar þeir sem stjórnarmenn í félaginu hefðu selt helstu eign þess á undirverði til innlends félags í eigu Árna. Staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms þess efnir að þremenningarnir hefðu bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart Matthíasi enda hafi hlutirnir verið seldir á undirverði.Í dómi Hæstaréttar segir að Róbert, Árni og Magnús hafi ekki axlað þá sönnunarbyrði um að sýna fram á að söluverð hlutanna hafi verið lægra. Voru þeir því dæmdir til að greiða Matthíasi 640 milljónir í skaðabætur, auk þess sem þeir greiða málskostnað vegna málsins, um sjö milljónir.Uppfært klukkan 17:24: Róbert Wessman, Árni Harðarson og Magnús Jaroslav Magnússon hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna dóms Hæstaréttar. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan.Yfirlýsing vegna dóms Hæstaréttar Hæstiréttur kvað í dag upp skaðabótadóm á hendur undirrituðum, sem vilja koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri. Málaferli Matthíasar Johannessen eiga sér langa sögu en hann var við upphaf starfsemi Alvogen starfsmaður sem boðið var að kaupa 2% í fjárfestingafélagi sem þá var nýbúið fjárfesta í Alvogen. Hann hætti þar störfum í mars 2010 og hóf skömmu síðar störf hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni. Í nær átta ár hefur Matthías sóst eftir ævintýralegri ávöxtun sem hluthafi í félaginu Aztiq Pharma Partners sem hann keypti 2% hlut í fyrir 10.000 krónur árið 2009. Matthías sjálfur hafði miklar væntingar um ávöxtun en með dómi Hæstaréttar voru honum dæmdar um 7% af upphaflegri 9 milljarða bótakröfu hans. Niðurstaða Hæstaréttar felur í sér að ávöxtun Matthíasar nemur um 6.400.890% sem er yfir 6 milljón prósenta ávöxtun á einu ári. Undirritaðir eru nú dæmdir til að greiða Matthíasi um 640 milljónir króna. Undirritaðir telja að því miður horfi Hæstaréttur fram hjá nokkrum lykilatriðum í málinu og eru það því talsverð vonbrigði fyrir undirritaða að vera dæmdir bótaskyldir gagnvart Matthíasi jafnvel þó bæturnar séu brot af því sem hann fór fram á. Menn geta velt fyrir sér hvernig æðsti dómstóll landsins getur komist að þeirri niðurstöðu að margra milljón prósenta ársávöxtum á fjárfestingu geti verið eðlileg niðurstaða. Róbert Wessman Árni Harðarson Magnús Jaroslav Magnússon Dómsmál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt Róbert Wessmann, Árna Harðarsson og Magnús Jaroslaw Magnússon til þess að greiða Matthíasi Johannessen 640 milljónir í bætur vegna viðskipta í lyfjafyrirtækinu Alvogen. Mennirnir voru viðskiptafélagar og keyptu þeir í gegnum dótturfélag hlut í lyfjafyrirtækinu Alvogen. Stóð til að Róbert myndi eignast 94 prósenta hlut í félaginu en hinir þrír áttu að eignast tvö prósent. Svo fór að Árni eignaðist hlut Róberts. Við þetta sætti Matthías sig ekki og taldi hann sig eiga forkaupsrétt á þriðjungi þeirra hlutabréfa sem Róbert átti upprunalega að eignast. Taldi Matthías að þremenningarnir hefðu með saknæmum og ólögmætum hætti valdið honum sem hluthafa í dótturfélaginu þegar þeir sem stjórnarmenn í félaginu hefðu selt helstu eign þess á undirverði til innlends félags í eigu Árna. Staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms þess efnir að þremenningarnir hefðu bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart Matthíasi enda hafi hlutirnir verið seldir á undirverði.Í dómi Hæstaréttar segir að Róbert, Árni og Magnús hafi ekki axlað þá sönnunarbyrði um að sýna fram á að söluverð hlutanna hafi verið lægra. Voru þeir því dæmdir til að greiða Matthíasi 640 milljónir í skaðabætur, auk þess sem þeir greiða málskostnað vegna málsins, um sjö milljónir.Uppfært klukkan 17:24: Róbert Wessman, Árni Harðarson og Magnús Jaroslav Magnússon hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna dóms Hæstaréttar. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan.Yfirlýsing vegna dóms Hæstaréttar Hæstiréttur kvað í dag upp skaðabótadóm á hendur undirrituðum, sem vilja koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri. Málaferli Matthíasar Johannessen eiga sér langa sögu en hann var við upphaf starfsemi Alvogen starfsmaður sem boðið var að kaupa 2% í fjárfestingafélagi sem þá var nýbúið fjárfesta í Alvogen. Hann hætti þar störfum í mars 2010 og hóf skömmu síðar störf hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni. Í nær átta ár hefur Matthías sóst eftir ævintýralegri ávöxtun sem hluthafi í félaginu Aztiq Pharma Partners sem hann keypti 2% hlut í fyrir 10.000 krónur árið 2009. Matthías sjálfur hafði miklar væntingar um ávöxtun en með dómi Hæstaréttar voru honum dæmdar um 7% af upphaflegri 9 milljarða bótakröfu hans. Niðurstaða Hæstaréttar felur í sér að ávöxtun Matthíasar nemur um 6.400.890% sem er yfir 6 milljón prósenta ávöxtun á einu ári. Undirritaðir eru nú dæmdir til að greiða Matthíasi um 640 milljónir króna. Undirritaðir telja að því miður horfi Hæstaréttur fram hjá nokkrum lykilatriðum í málinu og eru það því talsverð vonbrigði fyrir undirritaða að vera dæmdir bótaskyldir gagnvart Matthíasi jafnvel þó bæturnar séu brot af því sem hann fór fram á. Menn geta velt fyrir sér hvernig æðsti dómstóll landsins getur komist að þeirri niðurstöðu að margra milljón prósenta ársávöxtum á fjárfestingu geti verið eðlileg niðurstaða. Róbert Wessman Árni Harðarson Magnús Jaroslav Magnússon
Dómsmál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira