Argentínumenn biðla til Messi um að spara sig fyrir Ísland og HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 12:30 Lionel Messi. Vísir/Getty Lionel Messi missir ekki af mörgum leikjum með Barcelona. Hann er stærsta stjarna liðsins og margir mæta á Barcelona-leiki til að sjá þenann frábæra fótboltamenn leika listir sínar í eigin persónu. Argentínumenn eru ekki eins hrifnir af því hvað Messi fær litla hvíld hjá Barcelona liðinu. Messi er algjör lykilmaður fyrir spænska liðið og liðið getur helst ekki verið án hans. Claudio Tapia, forseti argentínska knattspyrnusambandsins, hefur rætt þetta við Lionel Messi sem er fyrirliði argentínska landsliðsins. Tapia vill að Messi spili færri leiki með Barcelona til að spara sig eitthvað fyrir HM í Rússlandi í sumar þar sem argentínska landsliðið mætir Íslandi í fyrsta leik 16. júní næstkomandi.AFA president Tapia: "I spoke with Messi for him to play less at Barcelona. To be careful, to play a little less." Worth noting Argentina coach Jorge Sampaoli also spoke with Messi in the past about him playing less this season in order to get to World Cup in ultimate shape. pic.twitter.com/5vheeIgvc5 — Roy Nemer (@RoyNemer) February 13, 2018 Messi hefur verið í byrjunarliði Barcelona í 33 af 39 leikjum liðsins og ef það er eitthvað sem þú gerir ekki þá er það að taka Messi af velli. Þjálfarinn Ernesto Valverde hvíldi Messi í fyrsta sinn í deildinni á tímabilinu í leik á móti Espanyol 4. febrúar. Hann kom hinsvegar inná og bjargaði stigi fyrir Barcelona liðið. Messi er með 27 mörk og 14 stoðsendingar í 36 leikjum í öllum keppnum með Barcelona á þessari leiktíð.Claudio Tapia (Argentina President): "I've talked to Messi several times. I told him to be careful and play as few games as he can, because it's a World Cup year." pic.twitter.com/YwQdudZfsp — BarcaSpiral (@BarcaSpiral_) February 13, 2018 Tapia er ekki aðeins að hafa áhyggjur af þreytu hjá Messi heldur óttast hann einnig að þessi langbesti leikmaður liðsins meiðist í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar. Argentínumenn þurfa að fá Lionel Messi ferskan og í miklu stuði inn á HM ætli liðið að ná langt á heimsmeistaramótinu í sumar. Liðið fór alla leið í úrslitaleikinn fyrir fjórum árum en tapaði þá fyrir Þýskalandi í framlengingu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Lionel Messi missir ekki af mörgum leikjum með Barcelona. Hann er stærsta stjarna liðsins og margir mæta á Barcelona-leiki til að sjá þenann frábæra fótboltamenn leika listir sínar í eigin persónu. Argentínumenn eru ekki eins hrifnir af því hvað Messi fær litla hvíld hjá Barcelona liðinu. Messi er algjör lykilmaður fyrir spænska liðið og liðið getur helst ekki verið án hans. Claudio Tapia, forseti argentínska knattspyrnusambandsins, hefur rætt þetta við Lionel Messi sem er fyrirliði argentínska landsliðsins. Tapia vill að Messi spili færri leiki með Barcelona til að spara sig eitthvað fyrir HM í Rússlandi í sumar þar sem argentínska landsliðið mætir Íslandi í fyrsta leik 16. júní næstkomandi.AFA president Tapia: "I spoke with Messi for him to play less at Barcelona. To be careful, to play a little less." Worth noting Argentina coach Jorge Sampaoli also spoke with Messi in the past about him playing less this season in order to get to World Cup in ultimate shape. pic.twitter.com/5vheeIgvc5 — Roy Nemer (@RoyNemer) February 13, 2018 Messi hefur verið í byrjunarliði Barcelona í 33 af 39 leikjum liðsins og ef það er eitthvað sem þú gerir ekki þá er það að taka Messi af velli. Þjálfarinn Ernesto Valverde hvíldi Messi í fyrsta sinn í deildinni á tímabilinu í leik á móti Espanyol 4. febrúar. Hann kom hinsvegar inná og bjargaði stigi fyrir Barcelona liðið. Messi er með 27 mörk og 14 stoðsendingar í 36 leikjum í öllum keppnum með Barcelona á þessari leiktíð.Claudio Tapia (Argentina President): "I've talked to Messi several times. I told him to be careful and play as few games as he can, because it's a World Cup year." pic.twitter.com/YwQdudZfsp — BarcaSpiral (@BarcaSpiral_) February 13, 2018 Tapia er ekki aðeins að hafa áhyggjur af þreytu hjá Messi heldur óttast hann einnig að þessi langbesti leikmaður liðsins meiðist í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar. Argentínumenn þurfa að fá Lionel Messi ferskan og í miklu stuði inn á HM ætli liðið að ná langt á heimsmeistaramótinu í sumar. Liðið fór alla leið í úrslitaleikinn fyrir fjórum árum en tapaði þá fyrir Þýskalandi í framlengingu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira