Í viðjum kerfis Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 11:00 Ætla mætti að íslenska menntakerfið væri eitt það besta í heimi. Fáar þjóðir verja eins stórum hluta af sinni landsframleiðslu í menntamál og við og þá eru óvíða færri nemendur á hvern kennara en hér. Raunin er hins vegar önnur eins og niðurstöður hinnar alræmdu PISA-könnunar hafa fært okkur heim sanninn um. Árangri íslenskra ungmenna hefur hrakað og stöndum við illa í alþjóðlegum samanburði. Engu að síður virðist litlu mega breyta. Fólk er að upplagi íhaldssamt og hafa þess vegna flestar hugmyndir sem snúa að því að stokka upp kerfið og leysa það úr viðjum miðstýringar mætt andstöðu. Hugsum okkur hvernig matvörumarkaðurinn væri ef hann væri skipulagður á sama hátt og grunnskólakerfið. Við myndum þá greiða skatt til ríkisins sem væri nýttur til að standa undir rekstri matvöruverslana um allt land. Hver og einn gæti aðeins verslað í einni verslun, nema hann flytti sig yfir í aðra, sem væri samt afar erfitt og tímafrekt. Við gætum ekki gengið um verslunina og valið sjálf hvað við viljum kaupa. Þess í stað myndum við ganga rakleiðis að afgreiðsluborðinu og fá afhentan sérstakan pakka með matvörum. Allir fengju þennan sama pakka – ríkispakka – sem kerfiskallar hefðu látið útbúa. Verslanir gætu ekki keppt sín á milli, hvorki þegar kæmi að vöruúrvali né verði. Þær fengju aðeins fé frá ríkinu, en ekki neytendum, og því hefðu þær engan hvata til að mæta kröfum neytendanna. Sem betur fer er óralangt síðan matvöruverslun ríkisins var lögð niður og tekið var upp markaðsdrifið kerfi. Verslanir keppa nú sín á milli um hylli neytenda, verð hefur lækkað og þjónustan batnað til muna. Þess væri óskandi ef sömu kraftar fengju að móta menntakerfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ætla mætti að íslenska menntakerfið væri eitt það besta í heimi. Fáar þjóðir verja eins stórum hluta af sinni landsframleiðslu í menntamál og við og þá eru óvíða færri nemendur á hvern kennara en hér. Raunin er hins vegar önnur eins og niðurstöður hinnar alræmdu PISA-könnunar hafa fært okkur heim sanninn um. Árangri íslenskra ungmenna hefur hrakað og stöndum við illa í alþjóðlegum samanburði. Engu að síður virðist litlu mega breyta. Fólk er að upplagi íhaldssamt og hafa þess vegna flestar hugmyndir sem snúa að því að stokka upp kerfið og leysa það úr viðjum miðstýringar mætt andstöðu. Hugsum okkur hvernig matvörumarkaðurinn væri ef hann væri skipulagður á sama hátt og grunnskólakerfið. Við myndum þá greiða skatt til ríkisins sem væri nýttur til að standa undir rekstri matvöruverslana um allt land. Hver og einn gæti aðeins verslað í einni verslun, nema hann flytti sig yfir í aðra, sem væri samt afar erfitt og tímafrekt. Við gætum ekki gengið um verslunina og valið sjálf hvað við viljum kaupa. Þess í stað myndum við ganga rakleiðis að afgreiðsluborðinu og fá afhentan sérstakan pakka með matvörum. Allir fengju þennan sama pakka – ríkispakka – sem kerfiskallar hefðu látið útbúa. Verslanir gætu ekki keppt sín á milli, hvorki þegar kæmi að vöruúrvali né verði. Þær fengju aðeins fé frá ríkinu, en ekki neytendum, og því hefðu þær engan hvata til að mæta kröfum neytendanna. Sem betur fer er óralangt síðan matvöruverslun ríkisins var lögð niður og tekið var upp markaðsdrifið kerfi. Verslanir keppa nú sín á milli um hylli neytenda, verð hefur lækkað og þjónustan batnað til muna. Þess væri óskandi ef sömu kraftar fengju að móta menntakerfið.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun