Sif Konráðsdóttir hefur enn ekki stigið fram Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. febrúar 2018 21:00 Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður umhverfisráðherra, hefur enn ekki stigið fram og útskýrt hvers vegna það dróst að greiða fyrrum umbjóðendum hennar bætur þegar hún starfaði sem réttargæslumaður. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Sif að von væri á yfirlýsingu vegna málsins. Ólöf Rún Ásgeirsdóttir fyrrum skjólstæðingur Sifjar Konráðsdóttur steig fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sagði frá því að hún hefði þurft lögfræðiaðstoð við að innheimta bætur frá Sif sem var réttargæslumaður Ólafar í kynferðisbrotamáli. Ólöfu hafði verið dæmdar bætur í Hæstarétti og lauk málinu með sátt í gegnum lögmannafélag Íslands. Ólöf undrast að málið hafi aldrei verið rannsakað til hlítar. Ólöf segir að ráðning Sifjar sem aðstoðarmaður umhverfisráðherra hafi ýft upp gömul sár, annars vegar vegna kynferðisbrotsins og hins vegar baráttunnar um að fá bæturnar greiddar.Aldrei réttir peningar Í 2. kafla, 3. grein í reglugerð um fjárvörslureikninga lögmanna segir: „Lögmaður sem varðveitir fé umbjóðanda síns, skal færa sérstakan viðskiptareikning í bókhaldi sínu, sem sýnir inneign umbjóðandans á hevrjum tíma. Á reikninginn skal færa allt fé, sem lögmaðurinn tekur við til varðveislu.“ Þá segir í 7. grein reglufgerðarinnar að út af fjárvörslureikningi megi aðeins taka ef og þegar fé greiðist til umbjóðanda eða er notað til greiðslu fyrir hans hönd. Sjá einnig: Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins „Þetta eru náttúrulega aldrei réttir peningar af því að þetta fór alltof langa leið,“ sagði Ólöf Rún í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. „Það hefur enginn getað svarað því hvort að hún hafi borgað peningana sem við fengum.“Kurr innan Vinstri grænna Umhverfisráðherra sagði í viðtali við fréttastofu síðustu helgi að Sif nyti trausts í starfi og að málið hefði verið afar óheppilegt en að því hefði verið lokað með sátt. Samkæmt heimildum fréttastofu er töluverður kurr í Vinstri grænum vegna málsins en Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og eini ráðherrann sem kemur utan þings, var ráðinn inn að tillögu formanns flokksins, Katrínar Jakobsdóttur. Sif hefur ekki stigið fram vegna málsins en í samtali við fréttastofu í dag sagði hún málið afar óheppilegt og að von væri á yfirlýsingu frá henni þar sem hún fer yfir málið. Sif gaf ekki kost á viðtali vegna málsins í dag. Stj.mál Tengdar fréttir Tók hálft ár að fá bætur frá aðstoðarmanni: „Vona að ráðherra treysti henni ekki fyrir peningum“ Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna umhverfisráðherra, dró að greiða bætur til að minnsta kosti þriggja barnungra brotaþola sem hún var réttargæslumaður fyrir. Einn brotaþolanna segir ráðningu Sifjar í mikilvægt starf ýfa upp gömul sár. Svör ráðherra um að hann treysti henni séu ófullnægjandi enda þurfi að rannsaka málið til hlítar. 14. febrúar 2018 19:45 Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður umhverfisráðherra, hefur enn ekki stigið fram og útskýrt hvers vegna það dróst að greiða fyrrum umbjóðendum hennar bætur þegar hún starfaði sem réttargæslumaður. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Sif að von væri á yfirlýsingu vegna málsins. Ólöf Rún Ásgeirsdóttir fyrrum skjólstæðingur Sifjar Konráðsdóttur steig fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sagði frá því að hún hefði þurft lögfræðiaðstoð við að innheimta bætur frá Sif sem var réttargæslumaður Ólafar í kynferðisbrotamáli. Ólöfu hafði verið dæmdar bætur í Hæstarétti og lauk málinu með sátt í gegnum lögmannafélag Íslands. Ólöf undrast að málið hafi aldrei verið rannsakað til hlítar. Ólöf segir að ráðning Sifjar sem aðstoðarmaður umhverfisráðherra hafi ýft upp gömul sár, annars vegar vegna kynferðisbrotsins og hins vegar baráttunnar um að fá bæturnar greiddar.Aldrei réttir peningar Í 2. kafla, 3. grein í reglugerð um fjárvörslureikninga lögmanna segir: „Lögmaður sem varðveitir fé umbjóðanda síns, skal færa sérstakan viðskiptareikning í bókhaldi sínu, sem sýnir inneign umbjóðandans á hevrjum tíma. Á reikninginn skal færa allt fé, sem lögmaðurinn tekur við til varðveislu.“ Þá segir í 7. grein reglufgerðarinnar að út af fjárvörslureikningi megi aðeins taka ef og þegar fé greiðist til umbjóðanda eða er notað til greiðslu fyrir hans hönd. Sjá einnig: Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins „Þetta eru náttúrulega aldrei réttir peningar af því að þetta fór alltof langa leið,“ sagði Ólöf Rún í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. „Það hefur enginn getað svarað því hvort að hún hafi borgað peningana sem við fengum.“Kurr innan Vinstri grænna Umhverfisráðherra sagði í viðtali við fréttastofu síðustu helgi að Sif nyti trausts í starfi og að málið hefði verið afar óheppilegt en að því hefði verið lokað með sátt. Samkæmt heimildum fréttastofu er töluverður kurr í Vinstri grænum vegna málsins en Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og eini ráðherrann sem kemur utan þings, var ráðinn inn að tillögu formanns flokksins, Katrínar Jakobsdóttur. Sif hefur ekki stigið fram vegna málsins en í samtali við fréttastofu í dag sagði hún málið afar óheppilegt og að von væri á yfirlýsingu frá henni þar sem hún fer yfir málið. Sif gaf ekki kost á viðtali vegna málsins í dag.
Stj.mál Tengdar fréttir Tók hálft ár að fá bætur frá aðstoðarmanni: „Vona að ráðherra treysti henni ekki fyrir peningum“ Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna umhverfisráðherra, dró að greiða bætur til að minnsta kosti þriggja barnungra brotaþola sem hún var réttargæslumaður fyrir. Einn brotaþolanna segir ráðningu Sifjar í mikilvægt starf ýfa upp gömul sár. Svör ráðherra um að hann treysti henni séu ófullnægjandi enda þurfi að rannsaka málið til hlítar. 14. febrúar 2018 19:45 Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Tók hálft ár að fá bætur frá aðstoðarmanni: „Vona að ráðherra treysti henni ekki fyrir peningum“ Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna umhverfisráðherra, dró að greiða bætur til að minnsta kosti þriggja barnungra brotaþola sem hún var réttargæslumaður fyrir. Einn brotaþolanna segir ráðningu Sifjar í mikilvægt starf ýfa upp gömul sár. Svör ráðherra um að hann treysti henni séu ófullnægjandi enda þurfi að rannsaka málið til hlítar. 14. febrúar 2018 19:45
Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30
Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42