Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2018 14:00 Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar Vísir/Völundur Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. Formaður Framsýnar á Húsavík segir mikinn titring innan hreyfingarinnar og margir vilji segja samningunum upp. Það var mat bæði aðildarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins fyrir ári að forsendur kjarasamninga hefðu brugðist vegna ákvarðana kjararáðs um kjör æðstu ráðamanna. Þá náðist hins vegar samkomulag um breytingar á kjarasamningum sem tryggði framlengingu þeirra til loka þessa mánaðar. Síðan þá hefur kjararáð tekið ákvarðanir um kjör ýmissa hópa sem verkalýðshreyfingin telur vera langt umfram það sem samið hafi verið um á almennum markaði. Aðilar vinnumarkaðarins hafa frá því ríkisstjórn var mynduð átt í viðræðum við hana um kjaramál, en fjöldi samninga opinberra starfsmanna eru lausir eða við það að losna á næstu misserum. Samkvæmt gildandi kjarasamningum á almenna markaðnum fer nú fram endurskoðun á samningunum og ef ekki tekst samkomulag um hana er hægt að segja samningunum upp nú um mánaðamótin.Tvennt þurfi að gerast á næstu vikum Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík sendi frá sér ályktun í gær þar sem hvatt er til þess að samningunum verði sagt upp. Aðalsteinn Baldursson formaður félagsins segir þó enn ekki fullreynt hvort samkomulag takist á næstu tveimur vikum við Samtök atvinnulífsins.„Menn hafa núna febrúar til að meta stöðuna og koma með tillögur um breytingar. En komi þær ekki til á að segja upp samningum að okkar mati frá og með næstu mánaðamótum,“ segir Aðalsteinn.Vilji menn framlengja kjarasamningum þurfi að hækka lægstu launin sem enn séu undir þrjú hundruð þúsund krónum á mánuði.„Það þarf að koma til hækkun þar. Síðan erum við að sjá sjálft kerfið eins og atvinnuleysisbæturnar sem eru í sögulegu lágmarki meðan tryggingargjaldinu er haldið hátt uppi. Í staðinn fyrir að peningarnir renni til þeirra sem eru atvinnulausir rennur þetta beint í ríkiskassann. Það eru skattamálin, það er verið að pína okkar fólk meira en aðra varðandi skatta,“ segir Aðalsteinn.Tvennt þurfi að gerast á næstu tveimur vikum, annars vegar að ríkisstjórnin komi þegar í stað með aðgerðir til kjarabóta og hins vegar að samkomulag náist við Samtök atvinnulífsins um hækkun lægstu launa. Að öðrum kosti eigi að segja samningum upp. Í fyrra hafi verið ákveðið að bíða vegna samninga sem fram undan voru við opinbera starfsmenn en síðan þá hafi kjararáð verið algerlega úti á túni í ákvörðun kjara einstakra hópa.„Það er kannski líka það sem heldur okkar fólki á tánum og elur á reiðinni. Það eru þessir úrskurðir kjararáðs í tíma og ótíma með gríðarlegar hækkanir. Svo ekki sé talað um aðra hluti eins og nú kemur í ljós varðandi aksturinn hjá alþingismönnum og annað sem vekur furðu fólks,“ segir Aðalsteinn Baldursson. Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. Formaður Framsýnar á Húsavík segir mikinn titring innan hreyfingarinnar og margir vilji segja samningunum upp. Það var mat bæði aðildarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins fyrir ári að forsendur kjarasamninga hefðu brugðist vegna ákvarðana kjararáðs um kjör æðstu ráðamanna. Þá náðist hins vegar samkomulag um breytingar á kjarasamningum sem tryggði framlengingu þeirra til loka þessa mánaðar. Síðan þá hefur kjararáð tekið ákvarðanir um kjör ýmissa hópa sem verkalýðshreyfingin telur vera langt umfram það sem samið hafi verið um á almennum markaði. Aðilar vinnumarkaðarins hafa frá því ríkisstjórn var mynduð átt í viðræðum við hana um kjaramál, en fjöldi samninga opinberra starfsmanna eru lausir eða við það að losna á næstu misserum. Samkvæmt gildandi kjarasamningum á almenna markaðnum fer nú fram endurskoðun á samningunum og ef ekki tekst samkomulag um hana er hægt að segja samningunum upp nú um mánaðamótin.Tvennt þurfi að gerast á næstu vikum Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík sendi frá sér ályktun í gær þar sem hvatt er til þess að samningunum verði sagt upp. Aðalsteinn Baldursson formaður félagsins segir þó enn ekki fullreynt hvort samkomulag takist á næstu tveimur vikum við Samtök atvinnulífsins.„Menn hafa núna febrúar til að meta stöðuna og koma með tillögur um breytingar. En komi þær ekki til á að segja upp samningum að okkar mati frá og með næstu mánaðamótum,“ segir Aðalsteinn.Vilji menn framlengja kjarasamningum þurfi að hækka lægstu launin sem enn séu undir þrjú hundruð þúsund krónum á mánuði.„Það þarf að koma til hækkun þar. Síðan erum við að sjá sjálft kerfið eins og atvinnuleysisbæturnar sem eru í sögulegu lágmarki meðan tryggingargjaldinu er haldið hátt uppi. Í staðinn fyrir að peningarnir renni til þeirra sem eru atvinnulausir rennur þetta beint í ríkiskassann. Það eru skattamálin, það er verið að pína okkar fólk meira en aðra varðandi skatta,“ segir Aðalsteinn.Tvennt þurfi að gerast á næstu tveimur vikum, annars vegar að ríkisstjórnin komi þegar í stað með aðgerðir til kjarabóta og hins vegar að samkomulag náist við Samtök atvinnulífsins um hækkun lægstu launa. Að öðrum kosti eigi að segja samningum upp. Í fyrra hafi verið ákveðið að bíða vegna samninga sem fram undan voru við opinbera starfsmenn en síðan þá hafi kjararáð verið algerlega úti á túni í ákvörðun kjara einstakra hópa.„Það er kannski líka það sem heldur okkar fólki á tánum og elur á reiðinni. Það eru þessir úrskurðir kjararáðs í tíma og ótíma með gríðarlegar hækkanir. Svo ekki sé talað um aðra hluti eins og nú kemur í ljós varðandi aksturinn hjá alþingismönnum og annað sem vekur furðu fólks,“ segir Aðalsteinn Baldursson.
Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira