Kaldar kveðjur frá Alþýðusambandinu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. desember 2018 08:30 Bjarg gerði samkomulag við IKEA um innréttingar í íbúðir sínar. Fréttablaðið/Ernir Það eru skrýtin skilaboð frá félagi í eigu ASÍ að útiloka fyrirfram innlenda framleiðendur frá þátttöku í að smíða innréttingar fyrir Bjarg íbúðafélag. Þetta er mat stjórnar Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda. Bjarg hefur áður þurft að svara gagnrýni fyrir að flytja inn einingahús frá Lettlandi í stað þess að notast við innlenda framleiðslu og verkafólk. Bjarg, sem er húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð var af ASÍ og BSRB, gerði í byrjun nóvember samkomulag við IKEA um samstarf vegna íbúða Bjargs. Í samkomulaginu felst að Bjarg mun „leitast við að nota innréttingar IKEA í íbúðir félagsins. IKEA mun taka þátt í hönnunarferli íbúða og útfæra innréttingarnar með það að markmiði að ná fram hámarksnýtingu rýma,“ eins og segir í tilkynningu Bjargs. Félagið er með 223 íbúðir í byggingu í Reykjavík og á Akranesi og mörg hundruð íbúðir í undirbúningi víðar.Eyjólfur Eyjólfsson.Innlendir framleiðendur líta hins vegar svo á að í þessu samkomulagi felist ákveðið vantraust á þá, auk þess sem verið sé að flytja út vinnu að óþörfu. „Líklega gefa þeir hjá Bjargi sér að þeir fái innréttingarnar ódýrari í IKEA en vörur þeirra eru að mestum hluta framleiddar í láglaunalöndum í Austur-Evrópu og Asíu,“ segir Eyjólfur Eyjólfsson, stjórnarmaður í Félagi húsgagna- og innréttingaframleiðenda og framkvæmdastjóri Axis húsgagna. Málið veki áleitnar spurningar fyrir komandi kjaraviðræður og áhrif launakostnaðar á Íslandi. „Þetta eru skrýtin skilaboð frá ASÍ.“ Fréttablaðið og Ríkisútvarpið fjölluðu í síðustu viku um gagnrýni á að fyrirhuguð uppbygging á Akranesi væri öll unnin með innfluttum einingahúsum frá Lettlandi. Þar var spurt hvort verkalýðsforystan væri búin að verðleggja íslenskt vinnuafl svo hátt að hún þyrfti að flytja viðskipti sín til útlanda. Í Fréttablaðinu í síðustu viku vörðu Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, viðskiptin með einingahúsin. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Það eru skrýtin skilaboð frá félagi í eigu ASÍ að útiloka fyrirfram innlenda framleiðendur frá þátttöku í að smíða innréttingar fyrir Bjarg íbúðafélag. Þetta er mat stjórnar Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda. Bjarg hefur áður þurft að svara gagnrýni fyrir að flytja inn einingahús frá Lettlandi í stað þess að notast við innlenda framleiðslu og verkafólk. Bjarg, sem er húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð var af ASÍ og BSRB, gerði í byrjun nóvember samkomulag við IKEA um samstarf vegna íbúða Bjargs. Í samkomulaginu felst að Bjarg mun „leitast við að nota innréttingar IKEA í íbúðir félagsins. IKEA mun taka þátt í hönnunarferli íbúða og útfæra innréttingarnar með það að markmiði að ná fram hámarksnýtingu rýma,“ eins og segir í tilkynningu Bjargs. Félagið er með 223 íbúðir í byggingu í Reykjavík og á Akranesi og mörg hundruð íbúðir í undirbúningi víðar.Eyjólfur Eyjólfsson.Innlendir framleiðendur líta hins vegar svo á að í þessu samkomulagi felist ákveðið vantraust á þá, auk þess sem verið sé að flytja út vinnu að óþörfu. „Líklega gefa þeir hjá Bjargi sér að þeir fái innréttingarnar ódýrari í IKEA en vörur þeirra eru að mestum hluta framleiddar í láglaunalöndum í Austur-Evrópu og Asíu,“ segir Eyjólfur Eyjólfsson, stjórnarmaður í Félagi húsgagna- og innréttingaframleiðenda og framkvæmdastjóri Axis húsgagna. Málið veki áleitnar spurningar fyrir komandi kjaraviðræður og áhrif launakostnaðar á Íslandi. „Þetta eru skrýtin skilaboð frá ASÍ.“ Fréttablaðið og Ríkisútvarpið fjölluðu í síðustu viku um gagnrýni á að fyrirhuguð uppbygging á Akranesi væri öll unnin með innfluttum einingahúsum frá Lettlandi. Þar var spurt hvort verkalýðsforystan væri búin að verðleggja íslenskt vinnuafl svo hátt að hún þyrfti að flytja viðskipti sín til útlanda. Í Fréttablaðinu í síðustu viku vörðu Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, viðskiptin með einingahúsin.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira