Sök bítur sekan Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 1. desember 2018 09:00 Annálað samtal tíu prósenta þingheims á Klaustri fór um myrkan huga þeirra sem þar sátu, en fæst sem þessum kjörnu fulltrúum fór á milli þolir dagsljósið. Umræðurnar voru þess eðlis að varla hefur verið þægilegt fyrir þingmennina að mæta til vinnu daginn eftir að þær voru birtar, hvað þá í árlegan gleðskap Alþingis á Bessastöðum. Auðvitað er óheimilt að taka upp samtöl að fólki forspurðu. Um það er ekki deilt. Það breytir ekki því að það sem var sagt, var sagt. Umræðurnar sýna þá sem hæst höfðu í skelfilegu ljósi. Ekkert virðist hafa verið heilagt eða undanskilið, og raunar sætir furðu að þingmönnunum hafi tekist að snerta á svo mörgum subbumálum á ekki lengri tíma. Óskandi væri að störf Alþingis með jákvæðari formerkjum væru jafn skilvirk. Eins og oft áður er gagnlegt að reyna að setja sig í spor þeirra sem við borðið sátu. Fólk talar oft á hispurslausan hátt í góðra vina hópi. Flestir hafa vafalaust látið orð falla í hálfkæringi eða án þess að hugur fylgi máli við slíkar kringumstæður. En þrátt fyrir samhengislaus gífuryrðin, hálfkæringinn og háðsglósurnar er rauður þráður í talsmátanum. Groddaleg viðhorf skína í gegn. Háðsglósum í garð fatlaðra og samkynhneigðra er fleygt eins og í framhjáhlaupi og bæta gráu ofan á svart. Kvenfyrirlitning er meginstefið. Þingmennirnir skilgreina samstarfskonur sínar eftir útliti, gera þeim upp óeðlilegar hvatir og kalla þær öllum illum nöfnum. Oftast með kynferðislegri skírskotun. Þessi talsmáti er algerlega á skjön við orðsporið sem þingmennirnir rembast við að skapa sér, allsgáðir, í viðurvist fjölmiðla. Af samtalinu að dæma sýna þeir þá hlið einungis þegar kveikt er á upptökuvélunum. Fyrir tvo reynslumestu þingmennina í hópnum er remban sérlega vandræðaleg, annar fékk verðlaun fyrir framlag til jafnréttismála þegar hann sat í forsætisráðuneytinu og hinn fór sem utanríkisráðherra mikinn á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í sama málaflokki. Eftir að upptakan varð opinber hafa verið kallaðir til alls kyns sérfræðingar. Margir þeirra tala um virðingu Alþingis og álitshnekki sem þingið hefur beðið. En málið þarf enga stjórnmálafræðinga til að skýra frá. Þingmennirnir bera sjálfir ábyrgð á orðum sínum en kollegar þeirra ekki. Þá sjálfa setur niður og enga aðra. Að varpa þessu yfir á allt þingið drepur málinu á dreif. Sökin á að bíta þann seka. Á almennum vinnumarkaði væri hátterni sexmenninganna sennilega brottrekstrarsök. Þingmönnum getur hins vegar enginn sagt upp nema kjósendur á fjögurra ára fresti. Þótt tveir hafi verið reknir úr flokki sínum og aðrir tveir sendir í leyfi hefur enginn sagt af sér þingmennsku. Þeir virðast ótrauðir ætla að mæta örlögum sínum í næstu kosningum. Það ætti að verða þungur róður. Orð eiga að hafa afleiðingar. En við erum ýmsu vön. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Annálað samtal tíu prósenta þingheims á Klaustri fór um myrkan huga þeirra sem þar sátu, en fæst sem þessum kjörnu fulltrúum fór á milli þolir dagsljósið. Umræðurnar voru þess eðlis að varla hefur verið þægilegt fyrir þingmennina að mæta til vinnu daginn eftir að þær voru birtar, hvað þá í árlegan gleðskap Alþingis á Bessastöðum. Auðvitað er óheimilt að taka upp samtöl að fólki forspurðu. Um það er ekki deilt. Það breytir ekki því að það sem var sagt, var sagt. Umræðurnar sýna þá sem hæst höfðu í skelfilegu ljósi. Ekkert virðist hafa verið heilagt eða undanskilið, og raunar sætir furðu að þingmönnunum hafi tekist að snerta á svo mörgum subbumálum á ekki lengri tíma. Óskandi væri að störf Alþingis með jákvæðari formerkjum væru jafn skilvirk. Eins og oft áður er gagnlegt að reyna að setja sig í spor þeirra sem við borðið sátu. Fólk talar oft á hispurslausan hátt í góðra vina hópi. Flestir hafa vafalaust látið orð falla í hálfkæringi eða án þess að hugur fylgi máli við slíkar kringumstæður. En þrátt fyrir samhengislaus gífuryrðin, hálfkæringinn og háðsglósurnar er rauður þráður í talsmátanum. Groddaleg viðhorf skína í gegn. Háðsglósum í garð fatlaðra og samkynhneigðra er fleygt eins og í framhjáhlaupi og bæta gráu ofan á svart. Kvenfyrirlitning er meginstefið. Þingmennirnir skilgreina samstarfskonur sínar eftir útliti, gera þeim upp óeðlilegar hvatir og kalla þær öllum illum nöfnum. Oftast með kynferðislegri skírskotun. Þessi talsmáti er algerlega á skjön við orðsporið sem þingmennirnir rembast við að skapa sér, allsgáðir, í viðurvist fjölmiðla. Af samtalinu að dæma sýna þeir þá hlið einungis þegar kveikt er á upptökuvélunum. Fyrir tvo reynslumestu þingmennina í hópnum er remban sérlega vandræðaleg, annar fékk verðlaun fyrir framlag til jafnréttismála þegar hann sat í forsætisráðuneytinu og hinn fór sem utanríkisráðherra mikinn á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í sama málaflokki. Eftir að upptakan varð opinber hafa verið kallaðir til alls kyns sérfræðingar. Margir þeirra tala um virðingu Alþingis og álitshnekki sem þingið hefur beðið. En málið þarf enga stjórnmálafræðinga til að skýra frá. Þingmennirnir bera sjálfir ábyrgð á orðum sínum en kollegar þeirra ekki. Þá sjálfa setur niður og enga aðra. Að varpa þessu yfir á allt þingið drepur málinu á dreif. Sökin á að bíta þann seka. Á almennum vinnumarkaði væri hátterni sexmenninganna sennilega brottrekstrarsök. Þingmönnum getur hins vegar enginn sagt upp nema kjósendur á fjögurra ára fresti. Þótt tveir hafi verið reknir úr flokki sínum og aðrir tveir sendir í leyfi hefur enginn sagt af sér þingmennsku. Þeir virðast ótrauðir ætla að mæta örlögum sínum í næstu kosningum. Það ætti að verða þungur róður. Orð eiga að hafa afleiðingar. En við erum ýmsu vön.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun