Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. október 2018 20:15 Eigandi starfsmannaleigunnar Manngildi er einn þeirra og eini Íslendingurinn sem var handtekinn í morgun en hinir mennirnir níu eru grunaðir um að hafa fengið skráningar á kennitölum í gegnum Þjóðskrá með sviksömum hætti, að því fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Það var upp úr klukkan sex í morgun sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst til atlögu á tveimur stöðum, meðal annars í aðsetur sem starfsmannaleigan Manngildi hefur hér í Stangarhyl, þar voru iðnaðarmenn á vegum starfsmannleigunnar handteknir og hnepptir í varðhald. Vitnum að atburðarrásinni og inngöngu lögreglu var brugðið við atganginn. Larysa Iasinska, starfsmaður starfsmannaleigunnar ManngildisVísir/Stöð 2„Fyrst ruddust þeir inn í herbergið okkar. Maðurinn minn mátti ekki klæða sig,“ sagði Larysa Iasinska, starfsmaður Manngildis, en hún varð vitni af atburðarráðsinni í morgun. Eiginmaður Larysu var ekki handtekinn í aðgerðunum en bæði þurftu þau að sanna fyrir lögreglu hver þau væri. „Ég sýndi þeim alla pappírana mína og maðurinn minn gaf þeim kennitöluna sína og bankaupplýsingar en það var ekki nóg. Lögreglan vildi sjá vegabréf. Þeir komu fram við okkur eins og glæpamenn, eitthvað sem mér finnst óþægilegt,“ segir Larysa. Framkvæmdastjóra og eiganda Manngildis var sleppt að lokinni skýrslutöku í morgun en starfsmannaleigan hefur um sjötíu iðnaðarmenn á sínum. Lögmaður fyrirtækisins fagnar því að lögreglan sé með eftirlit með hvort menn komi löglega inn í landið. Hann segir starfsmannaleiguna og eiganda hennar ekki hafa brotið lög. Tryggvi Agnarsson, lögmaður ManngildisVísir/Stöð 2„Umbjóðandi minn sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hann kom alveg af fjöllum. Vissi ekkert hvað var verið að tala um, að fólk væri í vinnu hjá honum sem hefði komið ólöglega til landsins. hann segir við mig, af hverju ætti ég að taka þátt í því. Það er engin ástæða til þess og ég myndi aldrei gera slíkt,“ segir Tryggvi Agnarsson, lögmaður starfsmannaleigunnar manngildis. Tryggvi segir að hvorki hann né eigandi Manngildis hafi fengið upplýsingar um hvaða starfsmenn á vegum starfsmannaleigunnar eiga í hlut. Þeir hafi fengið úthlutaða kerfiskennitölu á utangarðsskrá í upphafi árs, en þegar þeir sóttu um nýskráningu, svokallaða fulla skráningu, vöknuðu grunsemdir um að framlögð vegabréf starfsmannanna væru bæði fölsuð og stolin. Nú síðdegis var átta af þeim erlendu iðnaðarmönnum sem handteknir voru sleppt en þeir gátu sýnt fram á hverjir þeir eru, en verður gert að tilkynna sig á lögreglustöð með reglubundnum hætti á meðan málið er til meðferðar. Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að krafist verði gæsluvarðhalds yfir einum sem gat ekki gert fyllilega grein fyrir því hver hann væri. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2„Við höfum ekki hugmynd um nákvæman aldur eða þjóðerni,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis um manninn sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir. Hefur Íslendingurinn eða starfsmannaleigan sem um ræðir gerst brotleg við lög? „Þáttur starfsmannaleigunnar er enn þá dálítið óljós en það eina í raun og veru sem ég get fullyrt er að allir þessir erlendu ríkisborgarar voru undir hatti starfsmannaleigunnar,“ sagði Ásgeir. Tengdar fréttir Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Eigandi starfsmannaleigunnar Manngildi er einn þeirra og eini Íslendingurinn sem var handtekinn í morgun en hinir mennirnir níu eru grunaðir um að hafa fengið skráningar á kennitölum í gegnum Þjóðskrá með sviksömum hætti, að því fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Það var upp úr klukkan sex í morgun sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst til atlögu á tveimur stöðum, meðal annars í aðsetur sem starfsmannaleigan Manngildi hefur hér í Stangarhyl, þar voru iðnaðarmenn á vegum starfsmannleigunnar handteknir og hnepptir í varðhald. Vitnum að atburðarrásinni og inngöngu lögreglu var brugðið við atganginn. Larysa Iasinska, starfsmaður starfsmannaleigunnar ManngildisVísir/Stöð 2„Fyrst ruddust þeir inn í herbergið okkar. Maðurinn minn mátti ekki klæða sig,“ sagði Larysa Iasinska, starfsmaður Manngildis, en hún varð vitni af atburðarráðsinni í morgun. Eiginmaður Larysu var ekki handtekinn í aðgerðunum en bæði þurftu þau að sanna fyrir lögreglu hver þau væri. „Ég sýndi þeim alla pappírana mína og maðurinn minn gaf þeim kennitöluna sína og bankaupplýsingar en það var ekki nóg. Lögreglan vildi sjá vegabréf. Þeir komu fram við okkur eins og glæpamenn, eitthvað sem mér finnst óþægilegt,“ segir Larysa. Framkvæmdastjóra og eiganda Manngildis var sleppt að lokinni skýrslutöku í morgun en starfsmannaleigan hefur um sjötíu iðnaðarmenn á sínum. Lögmaður fyrirtækisins fagnar því að lögreglan sé með eftirlit með hvort menn komi löglega inn í landið. Hann segir starfsmannaleiguna og eiganda hennar ekki hafa brotið lög. Tryggvi Agnarsson, lögmaður ManngildisVísir/Stöð 2„Umbjóðandi minn sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hann kom alveg af fjöllum. Vissi ekkert hvað var verið að tala um, að fólk væri í vinnu hjá honum sem hefði komið ólöglega til landsins. hann segir við mig, af hverju ætti ég að taka þátt í því. Það er engin ástæða til þess og ég myndi aldrei gera slíkt,“ segir Tryggvi Agnarsson, lögmaður starfsmannaleigunnar manngildis. Tryggvi segir að hvorki hann né eigandi Manngildis hafi fengið upplýsingar um hvaða starfsmenn á vegum starfsmannaleigunnar eiga í hlut. Þeir hafi fengið úthlutaða kerfiskennitölu á utangarðsskrá í upphafi árs, en þegar þeir sóttu um nýskráningu, svokallaða fulla skráningu, vöknuðu grunsemdir um að framlögð vegabréf starfsmannanna væru bæði fölsuð og stolin. Nú síðdegis var átta af þeim erlendu iðnaðarmönnum sem handteknir voru sleppt en þeir gátu sýnt fram á hverjir þeir eru, en verður gert að tilkynna sig á lögreglustöð með reglubundnum hætti á meðan málið er til meðferðar. Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að krafist verði gæsluvarðhalds yfir einum sem gat ekki gert fyllilega grein fyrir því hver hann væri. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2„Við höfum ekki hugmynd um nákvæman aldur eða þjóðerni,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis um manninn sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir. Hefur Íslendingurinn eða starfsmannaleigan sem um ræðir gerst brotleg við lög? „Þáttur starfsmannaleigunnar er enn þá dálítið óljós en það eina í raun og veru sem ég get fullyrt er að allir þessir erlendu ríkisborgarar voru undir hatti starfsmannaleigunnar,“ sagði Ásgeir.
Tengdar fréttir Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24
Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20