Lífið

Bjóða upp fyrstu gullslaufuna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Páll Sveinsson smíðaði slaufuna.
Páll Sveinsson smíðaði slaufuna.
Páll Sveinsson, yfirgullsmiður Jóns & Óskars, vann á dögunum hönnunarsamkeppni Félags Íslenskra Gullsmiða um hönnun Bleiku Slaufunnar í ár.

Til að styrkja Krabbameinsfélagið enn frekar kom Páll með þá hugmynd að hanna gullslaufu sem boðin verður upp á Facebooksíðu Bleiku Slaufunnar 10.-12. október og verður slaufan til sýnis í verslun Jóns & Óskars, Laugavegi 61, á meðan uppboðinu stendur.

Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Bleika Slaufan er smíðuð úr gulli. Til að vekja athygli á gullútgáfu Bleiku Slaufunnar, sem einungis er gerð í einu eintaki, verður haldið Bleikt boð við Laugaveg 61 á miðvikudaginn milli 17 og 19 og geta þá gestir og gangandi skoðað slaufuna sjálfa.

Jón Jósep Snæbjörnsson mun syngja fyrir gesti. Uppboðið hefst í 70.000 kr. og stendur til 12. október kl.15:00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.