Ronaldo-lausir Portúgalar unnu Ítalíu Anton Ingi Leifsson skrifar 10. september 2018 20:45 Portúgalar fagna marki í kvöld. Vísir/Getty Portúgal vann 1-0 sigur á Ítalíu í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni en bæði lið leika í A-deildinni í riðli þrjú. Cristiano Ronaldo var ekki í leikmannahópi Portúgal en hann fékk frí. Ef marka má samfélagsmiðla hans nýtur hann frísins vel á ströndum Ítalíu. Markalaust var í hálfleik en eina mark leiksins kom á 48. mínútu þegar Andre Silva skoraði eftir undirbúning Bruma. Lokatölur 1-0. Þetta var annar leikur Ítalíu í riðlinum en þeir eru með eitt stig eftir jafntefli við Pólland í fyrstu umferðinni. Portúgalar á toppnum með þrjú stig. Þjóðadeild UEFA
Portúgal vann 1-0 sigur á Ítalíu í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni en bæði lið leika í A-deildinni í riðli þrjú. Cristiano Ronaldo var ekki í leikmannahópi Portúgal en hann fékk frí. Ef marka má samfélagsmiðla hans nýtur hann frísins vel á ströndum Ítalíu. Markalaust var í hálfleik en eina mark leiksins kom á 48. mínútu þegar Andre Silva skoraði eftir undirbúning Bruma. Lokatölur 1-0. Þetta var annar leikur Ítalíu í riðlinum en þeir eru með eitt stig eftir jafntefli við Pólland í fyrstu umferðinni. Portúgalar á toppnum með þrjú stig.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti