Júlía Rós Atladóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Coca-Cola European Partners á Íslandi þar sem hún mun veita vörustjórnunarsviði forystu.
Í tilkynningu segir að hún muni enn fremur sitja í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi.
„Júlía Rós hefur víðtæka stjórnendareynslu af vörustjórnun en hún starfaði sem stjórnandi í lyfjaframleiðslu og verkefnastjóri á þróunarsviði Actavis í 10 ár, stýrði vöruhúsum Distica í 7 ár og undanfarin 2 ár hefur hún unnið í birgðastýringu sem markaðsstjóri hjá Vistor. Hún lauk mastersgráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2015, B.Ed. gráðu frá Háskóla Íslands árið 2011, diplómanámi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands 2008 og diplóma í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá Háskóla Íslands árið 2006.
Júlía Rós er gift Hermanni Björnssyni og eiga þau fjögur börn á aldrinum 8 til 16 ára,“ segir í tilkynningunni.
