Raggi Sig : „Talaði við nýju þjálfarana og fannst spennandi hlutir vera að koma“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. september 2018 20:15 S2 Sport Ragnar Sigurðsson tilkynnti eftir HM í Rússlandi að hann væri hættur í landsliðinu. Hann hefur tekið þá ákvörðun til baka og er mættur á landsliðsæfingu í Austurríki. Íslenska landsliðið kom saman til æfinga í Schruns í Austurríki í dag. Liðið á fram undan tvo leiki í Þjóðadeild UEFA. Guðmundur Benediktsson er einnig mættur til Austurríkis og spjallaði hann við Ragnar á æfingunni í dag. Fyrsta spurningin var einföld, afhverju varstu hættur í landsliðinu? „Ég hafði mínar persónulegu ástæður fyrir því, sem ég vil helst ekkert fara nánar út í,“ sagði Ragnar. „En það eru margir búnir að hvetja mig til þess að halda áfram. Margir frá KSÍ hafa hringt í mig og spurt mig út í þetta.“ „Svo talaði ég við nýju þjálfarana og mér finnst eins og það séu spennandi hlutir að fara að koma.“ „Það eru komnir nýir þjálfarar og nýtt blóð, mér fannst það bara frekar spennandi.“Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason eru saman í miðverðinum í Rostov. Verða þeir miðvarðarpar Íslands í næstu leikjum?Vísir/GettyErik Hamrén er nýi maðurinn í brúnni hjá íslenska landsliðinu. Hvernig lýst Ragga á hann? „Ég hitti hann bara í dag í fyrsta skipti en hann virðist vera fyndinn gæi og hann veit hvað hann er að tala um.“ Ragnar er á mála hjá rússneska úrvalsdeildarliðinu Rostov, sem er orðið að lítilli íslenskri nýlendu. Viðar Örn Kjartansson gekk til liðs við Rostov á föstudag og varð fjórði Íslendingurinn hjá liðinu. „Við erum að fá Viðar núna og ég hlakka til þess að sjá hann og Björn [Bergmann Sigurðarson] spila saman, ég held þeir geti gert góða hluti.“ „Við þurfum ekki fleiri Íslendinga en það kæmi mér ekki á óvart að hann næði í fleiri, hann elskar Íslendinga eigandi liðsins,“ sagði Ragnar Sigurðsson. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54 Tilkynning Ragnars kom öllum í opna skjöldu Miðvörðurinn segist hættur með landsliðinu. 27. júní 2018 21:09 Raggi hringdi eitt kvöldið og sagðist virkilega vilja spila Miðvörðurinn er mættur í slaginn. 24. ágúst 2018 13:29 Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira
Ragnar Sigurðsson tilkynnti eftir HM í Rússlandi að hann væri hættur í landsliðinu. Hann hefur tekið þá ákvörðun til baka og er mættur á landsliðsæfingu í Austurríki. Íslenska landsliðið kom saman til æfinga í Schruns í Austurríki í dag. Liðið á fram undan tvo leiki í Þjóðadeild UEFA. Guðmundur Benediktsson er einnig mættur til Austurríkis og spjallaði hann við Ragnar á æfingunni í dag. Fyrsta spurningin var einföld, afhverju varstu hættur í landsliðinu? „Ég hafði mínar persónulegu ástæður fyrir því, sem ég vil helst ekkert fara nánar út í,“ sagði Ragnar. „En það eru margir búnir að hvetja mig til þess að halda áfram. Margir frá KSÍ hafa hringt í mig og spurt mig út í þetta.“ „Svo talaði ég við nýju þjálfarana og mér finnst eins og það séu spennandi hlutir að fara að koma.“ „Það eru komnir nýir þjálfarar og nýtt blóð, mér fannst það bara frekar spennandi.“Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason eru saman í miðverðinum í Rostov. Verða þeir miðvarðarpar Íslands í næstu leikjum?Vísir/GettyErik Hamrén er nýi maðurinn í brúnni hjá íslenska landsliðinu. Hvernig lýst Ragga á hann? „Ég hitti hann bara í dag í fyrsta skipti en hann virðist vera fyndinn gæi og hann veit hvað hann er að tala um.“ Ragnar er á mála hjá rússneska úrvalsdeildarliðinu Rostov, sem er orðið að lítilli íslenskri nýlendu. Viðar Örn Kjartansson gekk til liðs við Rostov á föstudag og varð fjórði Íslendingurinn hjá liðinu. „Við erum að fá Viðar núna og ég hlakka til þess að sjá hann og Björn [Bergmann Sigurðarson] spila saman, ég held þeir geti gert góða hluti.“ „Við þurfum ekki fleiri Íslendinga en það kæmi mér ekki á óvart að hann næði í fleiri, hann elskar Íslendinga eigandi liðsins,“ sagði Ragnar Sigurðsson.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54 Tilkynning Ragnars kom öllum í opna skjöldu Miðvörðurinn segist hættur með landsliðinu. 27. júní 2018 21:09 Raggi hringdi eitt kvöldið og sagðist virkilega vilja spila Miðvörðurinn er mættur í slaginn. 24. ágúst 2018 13:29 Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira
Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54
Tilkynning Ragnars kom öllum í opna skjöldu Miðvörðurinn segist hættur með landsliðinu. 27. júní 2018 21:09
Raggi hringdi eitt kvöldið og sagðist virkilega vilja spila Miðvörðurinn er mættur í slaginn. 24. ágúst 2018 13:29