Innlent

Spá allt að 16 stiga hita

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sólin lætur sjá sig norðaustan- og austanlands en verður annars staðar í felum á bak við skýin ef marka má þetta spákort Veðurstofunnar fyrir hádegið í dag.
Sólin lætur sjá sig norðaustan- og austanlands en verður annars staðar í felum á bak við skýin ef marka má þetta spákort Veðurstofunnar fyrir hádegið í dag.
Veðurstofan spáir allt að 16 stiga hita í dag en hlýjast verður norðaustan til á landinu þar sem einnig verður víða léttskýjað.

Þá má einnig búast við að víða verði léttskýjað á Austurlandi en annars verður hæg sunnanátt og skýjað, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Í kvöld er síðan spáð rigningu sunnan-og vestanlands.

Á morgun má búast við sunnan golu eða kalda með rigningu eða skúrum en þó síst á norðaustanlands þar sem áfram verður hlýjast.

Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:

S 3-8 og stöku skúrir V-til, en víða léttskýjað á NA- og A-landi í dag. Suðaustan 8-13 og rigning S- og V-lands í kvöld.

S 5-13 og rigning eða skúrir á morgun, þó síst á NA-landi. Hiti 8 til 16 stig að deginum, hlýjast NA-til.

Á þriðjudag:

Sunnan 5-13 og rigning eða skúrir, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á NA-landi.

Á miðvikudag:

Hæg norðlæg átt og birtir til S- og V-lands, en dálítil væta norðan heiða. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast syðst.

Á fimmtudag:

Sunnanátt, skýjað og rigning vestast, en víða léttskýjað á N- og A-landi. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast N-lands.

Á föstudag og laugardag:

Suðaustanátt og skýjað en úrkomulítið, en áfram léttskýjað N-lands. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×