Kallar eftir aukinni gæslu í Þórsmörk Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. september 2018 18:45 Skálaverðir þurfa nær daglega að aðstoða ferðamenn sem festa bíla sína í jökulám á leiðinni í Þórsmörk. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands segir ferðamenn ekki átta sig á að bílar þeirra séu vanbúnir til þess að aka í ám þrátt fyrir að skilti segi annað. Hann kallar eftir auknu eftirliti á svæðinu. Varúðarmerkingar á leiðinni inn í Þórsmörk hafa verið til umfjöllunar eftir hörmulegt banaslys í Steinholtsá á föstudag þegar kona lést eftir að hún og maður hennar festu bílinn í ánni en hjónin yfirgáfu bílinn með þessum hörmulegu afleiðingum.Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði í samtal við fréttastofu um helgina að erfitt væri að ráða við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum. En hann segir leiðina inn í Þórsmörk merkta með skiltum um að vegirnir séu ekki fyrir hvaða bíl sem er og að þeir þurfi að vera fjórhjóladrifnir og af ákveðinni stærðargráðu. Eitthvað virðist þetta skolast til hjá einhverjum þeim ferðamönnum sem ætla sér í Þórsmörk því skálaverðir verða oft vitni af hrakförum ferðamannanna.Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags ÍslandsVísir/Baldur Hrafnkell Jónsson„Því miður er það allt of algengt og skálaverðir Ferðafélags Íslands inni í Langadal eru nánast daglega að aðstoða ferðamenn sem eru að festast á illa búnum bílum í Krossá eða Hvanndalsá, en einnig koma útköll neðar eins og úr Steinholtsá eða neðra vaðinu í Krossá,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Gríðarlegur straumur ferðamanna sækir Þórsmörk og í júlímánuði eru þar á annað þúsund manns á hverjum degi. „Þarna eru mikið bílar á ferðinni sem eru ekki búnir til þess að keyra yfir þessar ár og við þurfum að koma þeim skilaboðum til þeirra ökumanna,“ segir Páll. Páll segir að forvarnarstarfið verði að byrja mikið fyrr en einnig að bæta þurfi merkingar á leiðinni. „Í fyrsta lagi, ekki fara yfir þessar ár á þessum bílum og í öðru lagi að þá þarf almennar leiðbeiningar fyrir þá sem eru á rétt búnum bílum, því þeir lenda líka stundum í vandræðum. Það er hvernig eigi að keyra yfir ánna og síðan þegar þú ert kominn í þessar aðstæður hvað áttu að gera. Eins og til dæmis yfirleitt að ekki yfirgefa bílinn ef þú ert orðinn fastur,“ segir Páll. Páll kallar eftir aukinni gæslu í Þórsmörk. „Við höfum spurt okkur að því og við höfum kannski gjarnan viljað hafa hálendisgæsluna meira inni á Þórsmerkursvæðinu, að því að þarna er fólk stöðugt í vandræðum í ánum og það væri gott að hafa hálendisgæsluna meira inni í Þórsmörk,“ segir Páll. Tengdar fréttir Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58 Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30 „Við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum“ Erfitt er að koma í veg fyrir banaslys eins og það sem varð í Steinsholtsá í gær ef ökumenn taka ekki mið af varúðarskiltum, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. 1. september 2018 19:45 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Skálaverðir þurfa nær daglega að aðstoða ferðamenn sem festa bíla sína í jökulám á leiðinni í Þórsmörk. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands segir ferðamenn ekki átta sig á að bílar þeirra séu vanbúnir til þess að aka í ám þrátt fyrir að skilti segi annað. Hann kallar eftir auknu eftirliti á svæðinu. Varúðarmerkingar á leiðinni inn í Þórsmörk hafa verið til umfjöllunar eftir hörmulegt banaslys í Steinholtsá á föstudag þegar kona lést eftir að hún og maður hennar festu bílinn í ánni en hjónin yfirgáfu bílinn með þessum hörmulegu afleiðingum.Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði í samtal við fréttastofu um helgina að erfitt væri að ráða við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum. En hann segir leiðina inn í Þórsmörk merkta með skiltum um að vegirnir séu ekki fyrir hvaða bíl sem er og að þeir þurfi að vera fjórhjóladrifnir og af ákveðinni stærðargráðu. Eitthvað virðist þetta skolast til hjá einhverjum þeim ferðamönnum sem ætla sér í Þórsmörk því skálaverðir verða oft vitni af hrakförum ferðamannanna.Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags ÍslandsVísir/Baldur Hrafnkell Jónsson„Því miður er það allt of algengt og skálaverðir Ferðafélags Íslands inni í Langadal eru nánast daglega að aðstoða ferðamenn sem eru að festast á illa búnum bílum í Krossá eða Hvanndalsá, en einnig koma útköll neðar eins og úr Steinholtsá eða neðra vaðinu í Krossá,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Gríðarlegur straumur ferðamanna sækir Þórsmörk og í júlímánuði eru þar á annað þúsund manns á hverjum degi. „Þarna eru mikið bílar á ferðinni sem eru ekki búnir til þess að keyra yfir þessar ár og við þurfum að koma þeim skilaboðum til þeirra ökumanna,“ segir Páll. Páll segir að forvarnarstarfið verði að byrja mikið fyrr en einnig að bæta þurfi merkingar á leiðinni. „Í fyrsta lagi, ekki fara yfir þessar ár á þessum bílum og í öðru lagi að þá þarf almennar leiðbeiningar fyrir þá sem eru á rétt búnum bílum, því þeir lenda líka stundum í vandræðum. Það er hvernig eigi að keyra yfir ánna og síðan þegar þú ert kominn í þessar aðstæður hvað áttu að gera. Eins og til dæmis yfirleitt að ekki yfirgefa bílinn ef þú ert orðinn fastur,“ segir Páll. Páll kallar eftir aukinni gæslu í Þórsmörk. „Við höfum spurt okkur að því og við höfum kannski gjarnan viljað hafa hálendisgæsluna meira inni á Þórsmerkursvæðinu, að því að þarna er fólk stöðugt í vandræðum í ánum og það væri gott að hafa hálendisgæsluna meira inni í Þórsmörk,“ segir Páll.
Tengdar fréttir Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58 Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30 „Við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum“ Erfitt er að koma í veg fyrir banaslys eins og það sem varð í Steinsholtsá í gær ef ökumenn taka ekki mið af varúðarskiltum, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. 1. september 2018 19:45 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58
Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30
„Við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum“ Erfitt er að koma í veg fyrir banaslys eins og það sem varð í Steinsholtsá í gær ef ökumenn taka ekki mið af varúðarskiltum, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. 1. september 2018 19:45