Fjárfestingafélagið Ursus ehf., sem er í eigu Heiðars Más Guðjónssonar, hefur fest kaup á hlutabréfum í fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf. fyrir rúmar níutíu milljónir króna. Heiðar Már er jafnframt stjórnarformaður Sýnar.
Tilkynnt var um viðskiptin í dag. Ursus ehf. keypti alls 1.500.000 hluti í Sýn hf. Söluverðið var 61 króna á hlut og greiddi félagið því 91,5 milljónir króna fyrir þá.
Vísir er í eigu Sýnar hf.
Stjórnarformaður Sýnar kaupir hlutabréf í félaginu fyrir 90 milljónir
