Ungt fólk frá Íslandi og Japan á kost á dvalarleyfi til skamms tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2018 16:15 Frá stofnun ferðasjóðsins. Utanríkisráðuneytið Í dag tekur gildi samkomulag um gagnkvæm tímabundin atvinnuréttindi ungs fólks á milli Japans og Íslands. Samkomulagið var undirritað í maí síðastliðnum á vinnufundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Taro Kono, utanríkisráðherra Japans. Samkomulagið gerir ungu fólki frá Japan og Íslandi kleift að sækja um skammtíma dvalarleyfi sem gerir þeim kleift að taka að sér tilfallandi vinnu meðan á tímabundinni dvöl í hinu landinu stendur. Þannig fær ungt fólk mikilvæga innsýn í menningarhætti og atvinnulíf í fjarlægu landi. „Það er gleðiefni að hafa undirritað samkomulag sem gerir íslenskum og japönskum ungmennum kleift að dvelja í hinu ríkinu til að vinna og kynnast samfélaginu,“ sagði Guðlaugur Þór við tilefnið að því er segir í frétt á vef ráðuneytisins. Fyrir er Japan með slíka samninga við tuttugu lönd í Asíu, Eyjaálfu og Evrópu ásamt Norður- og Suður-Ameríku. Ísland er þrettánda Evrópulandið sem gerir slíkt samkomulag við Japan og þriðja innan Norðurlandanna, á eftir Danmörku og Noregi. Allar upplýsingar um skilyrði og umsóknarferli er nú að finna á vef Útlendingastofnunar. Umsækjendur þurfa m.a. að vera íslenskir eða japanskir ríkisborgarar og á aldrinum 18-26 ára. en fyrsta árið verða gefin út allt að þrjátíu slík leyfi í hvoru landi. Við undirritun samkomulagsins var stofnaður ferðasjóður á vegum Viðskiptaráðs Íslands, Íslenska viðskiptaráðsins í Japan og Japansk-íslenska viðskiptaráðsins, með framlögum frá átta fyrirtækjum. Úr ferðasjóðinum verða veittir styrkir fyrir flugfargjöldum einstaklinga sem nýta sér samkomulagið. Fyrirtækin sem standa að sjóðinum eru Össur, Icelandic Japan, Toyota á Íslandi, Hvalur hf., Hampiðjan Japan, Global Vision, Viking og Takanawa. Japansk-íslenska viðskiptaráðið sér um að auglýsa umsóknarferli og úthlutanir styrkja Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í dag tekur gildi samkomulag um gagnkvæm tímabundin atvinnuréttindi ungs fólks á milli Japans og Íslands. Samkomulagið var undirritað í maí síðastliðnum á vinnufundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Taro Kono, utanríkisráðherra Japans. Samkomulagið gerir ungu fólki frá Japan og Íslandi kleift að sækja um skammtíma dvalarleyfi sem gerir þeim kleift að taka að sér tilfallandi vinnu meðan á tímabundinni dvöl í hinu landinu stendur. Þannig fær ungt fólk mikilvæga innsýn í menningarhætti og atvinnulíf í fjarlægu landi. „Það er gleðiefni að hafa undirritað samkomulag sem gerir íslenskum og japönskum ungmennum kleift að dvelja í hinu ríkinu til að vinna og kynnast samfélaginu,“ sagði Guðlaugur Þór við tilefnið að því er segir í frétt á vef ráðuneytisins. Fyrir er Japan með slíka samninga við tuttugu lönd í Asíu, Eyjaálfu og Evrópu ásamt Norður- og Suður-Ameríku. Ísland er þrettánda Evrópulandið sem gerir slíkt samkomulag við Japan og þriðja innan Norðurlandanna, á eftir Danmörku og Noregi. Allar upplýsingar um skilyrði og umsóknarferli er nú að finna á vef Útlendingastofnunar. Umsækjendur þurfa m.a. að vera íslenskir eða japanskir ríkisborgarar og á aldrinum 18-26 ára. en fyrsta árið verða gefin út allt að þrjátíu slík leyfi í hvoru landi. Við undirritun samkomulagsins var stofnaður ferðasjóður á vegum Viðskiptaráðs Íslands, Íslenska viðskiptaráðsins í Japan og Japansk-íslenska viðskiptaráðsins, með framlögum frá átta fyrirtækjum. Úr ferðasjóðinum verða veittir styrkir fyrir flugfargjöldum einstaklinga sem nýta sér samkomulagið. Fyrirtækin sem standa að sjóðinum eru Össur, Icelandic Japan, Toyota á Íslandi, Hvalur hf., Hampiðjan Japan, Global Vision, Viking og Takanawa. Japansk-íslenska viðskiptaráðið sér um að auglýsa umsóknarferli og úthlutanir styrkja
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira