Þung högg á höfuð og síðu banameinið Kolbeinn Tumi Daðason og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 3. september 2018 15:20 Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi Vals Lýðssonar sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. Vísir/Vilhelm Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur segir engan vafa leika á því að þung högg á höfuð og hægri síðu drógu Ragnar Lýðsson til bana þann 31. mars síðastliðinn. Þetta kom fram í máli hans í Héraðsdómi Suðurlands í dag þegar aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Vali Lýðssyni, sem ákærður er fyrir manndráp, var framhaldið. Aðalmeðferð í málinu hófst þann 27. ágúst en frestað þar til eftir hádegi í dag. Dómsalurinn á Selfossi var þéttsetinn þegar Sebastian gaf skýrslu. Hann krufði líkið þann 3. apríl og sagði niðurstöðu sína að bráðaandnauð af völdum högga hefðu leitt til dauða Ragnars. Annars vegar hefði verið um að ræða þung högg á höfuð og hins vegar á hægri síðu. Brotnuðu mörg rifbein hægra megin í líkama Ragnars.Þýski réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz.vísir/vilhelmValur er sakaður um að hafa valdið dauða bróður síns Ragnars með því að veitast að honum með ofbeldi. Í ákæru er honum gefið að sök að hafa slegið Ragnar ítrekuðum hnefahöggum í höfuð og líkama auk þess að sparka eða trampa ítrekað á höfði hans og líkama. Þegar Valur gaf skýrslu fyrir dómi í síðustu viku sagðist hann ekkert muna eftir neinum átökum á milli þeirra bræðra sökum mikillar ölvunar. Hann gat litlar skýringar gefið á því hvernig dauða Ragnars bar að. Útilokaði hann þó ekki að til átaka hefði komið á milli þeirra. Geðlæknir sem lagði mat á Val telur að ölvunarástand hans skýri best ofbeldið sem hann hafi beitt. Bæði Valur og tveir vinir hans hafi kannast við að hann hafi gerst ofbeldisfullur undir áhrifum áfengis. Nú stendur yfir málflutningur þar sem Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Ólafur Björnsson, verjandi Vals, fá hvort sinn tíma til að rekja málið. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna. Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Gýgjarhólsbóndinn sér mikið eftir öllu saman Valur Lýðsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað Ragnari bróður sínum á föstudaginn langa, kveðst aldrei hafa borið þungan hug til hans. Geðlæknir segir Val sakhæfan. Ragnari var banað í þvottahúsinu heima hjá Vali á Gýgjarhóli. 28. ágúst 2018 06:00 Fjölskylduharmleikur á Gýgjarhóli II í Biskupstungum Valur Lýðsson sem grunaður er um að hafa myrt Ragnar bróður sinni á bænum Gýgjarhóli tvö í Biskupstungum um síðustu páska man ekki eftir neinum átökum milli þeirra bræðra og hvað þá hvernig dauða Ragnars bar að sökum mikillar ölvunar. 27. ágúst 2018 19:45 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur segir engan vafa leika á því að þung högg á höfuð og hægri síðu drógu Ragnar Lýðsson til bana þann 31. mars síðastliðinn. Þetta kom fram í máli hans í Héraðsdómi Suðurlands í dag þegar aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Vali Lýðssyni, sem ákærður er fyrir manndráp, var framhaldið. Aðalmeðferð í málinu hófst þann 27. ágúst en frestað þar til eftir hádegi í dag. Dómsalurinn á Selfossi var þéttsetinn þegar Sebastian gaf skýrslu. Hann krufði líkið þann 3. apríl og sagði niðurstöðu sína að bráðaandnauð af völdum högga hefðu leitt til dauða Ragnars. Annars vegar hefði verið um að ræða þung högg á höfuð og hins vegar á hægri síðu. Brotnuðu mörg rifbein hægra megin í líkama Ragnars.Þýski réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz.vísir/vilhelmValur er sakaður um að hafa valdið dauða bróður síns Ragnars með því að veitast að honum með ofbeldi. Í ákæru er honum gefið að sök að hafa slegið Ragnar ítrekuðum hnefahöggum í höfuð og líkama auk þess að sparka eða trampa ítrekað á höfði hans og líkama. Þegar Valur gaf skýrslu fyrir dómi í síðustu viku sagðist hann ekkert muna eftir neinum átökum á milli þeirra bræðra sökum mikillar ölvunar. Hann gat litlar skýringar gefið á því hvernig dauða Ragnars bar að. Útilokaði hann þó ekki að til átaka hefði komið á milli þeirra. Geðlæknir sem lagði mat á Val telur að ölvunarástand hans skýri best ofbeldið sem hann hafi beitt. Bæði Valur og tveir vinir hans hafi kannast við að hann hafi gerst ofbeldisfullur undir áhrifum áfengis. Nú stendur yfir málflutningur þar sem Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Ólafur Björnsson, verjandi Vals, fá hvort sinn tíma til að rekja málið. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna.
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Gýgjarhólsbóndinn sér mikið eftir öllu saman Valur Lýðsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað Ragnari bróður sínum á föstudaginn langa, kveðst aldrei hafa borið þungan hug til hans. Geðlæknir segir Val sakhæfan. Ragnari var banað í þvottahúsinu heima hjá Vali á Gýgjarhóli. 28. ágúst 2018 06:00 Fjölskylduharmleikur á Gýgjarhóli II í Biskupstungum Valur Lýðsson sem grunaður er um að hafa myrt Ragnar bróður sinni á bænum Gýgjarhóli tvö í Biskupstungum um síðustu páska man ekki eftir neinum átökum milli þeirra bræðra og hvað þá hvernig dauða Ragnars bar að sökum mikillar ölvunar. 27. ágúst 2018 19:45 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Gýgjarhólsbóndinn sér mikið eftir öllu saman Valur Lýðsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað Ragnari bróður sínum á föstudaginn langa, kveðst aldrei hafa borið þungan hug til hans. Geðlæknir segir Val sakhæfan. Ragnari var banað í þvottahúsinu heima hjá Vali á Gýgjarhóli. 28. ágúst 2018 06:00
Fjölskylduharmleikur á Gýgjarhóli II í Biskupstungum Valur Lýðsson sem grunaður er um að hafa myrt Ragnar bróður sinni á bænum Gýgjarhóli tvö í Biskupstungum um síðustu páska man ekki eftir neinum átökum milli þeirra bræðra og hvað þá hvernig dauða Ragnars bar að sökum mikillar ölvunar. 27. ágúst 2018 19:45
Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28
Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15