Kim orðinn sætasta stelpan á ballinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. júní 2018 06:00 Þær eru ekki margar myndirnar sem ljósmyndarar, aðrir en þeir sem eru á bandi einræðisstjórnarinnar, hafa tekið af Kim. Þeim snarfjölgaði í gær. Vísir/afp Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fundaði með Donald Trump Bandaríkjaforseta í nótt. Fundur var ekki hafinn þegar Fréttablaðið fór í prentun en til stóð að ræða sérstaklega kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði fyrir fundinn að það yrði lykilatriði fyrir Bandaríkin að ná fram „algjörri, sannreynanlegri og óafturkræfri“ kjarnorkuafvopnun. Pompeo sagði jafnframt að viðræðum miðaði vel áfram, líklega myndu ríkin komast að sameiginlegri niðurstöðu fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. Trump ræddi meðal annars við Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í aðdraganda fundarins. „Það er ekki hægt að leysa þessar djúpstæðu deilur og kjarnorkumálið á einum leiðtogafundi. Þótt það sé stórt skref að hefja viðræður mun þetta taka tíma. Það gæti tekið ár, tvö ár eða jafnvel enn lengri tíma að leysa þennan hnút,“ sagði Moon eftir samtal sitt við Trump.Vísir greindi frá fundi Kim og Trump í beinni í nótt. Lýsinguna má finna með að smella hér. Eftir að hafa verið úti í kuldanum allt frá því hann tók við völdum í einræðisríkinu árið 2011 er Kim nú orðinn „sætasta stelpan á ballinu“. Hann hefur nú fundað með leiðtogum Kína, Bandaríkjanna og Suður-Kóreu og þá hafa leiðtogar bæði Sýrlands og Rússlands lýst yfir eindregnum áhuga á því að setjast niður með þessum eftirsótta manni. Það hefur lengi verið eitt helsta markmið Kim að koma sér á þennan stall. Þessu heldur Ken Gause, leiðandi sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu sem hefur skrifað fjölda bóka um ógnarstjórn Kim-fjölskyldunnar, fram í grein sem birtist í National Interest í maí.Kim og Trump gengu hlið við hlið til fundarins.Vísir/AFPSamkvæmt Gause áttar Kim sig á því að hann þurfi að horfa til framtíðar þar sem hann er einungis um 35 ára gamall. Hann þurfi að tryggja áframhaldandi valdatíð Kim-fjölskyldunnar í Norður-Kóreu og það geti hann einungis gert úr sterkri stöðu. Eftir að hafa reynt að fara viðræðuleiðina í upphafi valdatíðar sinnar áttaði Kim sig á því að sú leið væri torfær. Samningsstaðan væri ekki nógu sterk. „Kim Jong-un komst líklegast að þeirri niðurstöðu að eina leiðin til að tryggja velgengni í viðræðum væri að koma sér upp kjarnorkuvopnum til þess að hægt væri að gefa þau síðar upp á bátinn. Norður-Kórea þyrfti að koma að viðræðuborðinu í sterkri stöðu,“ sagði í grein Gause. Ár og dagar liðu og eldflauga- og kjarnorkutilraunir voru gerðar með reglulegu millibili. Í nóvember 2017 tilkynnti Kim svo að Norður-Kórea hefði komið sér upp raunverulegu kjarnorkuvopnabúri. Svo ákvað Kim, að sögn Gause, að byrja að trappa sig niður og hófst sú vinna með nýársávarpi í upphafi þessa árs þar sem kvað við nýjan tón. Í kjölfarið fylgdu viðræður við Moon og nú Trump sem þrýstu Kim fram í sviðsljósið. Guardian greindi svo frá því í gær að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til þess að tryggja áframhaldandi harðstjórn Kim-ættarinnar. „Við erum tilbúin til að gefa nauðsynleg loforð um öryggi Norður-Kóreu til að hægt sé að ná fram kjarnorkuafvopnun,“ sagði Mike Pompeo án þess að tjá sig nánar um þau loforð. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30 Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53 Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fundaði með Donald Trump Bandaríkjaforseta í nótt. Fundur var ekki hafinn þegar Fréttablaðið fór í prentun en til stóð að ræða sérstaklega kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði fyrir fundinn að það yrði lykilatriði fyrir Bandaríkin að ná fram „algjörri, sannreynanlegri og óafturkræfri“ kjarnorkuafvopnun. Pompeo sagði jafnframt að viðræðum miðaði vel áfram, líklega myndu ríkin komast að sameiginlegri niðurstöðu fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. Trump ræddi meðal annars við Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í aðdraganda fundarins. „Það er ekki hægt að leysa þessar djúpstæðu deilur og kjarnorkumálið á einum leiðtogafundi. Þótt það sé stórt skref að hefja viðræður mun þetta taka tíma. Það gæti tekið ár, tvö ár eða jafnvel enn lengri tíma að leysa þennan hnút,“ sagði Moon eftir samtal sitt við Trump.Vísir greindi frá fundi Kim og Trump í beinni í nótt. Lýsinguna má finna með að smella hér. Eftir að hafa verið úti í kuldanum allt frá því hann tók við völdum í einræðisríkinu árið 2011 er Kim nú orðinn „sætasta stelpan á ballinu“. Hann hefur nú fundað með leiðtogum Kína, Bandaríkjanna og Suður-Kóreu og þá hafa leiðtogar bæði Sýrlands og Rússlands lýst yfir eindregnum áhuga á því að setjast niður með þessum eftirsótta manni. Það hefur lengi verið eitt helsta markmið Kim að koma sér á þennan stall. Þessu heldur Ken Gause, leiðandi sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu sem hefur skrifað fjölda bóka um ógnarstjórn Kim-fjölskyldunnar, fram í grein sem birtist í National Interest í maí.Kim og Trump gengu hlið við hlið til fundarins.Vísir/AFPSamkvæmt Gause áttar Kim sig á því að hann þurfi að horfa til framtíðar þar sem hann er einungis um 35 ára gamall. Hann þurfi að tryggja áframhaldandi valdatíð Kim-fjölskyldunnar í Norður-Kóreu og það geti hann einungis gert úr sterkri stöðu. Eftir að hafa reynt að fara viðræðuleiðina í upphafi valdatíðar sinnar áttaði Kim sig á því að sú leið væri torfær. Samningsstaðan væri ekki nógu sterk. „Kim Jong-un komst líklegast að þeirri niðurstöðu að eina leiðin til að tryggja velgengni í viðræðum væri að koma sér upp kjarnorkuvopnum til þess að hægt væri að gefa þau síðar upp á bátinn. Norður-Kórea þyrfti að koma að viðræðuborðinu í sterkri stöðu,“ sagði í grein Gause. Ár og dagar liðu og eldflauga- og kjarnorkutilraunir voru gerðar með reglulegu millibili. Í nóvember 2017 tilkynnti Kim svo að Norður-Kórea hefði komið sér upp raunverulegu kjarnorkuvopnabúri. Svo ákvað Kim, að sögn Gause, að byrja að trappa sig niður og hófst sú vinna með nýársávarpi í upphafi þessa árs þar sem kvað við nýjan tón. Í kjölfarið fylgdu viðræður við Moon og nú Trump sem þrýstu Kim fram í sviðsljósið. Guardian greindi svo frá því í gær að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til þess að tryggja áframhaldandi harðstjórn Kim-ættarinnar. „Við erum tilbúin til að gefa nauðsynleg loforð um öryggi Norður-Kóreu til að hægt sé að ná fram kjarnorkuafvopnun,“ sagði Mike Pompeo án þess að tjá sig nánar um þau loforð.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30 Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53 Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30
Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53
Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38