Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2018 09:48 Trump ræddi lengi við fréttamenn eftir að fundi hans og Kim lauk. Vísir/EPA Bandaríkjamenn ætla að fresta frekari heræfingum með Suður-Kóreu þar sem þær eru „mjög ögrandi“ í garð Norður-Kóreu, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Á blaðamannafundi eftir fund hans og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, sagðist Trump hafa fengið loforð frá Kim um lokun eldflaugatilraunastöðvar. Ekki var margt fast í hendi í sameiginlegri yfirlýsingu sem Trump og Kim skrifuðu undir eftir sögulegan fund þeirra í Singapúr í nótt. Þar stefndu ríkin á frið á Kóreuskaga og frekari viðræður. Sérfræðingar segja hins vegar ekkert nýtt í henni að finna, aðeins gömul loforð og skuldbindingar. Á blaðamannfundi í morgun greindi Trump aðeins nánar frá viðræðum hans við Kim og virtist þar tilbúinn að uppfylla kröfur sem stjórnvöld í Pjongjang hafa lengi haft uppi og lofaði Kim aftur persónulega. Þar á meðal var tilkynning hans um að Bandaríkin ætlaði að stöðva heræfingar sínar með Suður-Kóreu sem hafa lengi reitt Norður-Kóreumenn til reiði. Trump sagði að æfingarnar væru hvort eð er Bandaríkjunum dýrar. „Við höfum stundað æfingar lengi, unnið með Suður-Kóreu. Við köllum þetta stríðsleiki. Þeir eru gríðarlega dýrir. Suður-Kórea leggur sitt af mörkum en ekki 100%. Við höfum rætt við mörg lönd um að koma fram við okkur af sanngirni. Stríðsleikirnir eru mjög dýrir, við borgum fyrir stóran meirihluta þeirra,“ sagði Trump. Talsmaður stjórnvalda í Suður-Kóreu segir ekki ljóst hvað Trump hafi átt við og að þau þurfi að leita frekari skilnings á ummælum hans um heræfingarnar.President Trump says the US will stop "war games," an apparent reference to joint military exercises with South Korea that North Korea has long rebuked as provocative https://t.co/xzKq6pByDT pic.twitter.com/0lyEbdyjN9— CNN Breaking News (@cnnbrk) June 12, 2018 Þá sagðist Bandaríkjaforseti hafa fengið loforð frá Kim um að hann myndi loka eldflaugatilraunastöð. Ekki hafi verið fjallað um það í sameiginlegu yfirlýsingu þeirra því Trump hafi fengið Kim til að fallast á það eftir að þeir skrifuðu undir hana. Refsiaðgerðir verða áfram í gildi þar til kjarnavopnin verða úr sögunni. Trump sagði hins vegar að enginn tími hefði verið til að ganga frá smáatriðum við Kim því að hann væri aðeins í Singapúr í einn sólahring.Ástandið „erfitt“ víðar Sum ummæli Trump um Kim og ástand mála í Norður-Kóreu á blaðamannafundinum vöktu athygli. Trump hefur lofað Kim fyrir gáfur og hæfileika. Þegar forsetinn var spurður um þessi orð sín sagði hann að Kim hefði ungur komist til valda og stýrt landinu „af festu“. Hann sagði þó ekki að það væri „viðkunnalegt“. Fréttamenn spurðu Trump einnig hvort hann hefði rætt mannréttindamál í Norður-Kóreu við Kim. Trump sagðist hafa rætt þau „frekar stuttlega“ en alvarlega. Þegar fyrri ummæli hans um að stjórnvöld í Norður-Kóreu kúguðu eigin borgara meir en nokkurt annað ríki sagðist Trump telja að ástandið væri „erfitt“ í einræðisríkinu. Hann virtist þó tala niður bágborið mannúðarástandið í Norður-Kóreu. „Það er erfitt, það er erfitt á mörgum stöðum annars,“ sagði Bandaríkjaforseti. Lýsti Trump hundruðum þúsunda fanga í norður-kóreskum fangabúðum sem stóru sigurvegurum viðræðna þeirra Kim. Þá lofaði Trump strandir Norður-Kóreu sem hann hafði séð í bakgrunni myndbanda sem sýndu heræfingar. „Ég útskýrði fyrir þeim að þeir gætu verið með bestu hótelin í heiminum,“ sagði Trump sem hvatti fréttamenn til að hugsa um það út frá sjónarhorni fasteignabransans. Spurður að því hvort að hann gæti treyst Kim útilokaði Trump ekki að hann gæti haft rangt fyrir sér. „Ég veit ekki hvort ég myndi nokkru sinni viðurkenna það en ég finn einhvers konar afsökun,“ grínaðist forsetinn.Trump says he trusts Kim Jong Un. And if he's wrong? "I may be wrong, I mean I may stand before you in six months and say, 'Hey I was wrong,'" said Trump, before adding, "I don't know that I'll ever admit that, but I'll find some kind of an excuse." https://t.co/fk4Fpko8qC pic.twitter.com/FKFfSVE7VE— CNN (@CNN) June 12, 2018 Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim orðinn sætasta stelpan á ballinu Harðstjóri Norður-Kóreu eftirsóttur og hefur nú fundað með forsetum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Markmið hans að tryggja áframhaldandi stjórn og sagður hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að gefa þau frá sér. 12. júní 2018 06:00 Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Bandaríkjamenn ætla að fresta frekari heræfingum með Suður-Kóreu þar sem þær eru „mjög ögrandi“ í garð Norður-Kóreu, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Á blaðamannafundi eftir fund hans og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, sagðist Trump hafa fengið loforð frá Kim um lokun eldflaugatilraunastöðvar. Ekki var margt fast í hendi í sameiginlegri yfirlýsingu sem Trump og Kim skrifuðu undir eftir sögulegan fund þeirra í Singapúr í nótt. Þar stefndu ríkin á frið á Kóreuskaga og frekari viðræður. Sérfræðingar segja hins vegar ekkert nýtt í henni að finna, aðeins gömul loforð og skuldbindingar. Á blaðamannfundi í morgun greindi Trump aðeins nánar frá viðræðum hans við Kim og virtist þar tilbúinn að uppfylla kröfur sem stjórnvöld í Pjongjang hafa lengi haft uppi og lofaði Kim aftur persónulega. Þar á meðal var tilkynning hans um að Bandaríkin ætlaði að stöðva heræfingar sínar með Suður-Kóreu sem hafa lengi reitt Norður-Kóreumenn til reiði. Trump sagði að æfingarnar væru hvort eð er Bandaríkjunum dýrar. „Við höfum stundað æfingar lengi, unnið með Suður-Kóreu. Við köllum þetta stríðsleiki. Þeir eru gríðarlega dýrir. Suður-Kórea leggur sitt af mörkum en ekki 100%. Við höfum rætt við mörg lönd um að koma fram við okkur af sanngirni. Stríðsleikirnir eru mjög dýrir, við borgum fyrir stóran meirihluta þeirra,“ sagði Trump. Talsmaður stjórnvalda í Suður-Kóreu segir ekki ljóst hvað Trump hafi átt við og að þau þurfi að leita frekari skilnings á ummælum hans um heræfingarnar.President Trump says the US will stop "war games," an apparent reference to joint military exercises with South Korea that North Korea has long rebuked as provocative https://t.co/xzKq6pByDT pic.twitter.com/0lyEbdyjN9— CNN Breaking News (@cnnbrk) June 12, 2018 Þá sagðist Bandaríkjaforseti hafa fengið loforð frá Kim um að hann myndi loka eldflaugatilraunastöð. Ekki hafi verið fjallað um það í sameiginlegu yfirlýsingu þeirra því Trump hafi fengið Kim til að fallast á það eftir að þeir skrifuðu undir hana. Refsiaðgerðir verða áfram í gildi þar til kjarnavopnin verða úr sögunni. Trump sagði hins vegar að enginn tími hefði verið til að ganga frá smáatriðum við Kim því að hann væri aðeins í Singapúr í einn sólahring.Ástandið „erfitt“ víðar Sum ummæli Trump um Kim og ástand mála í Norður-Kóreu á blaðamannafundinum vöktu athygli. Trump hefur lofað Kim fyrir gáfur og hæfileika. Þegar forsetinn var spurður um þessi orð sín sagði hann að Kim hefði ungur komist til valda og stýrt landinu „af festu“. Hann sagði þó ekki að það væri „viðkunnalegt“. Fréttamenn spurðu Trump einnig hvort hann hefði rætt mannréttindamál í Norður-Kóreu við Kim. Trump sagðist hafa rætt þau „frekar stuttlega“ en alvarlega. Þegar fyrri ummæli hans um að stjórnvöld í Norður-Kóreu kúguðu eigin borgara meir en nokkurt annað ríki sagðist Trump telja að ástandið væri „erfitt“ í einræðisríkinu. Hann virtist þó tala niður bágborið mannúðarástandið í Norður-Kóreu. „Það er erfitt, það er erfitt á mörgum stöðum annars,“ sagði Bandaríkjaforseti. Lýsti Trump hundruðum þúsunda fanga í norður-kóreskum fangabúðum sem stóru sigurvegurum viðræðna þeirra Kim. Þá lofaði Trump strandir Norður-Kóreu sem hann hafði séð í bakgrunni myndbanda sem sýndu heræfingar. „Ég útskýrði fyrir þeim að þeir gætu verið með bestu hótelin í heiminum,“ sagði Trump sem hvatti fréttamenn til að hugsa um það út frá sjónarhorni fasteignabransans. Spurður að því hvort að hann gæti treyst Kim útilokaði Trump ekki að hann gæti haft rangt fyrir sér. „Ég veit ekki hvort ég myndi nokkru sinni viðurkenna það en ég finn einhvers konar afsökun,“ grínaðist forsetinn.Trump says he trusts Kim Jong Un. And if he's wrong? "I may be wrong, I mean I may stand before you in six months and say, 'Hey I was wrong,'" said Trump, before adding, "I don't know that I'll ever admit that, but I'll find some kind of an excuse." https://t.co/fk4Fpko8qC pic.twitter.com/FKFfSVE7VE— CNN (@CNN) June 12, 2018
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim orðinn sætasta stelpan á ballinu Harðstjóri Norður-Kóreu eftirsóttur og hefur nú fundað með forsetum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Markmið hans að tryggja áframhaldandi stjórn og sagður hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að gefa þau frá sér. 12. júní 2018 06:00 Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Kim orðinn sætasta stelpan á ballinu Harðstjóri Norður-Kóreu eftirsóttur og hefur nú fundað með forsetum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Markmið hans að tryggja áframhaldandi stjórn og sagður hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að gefa þau frá sér. 12. júní 2018 06:00
Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45