Heimsókn Cantona til Íslands: Í landi álfa geta ævintýrin orðið að veruleika Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 13. júní 2018 10:00 Eric Cantona skoðaði íslenska náttúru til að skilja meðal annars land og þjóð. „Í landi þar sem 60 prósent íbúa trúa á álfa geta ævintýri orðið að veruleika,“ segir Eric Cantona, fótboltagoðsögn í lifanda lífi, í heimildamynd sinni The Kings Road sem fjallar um þrjú lið sem keppa á HM 2018; Senegal, Perú og Ísland. Cantona kom hingað til lands í apríl til að taka upp efni fyrir myndina ásamt bróður sínum Jean-Marie Cantona en saman reka þeir framleiðslufyrirtækið Cantobros. Þeir njóta aðstoðar handritshöfundarins og fyrrverandi leikarans Jean-Christophe Labrunye sem skrifar meira og minna allt fyrir Cantona, meðal annars í innslögunum vinsælu um The Commissioner of football. Cantona spjallaði við Arnór Guðjohnsen, Heimi Hallgrímsson, meðlimi Tólfunnar, Jón Gnarr og Guðna Th. Jóhannesson í heimsókn sinni til landsins auk þess sem hann skoðaði óspillta íslenska náttúru og naut sín vel enda veðrið með besta móti á meðan heimsókn hans stóð. Myndin var frumsýnd á öllum stöðvum Eurosport 7. júní og verður í sýningu á rásum íþróttarisans fram að HM sem hefst 14. júní.Eric Cantona og Arnór Guðjohnsen mættust á Laugardalsvellinum fyrir 28 árum.Æfðu einu sinni í viku Eric Cantona spilaði einu sinni á móti Íslandi á Laugardalsvelli en hann skoraði þá mark í 2-1 sigurleik Frakka í undankeppni EM 1992. Í íslenska liðinu var efsti maður á fótboltaættartré Guðjohnsen-fjölskyldunnar, Arnór Guðjohnsen. Hann man eftir leiknum. „Það var fyrir 28 árum. Það virðist vera svo langt síðan en ég man aðeins eftir leiknum. Þú skoraðir, ekki satt?“ segir Arnór. og Cantona svarar: „Ég skoraði jú, Ég held að það hafi verið á þetta mark,“ segir Cantona og bendir á markið nær Laugardalslauginni. Litlu munar á Arnóri og Cantona í aldri og vildi Frakkinn því vita hvernig aðstæður voru til fótboltaiðkunnar á Íslandi í gamla daga þegar að Arnór var ungur. Þá voru engar fótboltahallir og fínerí. „Þegar tímabilið var í gangi æfðum við þrisvar sinnum í viku en tímabilið hófst ekki fyrr en í maí og lauk í ágúst. Frá september og þar til í mars æfðum við einu sinni í viku innandyra á handboltavelli. Ég spilaði ekki á grasvelli fyrr en ég var orðinn fimmtán ára. Við spiluðum alltaf á möl,“ segir Arnór sem er yfir sig hrifinn af samstöðunni í íslenska liðinu. „Leikmennirnir eru allir vinir. Það skiptir engu þó einn væri að spila í Manchester og annar í Liverpool. Í landsliðinu erum við bestu vinir. Öll þjóðin styður við bakið á liðinu. Það eru allir saman í þessu.“Eric Cantona hitti Heimi Hallgrímsson og spurði meðal annars út í álfa.Meira borgað sem tannlæknir Cantona var kannski ekki að finna upp hjólið þegar að hann spjallaði við Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara. Honum finnst merkilegt að tannlæknir hafi náð þessum árangri sem þjálfari. „Hann framkvæmir bestu rótarfyllinguna í Reykjavík og kemur landsliðinu á HM. Bara ekki á sama tíma,“ segir Cantona glettinn. Í myndinni segist hann hitta Heimi í einni fótboltahöllinni en viðtalið er tekið á ganginum á Laugardalsvellinum. „Maður fær meira greitt fyrir að vera tannlæknir á Íslandi en að vera þjálfari. Ég hef alltaf þjálfað samhliða því að vera tannlæknir og það skilaði mér hingað. Nú er ég þjálfari íslenska landsliðsins sem er á leiðinni á HM,“ segir Heimir og reynir að útskýra hverju hallirnar skila. „Allir fá tækifæri til að verða betri. Það besta við hallirnar er að þær eru opnar nánast allan sólarhringinn þannig að krakkarnir geta farið þangað og spilað þrátt fyrir að veðrið sé slæmt.“ Heimir hefur lengi talað um að fjöldi leikmanna í atvinnumennsku skipti máli og að leikmenn íslenska liðsins spili með eins góðum liðum og mögulegt er. „Við erum með ríflega 100 leikmenn að spila sem atvinnumenn. Þar erum við að bæta okkur. Landsliðsstrákarnir eru alltaf að fara í stærri og stærri lið sem er gott. Það hefur verið gaman og algjör forréttindi að sjá íslenskan fótbolta dafna og vaxa eins og hann hefur gert,“ segir hann. Cantona talar mikið um álfa í myndinni og spyr Heimi hvort stefnan sé að taka nokkra slíka með á HM. „Við tökum öllum fagnandi sem vilja koma með okkur. Ef það eru álfar þá er það bara besta mál. Við klæðum þá bara í íslensku landsliðstreyjuna,“ segir Heimir Hallgrímsson.Frakkinn hitti Tólfuna á heimavelli þeirra á Ölveri.Frábært lið Cantona er heillaður af Tólfunni og íslensku stuðningsmönnunum sem stálu senunni á EM 2016 í Frakklandi. Hann trúir varla að Heimir mæti löngu fyrir landsleiki og tilkynni byrjunarliðið á krá í borginni áður en aðrir vita hverjir spila leikinn. „Sjáið þið Joachim Löw fyrir ykkur mæta á bar fyrir leik í München og réttlæta val sitt á byrjunarliðinu fyrir þýska stuðningsmenn?“ segir Cantona og hlær. Hann hitti þrjá meðlimi Tólfunnar á Ölver í herberginu þar sem að Heimir mætir fyrir leiki. Þetta eru þeir Hilmar Jökull Stefánsson, Jóhann D. Bianco og Benjamín Hallbjörnsson, betur þekktur sem Benni Bongó. „Hann kemur inn í þetta herbergi og stendur á pallinum þarna. Fjölmiðlamönnum er meinuð aðganga og enginn má taka neitt upp. Hann útskýrir mjög ítarlega af hverju hann gerir þessar og hinar breytingar á liðinu og hvað hann vill fá frá leikmönnum í leiknum. Þess vegna erum við jafn spenntir og leikmennirnir,“ segir Jóhann, eða Joey D. „Landsliðið okkar spilar eins og lið. Þetta er ekki eins og önnur landslið þar sem mæta saman einhverjar ofurstjörnur og spila fyrir launaseðilinn. Okkar strákar spila fyrir stoltið og þeir vita styrkleika og veikleika hvors annars. Þetta skilar því að þeir eru frábært lið,“ bætir Benjamín við áður en að þeir kveðja Cantona með faðmlagi.Cantona er mikill áhugamaður um listir og hitti því einn vinsælasta grínara þjóðarinnar.Frestuðu dauðanum Eric Cantona er gríðarlegur áhugamaður um listir og á mikið og stórt málverkasafn. Hann gat því ekki yfirgefið eyjuna án þess að fá hlið listamannsins og vildi ólmur spjalla við Jón Gnarr. Eins og fleirum fannst franska landsliðsmanninum fyrrverandi stórmerkilegt að Reykjavíkurbúar kusu grínista sem borgarstjóra en Jón var eins heillaður af frammistöðu strákanna okkar og allir aðrir. „Það var erfitt að hrífast ekki með liðinu okkar. Það var algjörlega ótrúlegt þegar að við unnum England. Ég held að hver einasti landsmaður hafi verið að horfa. Fólk sem var að deyja frestaði dauðanum í smástund til þess að geta séð leikinn,“ segir Jón og báðir skellihlæja. Jón segir svo frá því að það var hann sem á hugmyndina að Magnúsi Magnúsi Magnússyni sem getur bara ekki haldið takti í víkingaklappinu. Það fannst Cantona fyndið. „Ég bjó til karakter fyrir áramótaskaupið sem bara náði ekki víkingaklappinu. Hann klappaði alltaf á röngum tíma. Hann heitir meira að segja Magnús Magnús Magnússon,“ segir Jón og báðir grenja úr hlátri.Sterkasti maður heims tók á móti Cantona.Fjallið trúir á strákana Íslendingar hafa í gegnum tíðina verið þekktari fyrir árangur sinn í aflraunum frekar en fótbolta. Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið eins og hann er kallaður, varð í ár sterkasti maður heims. Þetta er í níunda sinn sem Íslendingur hampar titlinum og er Ísland í öðru sæti í sögunni yfir flesta titla. Cantona heimsótti Fjallið í líkamsræktarstöðina hans þar sem að stóri maðurinn var nýbúinn að rífa í lóðin. „Sæll, ég heiti Hafþór Júlíus. Þú verður að fyrirgefa mér, ég var að klára æfingu þannig að ég er frekar skítugur á höndunum,“ segir Hafþór og heilsar Cantona. „Ég hef aldrei séð svona lóð áður. Bjóstu þetta til?“ segir Frakkinn um tækin inn í lyftingarsalnum og Fjallið svarar um hæl: „Ég læt búa þetta til bara fyrir mig.“ Cantona er vel meðvitaður um stærð Íslands þegar að kemur að sterkustu mönnum heims, en af hverju eru Íslendingar svona sigursælir í þessu sporti? Og, af hverju eru þeir yfir höfuð svona sterkir? „Það er erfitt að segja til um það en það tengist því hversu einangruð við erum að ég tel. Við búum á þessari litlu eyju en við viljum samt sanna fyrir heiminum hversu frábær við erum. Við berjumst því meira en aðrir og reynum að vera betri en aðrir,“ segir Hafþór sem segist hafa áhuga á fótbolta en er þó enginn viskubrunnur þegar kemur að sportinu. „Ég hef gaman að fótbolta en ekki spyrja mig of margra spurninga um hann. Íslenska liðið er frábært sem hefur bætt sig mikið. Ég held að það muni standa sig frábærlega. Það er mikill baráttuandi í liðinu og ég hef trú á því,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson.Guðni Th. Jóhannesson reyndi að útskýra álfatrúna fyrir Cantona.Álfar eða menn? Cantona lauk ferð sinni til Íslands með því að heimsækja Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, sem er ekki bara sagnfræðingur heldur mikill íþróttaáhugamaður. Hann var í kosningabaráttu á miðju Evrópumótinu í Frakklandi og var orðinn forseti þremur dögum fyrir leikinn fræga á móti Englandi í 16 liða úrslitum mótsins þar sem strákarnir okkar unnu frækinn sigur. „Ég var í stúkunni í Nice þegar að Ísland vann England. Fyrir utan fæðingu barnanna minna var þetta ánægjulegasta stund lífs míns,“ segir Guðni við Cantona og reynir svo að útskýra fyrir franska landsliðsmanninum fyrrverandi hver er galdurinn á bakvið árangur Íslendinga í íþróttum á heimsvísu miðað við stærð landsins. „Árangur okkar í íþróttum er ekki til marks um það að við lifum í einhverju fullkomnu samfélagi. En það er eitthvað við það að búa á eyju í miðju Atlantshafi. Það er eitthvað í DNA-inu sem segir þér að það verður erfitt að komast hér af. Það skilar líklega þessari ákveðni okkar þegar kemur að íþróttum að gefast ekki upp,“ segir Guðni en Cantona sóttist á endanum eftir því að vita hvers vegna Íslendingar trúa svona mikið á álfa og tröll. „Ímyndaðu þér þessa eyju í gegnum aldirnar. Veturnir eru kaldir og dimmir og fólk bjó í litlum torfkofum. Þú heyrir hljóð og býrð til sögur og annan heim. Ég er ekki að segja að álfar séu til en ég vil passa mig þannig að ég segi ekki heldur að álfar séu ekki til,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Eric Cantona skildi sáttur við íslenska þjóð áður en að hann hélt til Senegal og svo til Perú til að fjalla um ævintýrin þar. Lokaorðin hans um Ísland í myndinni eftir að hafa leitað hér svara um afrek lands og þjóðar eru þessi: „Fótboltahallir og frábærir þjálfarar. Það eru praktískar ástæður fyrir uppsveiflu íslenska fótboltans. En, til að skilja þetta kraftaverk þarf að leita að ástæðunum; mikil vinna, dugnaður, seigla og hæfileiki til að hugsa út fyrir kassann. Kannski eru samt örlitlir töfrar á bakvið þetta þrátt fyrir að Íslendingar þykjast ekki trúa á þá,“ segir Eric Cantona. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Birkir Már reiknar ekki með því að horfa á myndina um sjálfan sig Ég get ekki horft á sjálfan mig í viðtölum þannig að ég á aldrei eftir að sjá þessa mynd nema að planta mér með hinum strákunum, segir Birkir Már. 12. júní 2018 11:00 Hannes: Ósanngjarnt að bera þetta saman við paradís á jörð Landsliðsmarkvörðurinn nýtur lífsins fyrstu dagana í Rússlandi en erfitt er að bera aðstæður hér saman við Annecy. 11. júní 2018 18:30 Kveðja frá Rússlandi: Stórmót eftir stórmót og skiptir ekki máli hver komst fyrstur Stelpurnar urðu fyrstar, svo urðu strákarnir fyrstir, en hverjum er ekki slétt sama? 12. júní 2018 12:00 Albert lék lukkudýr og gaf leikmönnum KR jólakort Albert Guðmundsson gaf tveimur landsliðsmönnum árlega jólakort en er nú á HM á meðan þeir sitja heima. 12. júní 2018 08:00 Raggi Sig tók með sér bækur til Rússlands Ragnar Sigurðsson spilar núna með þriðja liðinu í Rússlandi. Hann lék fyrst með Krasnodar og var í fyrra í láni hjá Rubin Kazan en í janúar í ár fór hann til Rostov. Með því liði spila einnig Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson. 11. júní 2018 19:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
„Í landi þar sem 60 prósent íbúa trúa á álfa geta ævintýri orðið að veruleika,“ segir Eric Cantona, fótboltagoðsögn í lifanda lífi, í heimildamynd sinni The Kings Road sem fjallar um þrjú lið sem keppa á HM 2018; Senegal, Perú og Ísland. Cantona kom hingað til lands í apríl til að taka upp efni fyrir myndina ásamt bróður sínum Jean-Marie Cantona en saman reka þeir framleiðslufyrirtækið Cantobros. Þeir njóta aðstoðar handritshöfundarins og fyrrverandi leikarans Jean-Christophe Labrunye sem skrifar meira og minna allt fyrir Cantona, meðal annars í innslögunum vinsælu um The Commissioner of football. Cantona spjallaði við Arnór Guðjohnsen, Heimi Hallgrímsson, meðlimi Tólfunnar, Jón Gnarr og Guðna Th. Jóhannesson í heimsókn sinni til landsins auk þess sem hann skoðaði óspillta íslenska náttúru og naut sín vel enda veðrið með besta móti á meðan heimsókn hans stóð. Myndin var frumsýnd á öllum stöðvum Eurosport 7. júní og verður í sýningu á rásum íþróttarisans fram að HM sem hefst 14. júní.Eric Cantona og Arnór Guðjohnsen mættust á Laugardalsvellinum fyrir 28 árum.Æfðu einu sinni í viku Eric Cantona spilaði einu sinni á móti Íslandi á Laugardalsvelli en hann skoraði þá mark í 2-1 sigurleik Frakka í undankeppni EM 1992. Í íslenska liðinu var efsti maður á fótboltaættartré Guðjohnsen-fjölskyldunnar, Arnór Guðjohnsen. Hann man eftir leiknum. „Það var fyrir 28 árum. Það virðist vera svo langt síðan en ég man aðeins eftir leiknum. Þú skoraðir, ekki satt?“ segir Arnór. og Cantona svarar: „Ég skoraði jú, Ég held að það hafi verið á þetta mark,“ segir Cantona og bendir á markið nær Laugardalslauginni. Litlu munar á Arnóri og Cantona í aldri og vildi Frakkinn því vita hvernig aðstæður voru til fótboltaiðkunnar á Íslandi í gamla daga þegar að Arnór var ungur. Þá voru engar fótboltahallir og fínerí. „Þegar tímabilið var í gangi æfðum við þrisvar sinnum í viku en tímabilið hófst ekki fyrr en í maí og lauk í ágúst. Frá september og þar til í mars æfðum við einu sinni í viku innandyra á handboltavelli. Ég spilaði ekki á grasvelli fyrr en ég var orðinn fimmtán ára. Við spiluðum alltaf á möl,“ segir Arnór sem er yfir sig hrifinn af samstöðunni í íslenska liðinu. „Leikmennirnir eru allir vinir. Það skiptir engu þó einn væri að spila í Manchester og annar í Liverpool. Í landsliðinu erum við bestu vinir. Öll þjóðin styður við bakið á liðinu. Það eru allir saman í þessu.“Eric Cantona hitti Heimi Hallgrímsson og spurði meðal annars út í álfa.Meira borgað sem tannlæknir Cantona var kannski ekki að finna upp hjólið þegar að hann spjallaði við Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara. Honum finnst merkilegt að tannlæknir hafi náð þessum árangri sem þjálfari. „Hann framkvæmir bestu rótarfyllinguna í Reykjavík og kemur landsliðinu á HM. Bara ekki á sama tíma,“ segir Cantona glettinn. Í myndinni segist hann hitta Heimi í einni fótboltahöllinni en viðtalið er tekið á ganginum á Laugardalsvellinum. „Maður fær meira greitt fyrir að vera tannlæknir á Íslandi en að vera þjálfari. Ég hef alltaf þjálfað samhliða því að vera tannlæknir og það skilaði mér hingað. Nú er ég þjálfari íslenska landsliðsins sem er á leiðinni á HM,“ segir Heimir og reynir að útskýra hverju hallirnar skila. „Allir fá tækifæri til að verða betri. Það besta við hallirnar er að þær eru opnar nánast allan sólarhringinn þannig að krakkarnir geta farið þangað og spilað þrátt fyrir að veðrið sé slæmt.“ Heimir hefur lengi talað um að fjöldi leikmanna í atvinnumennsku skipti máli og að leikmenn íslenska liðsins spili með eins góðum liðum og mögulegt er. „Við erum með ríflega 100 leikmenn að spila sem atvinnumenn. Þar erum við að bæta okkur. Landsliðsstrákarnir eru alltaf að fara í stærri og stærri lið sem er gott. Það hefur verið gaman og algjör forréttindi að sjá íslenskan fótbolta dafna og vaxa eins og hann hefur gert,“ segir hann. Cantona talar mikið um álfa í myndinni og spyr Heimi hvort stefnan sé að taka nokkra slíka með á HM. „Við tökum öllum fagnandi sem vilja koma með okkur. Ef það eru álfar þá er það bara besta mál. Við klæðum þá bara í íslensku landsliðstreyjuna,“ segir Heimir Hallgrímsson.Frakkinn hitti Tólfuna á heimavelli þeirra á Ölveri.Frábært lið Cantona er heillaður af Tólfunni og íslensku stuðningsmönnunum sem stálu senunni á EM 2016 í Frakklandi. Hann trúir varla að Heimir mæti löngu fyrir landsleiki og tilkynni byrjunarliðið á krá í borginni áður en aðrir vita hverjir spila leikinn. „Sjáið þið Joachim Löw fyrir ykkur mæta á bar fyrir leik í München og réttlæta val sitt á byrjunarliðinu fyrir þýska stuðningsmenn?“ segir Cantona og hlær. Hann hitti þrjá meðlimi Tólfunnar á Ölver í herberginu þar sem að Heimir mætir fyrir leiki. Þetta eru þeir Hilmar Jökull Stefánsson, Jóhann D. Bianco og Benjamín Hallbjörnsson, betur þekktur sem Benni Bongó. „Hann kemur inn í þetta herbergi og stendur á pallinum þarna. Fjölmiðlamönnum er meinuð aðganga og enginn má taka neitt upp. Hann útskýrir mjög ítarlega af hverju hann gerir þessar og hinar breytingar á liðinu og hvað hann vill fá frá leikmönnum í leiknum. Þess vegna erum við jafn spenntir og leikmennirnir,“ segir Jóhann, eða Joey D. „Landsliðið okkar spilar eins og lið. Þetta er ekki eins og önnur landslið þar sem mæta saman einhverjar ofurstjörnur og spila fyrir launaseðilinn. Okkar strákar spila fyrir stoltið og þeir vita styrkleika og veikleika hvors annars. Þetta skilar því að þeir eru frábært lið,“ bætir Benjamín við áður en að þeir kveðja Cantona með faðmlagi.Cantona er mikill áhugamaður um listir og hitti því einn vinsælasta grínara þjóðarinnar.Frestuðu dauðanum Eric Cantona er gríðarlegur áhugamaður um listir og á mikið og stórt málverkasafn. Hann gat því ekki yfirgefið eyjuna án þess að fá hlið listamannsins og vildi ólmur spjalla við Jón Gnarr. Eins og fleirum fannst franska landsliðsmanninum fyrrverandi stórmerkilegt að Reykjavíkurbúar kusu grínista sem borgarstjóra en Jón var eins heillaður af frammistöðu strákanna okkar og allir aðrir. „Það var erfitt að hrífast ekki með liðinu okkar. Það var algjörlega ótrúlegt þegar að við unnum England. Ég held að hver einasti landsmaður hafi verið að horfa. Fólk sem var að deyja frestaði dauðanum í smástund til þess að geta séð leikinn,“ segir Jón og báðir skellihlæja. Jón segir svo frá því að það var hann sem á hugmyndina að Magnúsi Magnúsi Magnússyni sem getur bara ekki haldið takti í víkingaklappinu. Það fannst Cantona fyndið. „Ég bjó til karakter fyrir áramótaskaupið sem bara náði ekki víkingaklappinu. Hann klappaði alltaf á röngum tíma. Hann heitir meira að segja Magnús Magnús Magnússon,“ segir Jón og báðir grenja úr hlátri.Sterkasti maður heims tók á móti Cantona.Fjallið trúir á strákana Íslendingar hafa í gegnum tíðina verið þekktari fyrir árangur sinn í aflraunum frekar en fótbolta. Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið eins og hann er kallaður, varð í ár sterkasti maður heims. Þetta er í níunda sinn sem Íslendingur hampar titlinum og er Ísland í öðru sæti í sögunni yfir flesta titla. Cantona heimsótti Fjallið í líkamsræktarstöðina hans þar sem að stóri maðurinn var nýbúinn að rífa í lóðin. „Sæll, ég heiti Hafþór Júlíus. Þú verður að fyrirgefa mér, ég var að klára æfingu þannig að ég er frekar skítugur á höndunum,“ segir Hafþór og heilsar Cantona. „Ég hef aldrei séð svona lóð áður. Bjóstu þetta til?“ segir Frakkinn um tækin inn í lyftingarsalnum og Fjallið svarar um hæl: „Ég læt búa þetta til bara fyrir mig.“ Cantona er vel meðvitaður um stærð Íslands þegar að kemur að sterkustu mönnum heims, en af hverju eru Íslendingar svona sigursælir í þessu sporti? Og, af hverju eru þeir yfir höfuð svona sterkir? „Það er erfitt að segja til um það en það tengist því hversu einangruð við erum að ég tel. Við búum á þessari litlu eyju en við viljum samt sanna fyrir heiminum hversu frábær við erum. Við berjumst því meira en aðrir og reynum að vera betri en aðrir,“ segir Hafþór sem segist hafa áhuga á fótbolta en er þó enginn viskubrunnur þegar kemur að sportinu. „Ég hef gaman að fótbolta en ekki spyrja mig of margra spurninga um hann. Íslenska liðið er frábært sem hefur bætt sig mikið. Ég held að það muni standa sig frábærlega. Það er mikill baráttuandi í liðinu og ég hef trú á því,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson.Guðni Th. Jóhannesson reyndi að útskýra álfatrúna fyrir Cantona.Álfar eða menn? Cantona lauk ferð sinni til Íslands með því að heimsækja Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, sem er ekki bara sagnfræðingur heldur mikill íþróttaáhugamaður. Hann var í kosningabaráttu á miðju Evrópumótinu í Frakklandi og var orðinn forseti þremur dögum fyrir leikinn fræga á móti Englandi í 16 liða úrslitum mótsins þar sem strákarnir okkar unnu frækinn sigur. „Ég var í stúkunni í Nice þegar að Ísland vann England. Fyrir utan fæðingu barnanna minna var þetta ánægjulegasta stund lífs míns,“ segir Guðni við Cantona og reynir svo að útskýra fyrir franska landsliðsmanninum fyrrverandi hver er galdurinn á bakvið árangur Íslendinga í íþróttum á heimsvísu miðað við stærð landsins. „Árangur okkar í íþróttum er ekki til marks um það að við lifum í einhverju fullkomnu samfélagi. En það er eitthvað við það að búa á eyju í miðju Atlantshafi. Það er eitthvað í DNA-inu sem segir þér að það verður erfitt að komast hér af. Það skilar líklega þessari ákveðni okkar þegar kemur að íþróttum að gefast ekki upp,“ segir Guðni en Cantona sóttist á endanum eftir því að vita hvers vegna Íslendingar trúa svona mikið á álfa og tröll. „Ímyndaðu þér þessa eyju í gegnum aldirnar. Veturnir eru kaldir og dimmir og fólk bjó í litlum torfkofum. Þú heyrir hljóð og býrð til sögur og annan heim. Ég er ekki að segja að álfar séu til en ég vil passa mig þannig að ég segi ekki heldur að álfar séu ekki til,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Eric Cantona skildi sáttur við íslenska þjóð áður en að hann hélt til Senegal og svo til Perú til að fjalla um ævintýrin þar. Lokaorðin hans um Ísland í myndinni eftir að hafa leitað hér svara um afrek lands og þjóðar eru þessi: „Fótboltahallir og frábærir þjálfarar. Það eru praktískar ástæður fyrir uppsveiflu íslenska fótboltans. En, til að skilja þetta kraftaverk þarf að leita að ástæðunum; mikil vinna, dugnaður, seigla og hæfileiki til að hugsa út fyrir kassann. Kannski eru samt örlitlir töfrar á bakvið þetta þrátt fyrir að Íslendingar þykjast ekki trúa á þá,“ segir Eric Cantona.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Birkir Már reiknar ekki með því að horfa á myndina um sjálfan sig Ég get ekki horft á sjálfan mig í viðtölum þannig að ég á aldrei eftir að sjá þessa mynd nema að planta mér með hinum strákunum, segir Birkir Már. 12. júní 2018 11:00 Hannes: Ósanngjarnt að bera þetta saman við paradís á jörð Landsliðsmarkvörðurinn nýtur lífsins fyrstu dagana í Rússlandi en erfitt er að bera aðstæður hér saman við Annecy. 11. júní 2018 18:30 Kveðja frá Rússlandi: Stórmót eftir stórmót og skiptir ekki máli hver komst fyrstur Stelpurnar urðu fyrstar, svo urðu strákarnir fyrstir, en hverjum er ekki slétt sama? 12. júní 2018 12:00 Albert lék lukkudýr og gaf leikmönnum KR jólakort Albert Guðmundsson gaf tveimur landsliðsmönnum árlega jólakort en er nú á HM á meðan þeir sitja heima. 12. júní 2018 08:00 Raggi Sig tók með sér bækur til Rússlands Ragnar Sigurðsson spilar núna með þriðja liðinu í Rússlandi. Hann lék fyrst með Krasnodar og var í fyrra í láni hjá Rubin Kazan en í janúar í ár fór hann til Rostov. Með því liði spila einnig Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson. 11. júní 2018 19:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Birkir Már reiknar ekki með því að horfa á myndina um sjálfan sig Ég get ekki horft á sjálfan mig í viðtölum þannig að ég á aldrei eftir að sjá þessa mynd nema að planta mér með hinum strákunum, segir Birkir Már. 12. júní 2018 11:00
Hannes: Ósanngjarnt að bera þetta saman við paradís á jörð Landsliðsmarkvörðurinn nýtur lífsins fyrstu dagana í Rússlandi en erfitt er að bera aðstæður hér saman við Annecy. 11. júní 2018 18:30
Kveðja frá Rússlandi: Stórmót eftir stórmót og skiptir ekki máli hver komst fyrstur Stelpurnar urðu fyrstar, svo urðu strákarnir fyrstir, en hverjum er ekki slétt sama? 12. júní 2018 12:00
Albert lék lukkudýr og gaf leikmönnum KR jólakort Albert Guðmundsson gaf tveimur landsliðsmönnum árlega jólakort en er nú á HM á meðan þeir sitja heima. 12. júní 2018 08:00
Raggi Sig tók með sér bækur til Rússlands Ragnar Sigurðsson spilar núna með þriðja liðinu í Rússlandi. Hann lék fyrst með Krasnodar og var í fyrra í láni hjá Rubin Kazan en í janúar í ár fór hann til Rostov. Með því liði spila einnig Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson. 11. júní 2018 19:15
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti