Einn fluttur á sjúkrahús eftir níu bíla árekstur á Reykjanesbraut Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. júní 2018 08:28 Miklar umferðartafir eru nú í Hafnarfirði. Vísir/Aðsent Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut fyrir ofan Lækjargötu um klukkan 15 mínútur fyrir átta í morgun. Miklar umferðartafir hafa verið á svæðinu vegna atviksins. Skúli Jónsson stöðvarstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði segir í samtali við Vísi að lögregla og sjúkralið séu enn að störfum á vettvangi. Reykjanesbrautin er lokuð til norðurs og er líka lokað við Kaldársel. Umferð er vísað inn á Strandgötu.Ökumaðurinn skemmdi marga bíla en þegar hann komst ekki lengra ákvað hann að reyna að flýja fótgangandi.Vísir/AðsentSamkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var þetta stórt umferðarslys en ekki urðu mikil meiðsl á fólki. Samkvæmt heimildum fréttastofu skemmdust níu bílar. Einn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Ekki liggur fyrir hvenær opnað verður aftur fyrir umferð.Uppfært 08:55 Vitni að atvikinu segir í samtali við Vísi að það hafi ökumaður á fólksbíl á flótta undan lögreglunni sem ók inn í bílaþvöguna fyrir framan hringtorgið við Lækjargötu. Hafði hann þá áður flakkað milli akreina í framúrakstri á miklum hraða með lögregluna á eftir sér á Reykjanesbrautinni. Bifreiðar voru stopp á tveimur akreinum við hringtorgið og brá ökumaðurinn þá á það ráð að fara á milli bílaraðanna og keyrði þar utan í átta bifreiðar, sumar þeirra enduðu utan vegar. Þá fór maðurinn út úr bílnum og reyndi að flýja vettvang með því að hlaupa í burtu en samkvæmt sjónarvottum náðu lögreglumennirnir að hlaupa hann uppi og var hann handtekinn á staðnum. Ökumönnum var mjög brugðið og sagði sjónarvottur að litlu hafi mátt muna að illa færi. Lögregla er enn að störfum á vettvangiVísir/BaldurUppfært 09:46 Reykjanesbraut í Hafnarfirði er enn lokuð til norðurs frá Ásbraut að Lækjargötu, samkvæmt nýrri tilkynningu frá lögreglu. Vinnu lögreglu á vettvangi er ekki lokið, en vonast er til að hægt verði að opna fyrir umferð á nýjan leik eftir um það bil hálftíma. Sævar Guðmundsson varðstjóri hjá lögreglunni segir í samtali við Vísi að einstaklingurinn sem fluttur var á sjúkrahús hafi ekki verið í bílnum sem lögreglan veitti eftirför, heldur í einum af bílunum sem ekið var á. Uppfært 10:30 Búið er að opna Reykjanesbraut fyrir umferð á ný. Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut fyrir ofan Lækjargötu um klukkan 15 mínútur fyrir átta í morgun. Miklar umferðartafir hafa verið á svæðinu vegna atviksins. Skúli Jónsson stöðvarstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði segir í samtali við Vísi að lögregla og sjúkralið séu enn að störfum á vettvangi. Reykjanesbrautin er lokuð til norðurs og er líka lokað við Kaldársel. Umferð er vísað inn á Strandgötu.Ökumaðurinn skemmdi marga bíla en þegar hann komst ekki lengra ákvað hann að reyna að flýja fótgangandi.Vísir/AðsentSamkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var þetta stórt umferðarslys en ekki urðu mikil meiðsl á fólki. Samkvæmt heimildum fréttastofu skemmdust níu bílar. Einn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Ekki liggur fyrir hvenær opnað verður aftur fyrir umferð.Uppfært 08:55 Vitni að atvikinu segir í samtali við Vísi að það hafi ökumaður á fólksbíl á flótta undan lögreglunni sem ók inn í bílaþvöguna fyrir framan hringtorgið við Lækjargötu. Hafði hann þá áður flakkað milli akreina í framúrakstri á miklum hraða með lögregluna á eftir sér á Reykjanesbrautinni. Bifreiðar voru stopp á tveimur akreinum við hringtorgið og brá ökumaðurinn þá á það ráð að fara á milli bílaraðanna og keyrði þar utan í átta bifreiðar, sumar þeirra enduðu utan vegar. Þá fór maðurinn út úr bílnum og reyndi að flýja vettvang með því að hlaupa í burtu en samkvæmt sjónarvottum náðu lögreglumennirnir að hlaupa hann uppi og var hann handtekinn á staðnum. Ökumönnum var mjög brugðið og sagði sjónarvottur að litlu hafi mátt muna að illa færi. Lögregla er enn að störfum á vettvangiVísir/BaldurUppfært 09:46 Reykjanesbraut í Hafnarfirði er enn lokuð til norðurs frá Ásbraut að Lækjargötu, samkvæmt nýrri tilkynningu frá lögreglu. Vinnu lögreglu á vettvangi er ekki lokið, en vonast er til að hægt verði að opna fyrir umferð á nýjan leik eftir um það bil hálftíma. Sævar Guðmundsson varðstjóri hjá lögreglunni segir í samtali við Vísi að einstaklingurinn sem fluttur var á sjúkrahús hafi ekki verið í bílnum sem lögreglan veitti eftirför, heldur í einum af bílunum sem ekið var á. Uppfært 10:30 Búið er að opna Reykjanesbraut fyrir umferð á ný.
Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira