Segir ekki útilokað að ákvarðanir um launabreytingar hjá Hörpu verði dregnar til baka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. maí 2018 13:49 Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í dag. Stjórnarmaður í Hörpu segir til greina koma að ákvörðun um launabreytingar þjónustufulltrúa verði dregin til baka. Harpa hafi beðið orðsporshnekki vegna málsins og eftir á að hyggja megi segja að stjórn Hörpu hafi gert mistök. Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í dag. Nokkuð fjarðrafok hefur verið í kringum launamál forstjóra og starfsmanna Hörpu að undanförnu - eftir að í ljós kom að laun Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra, hækkuðu í rúma eina og hálfa milljón króna á mánuði á sama tíma og þjónustufulltrúum Hörpu var gert að taka á sig launalækkun. Nánast allirþjónustufulltrúarnir sögðu upp störfum vegna málsins. Vilhjálmur segir Hörpu hafa beðið orðsporshnekki vegna málsins sem hann kveðst vona að verði hægt að byggja hratt upp á nýjan leik. „Við erum nú að reyna að komast í lausnagírinn í þessu máli eins og öllum öðrum og það er að sjálfsögðu þannig þegar að svona kemur upp. Við svona kannski vissum ekki alveg hvaðan á okkur stóð veðrið eins og maður segir. Okkur fannst að það væri hjólað dálítið grimmilega í þetta,“ sagði Vilhjálmur. Nú reyni stjórnin að leita leiða til að farsæl lausn náist í málinu. Honum þykir miður að litið sé á launabreytingar forstjórans sem launahækkun þegar í raun hafi launalækkun forstjóra verið dregin til baka. „Það er ekki eins og ég skilji ekki þessi sjónarmið hjá þjónustufulltrúunum, auðvitað er mjög fúlt að þurfa að taka á sig launalækkun og svo þegar að þetta lítur svona út. Svo á hinn bóginn þá spyr maður sig hvað er viðeigandi í fyrirtæki, opinberu fyrirtæki eins og Hörpu sem að er í rauninni á jötunni hjáskattgreiðendum og mun alltaf verða það, að vera að yfirborga fólk á taxta.“ Vilhjálmur segir að nú verði allar mögulegar lausnir skoðaðar, meðal annars hvort ákvarðanir verði dregnar til baka. Ekkert liggi fyrir um þá hvaða lausn verði ofan á. „Það er bara mörg sjónarmið sem koma upp og ef við tökum það til baka þá þarf bara að ræða það í því samhengi,“ sagði Vilhjálmur. „Ég er ekkert að segja að það verði gert en það hlýtur að vera eitt af því sem kemur til greina.“ Tengdar fréttir Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00 Formaður VR og forstjóri Hörpu funda: „Jákvætt þegar fólk sest niður og talar saman“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið boði Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra um fund í næstu viku. 11. maí 2018 19:48 Jakob og Vilhjálmur telja ómaklega að Svanhildi vegið Stjórnarmaður og fulltrúi í listráði Hörpu rísa upp til varnar forstjóranum. 11. maí 2018 10:46 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Stjórnarmaður í Hörpu segir til greina koma að ákvörðun um launabreytingar þjónustufulltrúa verði dregin til baka. Harpa hafi beðið orðsporshnekki vegna málsins og eftir á að hyggja megi segja að stjórn Hörpu hafi gert mistök. Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í dag. Nokkuð fjarðrafok hefur verið í kringum launamál forstjóra og starfsmanna Hörpu að undanförnu - eftir að í ljós kom að laun Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra, hækkuðu í rúma eina og hálfa milljón króna á mánuði á sama tíma og þjónustufulltrúum Hörpu var gert að taka á sig launalækkun. Nánast allirþjónustufulltrúarnir sögðu upp störfum vegna málsins. Vilhjálmur segir Hörpu hafa beðið orðsporshnekki vegna málsins sem hann kveðst vona að verði hægt að byggja hratt upp á nýjan leik. „Við erum nú að reyna að komast í lausnagírinn í þessu máli eins og öllum öðrum og það er að sjálfsögðu þannig þegar að svona kemur upp. Við svona kannski vissum ekki alveg hvaðan á okkur stóð veðrið eins og maður segir. Okkur fannst að það væri hjólað dálítið grimmilega í þetta,“ sagði Vilhjálmur. Nú reyni stjórnin að leita leiða til að farsæl lausn náist í málinu. Honum þykir miður að litið sé á launabreytingar forstjórans sem launahækkun þegar í raun hafi launalækkun forstjóra verið dregin til baka. „Það er ekki eins og ég skilji ekki þessi sjónarmið hjá þjónustufulltrúunum, auðvitað er mjög fúlt að þurfa að taka á sig launalækkun og svo þegar að þetta lítur svona út. Svo á hinn bóginn þá spyr maður sig hvað er viðeigandi í fyrirtæki, opinberu fyrirtæki eins og Hörpu sem að er í rauninni á jötunni hjáskattgreiðendum og mun alltaf verða það, að vera að yfirborga fólk á taxta.“ Vilhjálmur segir að nú verði allar mögulegar lausnir skoðaðar, meðal annars hvort ákvarðanir verði dregnar til baka. Ekkert liggi fyrir um þá hvaða lausn verði ofan á. „Það er bara mörg sjónarmið sem koma upp og ef við tökum það til baka þá þarf bara að ræða það í því samhengi,“ sagði Vilhjálmur. „Ég er ekkert að segja að það verði gert en það hlýtur að vera eitt af því sem kemur til greina.“
Tengdar fréttir Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00 Formaður VR og forstjóri Hörpu funda: „Jákvætt þegar fólk sest niður og talar saman“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið boði Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra um fund í næstu viku. 11. maí 2018 19:48 Jakob og Vilhjálmur telja ómaklega að Svanhildi vegið Stjórnarmaður og fulltrúi í listráði Hörpu rísa upp til varnar forstjóranum. 11. maí 2018 10:46 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00
Formaður VR og forstjóri Hörpu funda: „Jákvætt þegar fólk sest niður og talar saman“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið boði Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra um fund í næstu viku. 11. maí 2018 19:48
Jakob og Vilhjálmur telja ómaklega að Svanhildi vegið Stjórnarmaður og fulltrúi í listráði Hörpu rísa upp til varnar forstjóranum. 11. maí 2018 10:46