Segir ekki útilokað að ákvarðanir um launabreytingar hjá Hörpu verði dregnar til baka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. maí 2018 13:49 Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í dag. Stjórnarmaður í Hörpu segir til greina koma að ákvörðun um launabreytingar þjónustufulltrúa verði dregin til baka. Harpa hafi beðið orðsporshnekki vegna málsins og eftir á að hyggja megi segja að stjórn Hörpu hafi gert mistök. Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í dag. Nokkuð fjarðrafok hefur verið í kringum launamál forstjóra og starfsmanna Hörpu að undanförnu - eftir að í ljós kom að laun Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra, hækkuðu í rúma eina og hálfa milljón króna á mánuði á sama tíma og þjónustufulltrúum Hörpu var gert að taka á sig launalækkun. Nánast allirþjónustufulltrúarnir sögðu upp störfum vegna málsins. Vilhjálmur segir Hörpu hafa beðið orðsporshnekki vegna málsins sem hann kveðst vona að verði hægt að byggja hratt upp á nýjan leik. „Við erum nú að reyna að komast í lausnagírinn í þessu máli eins og öllum öðrum og það er að sjálfsögðu þannig þegar að svona kemur upp. Við svona kannski vissum ekki alveg hvaðan á okkur stóð veðrið eins og maður segir. Okkur fannst að það væri hjólað dálítið grimmilega í þetta,“ sagði Vilhjálmur. Nú reyni stjórnin að leita leiða til að farsæl lausn náist í málinu. Honum þykir miður að litið sé á launabreytingar forstjórans sem launahækkun þegar í raun hafi launalækkun forstjóra verið dregin til baka. „Það er ekki eins og ég skilji ekki þessi sjónarmið hjá þjónustufulltrúunum, auðvitað er mjög fúlt að þurfa að taka á sig launalækkun og svo þegar að þetta lítur svona út. Svo á hinn bóginn þá spyr maður sig hvað er viðeigandi í fyrirtæki, opinberu fyrirtæki eins og Hörpu sem að er í rauninni á jötunni hjáskattgreiðendum og mun alltaf verða það, að vera að yfirborga fólk á taxta.“ Vilhjálmur segir að nú verði allar mögulegar lausnir skoðaðar, meðal annars hvort ákvarðanir verði dregnar til baka. Ekkert liggi fyrir um þá hvaða lausn verði ofan á. „Það er bara mörg sjónarmið sem koma upp og ef við tökum það til baka þá þarf bara að ræða það í því samhengi,“ sagði Vilhjálmur. „Ég er ekkert að segja að það verði gert en það hlýtur að vera eitt af því sem kemur til greina.“ Tengdar fréttir Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00 Formaður VR og forstjóri Hörpu funda: „Jákvætt þegar fólk sest niður og talar saman“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið boði Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra um fund í næstu viku. 11. maí 2018 19:48 Jakob og Vilhjálmur telja ómaklega að Svanhildi vegið Stjórnarmaður og fulltrúi í listráði Hörpu rísa upp til varnar forstjóranum. 11. maí 2018 10:46 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Fleiri fréttir Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira
Stjórnarmaður í Hörpu segir til greina koma að ákvörðun um launabreytingar þjónustufulltrúa verði dregin til baka. Harpa hafi beðið orðsporshnekki vegna málsins og eftir á að hyggja megi segja að stjórn Hörpu hafi gert mistök. Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í dag. Nokkuð fjarðrafok hefur verið í kringum launamál forstjóra og starfsmanna Hörpu að undanförnu - eftir að í ljós kom að laun Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra, hækkuðu í rúma eina og hálfa milljón króna á mánuði á sama tíma og þjónustufulltrúum Hörpu var gert að taka á sig launalækkun. Nánast allirþjónustufulltrúarnir sögðu upp störfum vegna málsins. Vilhjálmur segir Hörpu hafa beðið orðsporshnekki vegna málsins sem hann kveðst vona að verði hægt að byggja hratt upp á nýjan leik. „Við erum nú að reyna að komast í lausnagírinn í þessu máli eins og öllum öðrum og það er að sjálfsögðu þannig þegar að svona kemur upp. Við svona kannski vissum ekki alveg hvaðan á okkur stóð veðrið eins og maður segir. Okkur fannst að það væri hjólað dálítið grimmilega í þetta,“ sagði Vilhjálmur. Nú reyni stjórnin að leita leiða til að farsæl lausn náist í málinu. Honum þykir miður að litið sé á launabreytingar forstjórans sem launahækkun þegar í raun hafi launalækkun forstjóra verið dregin til baka. „Það er ekki eins og ég skilji ekki þessi sjónarmið hjá þjónustufulltrúunum, auðvitað er mjög fúlt að þurfa að taka á sig launalækkun og svo þegar að þetta lítur svona út. Svo á hinn bóginn þá spyr maður sig hvað er viðeigandi í fyrirtæki, opinberu fyrirtæki eins og Hörpu sem að er í rauninni á jötunni hjáskattgreiðendum og mun alltaf verða það, að vera að yfirborga fólk á taxta.“ Vilhjálmur segir að nú verði allar mögulegar lausnir skoðaðar, meðal annars hvort ákvarðanir verði dregnar til baka. Ekkert liggi fyrir um þá hvaða lausn verði ofan á. „Það er bara mörg sjónarmið sem koma upp og ef við tökum það til baka þá þarf bara að ræða það í því samhengi,“ sagði Vilhjálmur. „Ég er ekkert að segja að það verði gert en það hlýtur að vera eitt af því sem kemur til greina.“
Tengdar fréttir Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00 Formaður VR og forstjóri Hörpu funda: „Jákvætt þegar fólk sest niður og talar saman“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið boði Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra um fund í næstu viku. 11. maí 2018 19:48 Jakob og Vilhjálmur telja ómaklega að Svanhildi vegið Stjórnarmaður og fulltrúi í listráði Hörpu rísa upp til varnar forstjóranum. 11. maí 2018 10:46 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Fleiri fréttir Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira
Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00
Formaður VR og forstjóri Hörpu funda: „Jákvætt þegar fólk sest niður og talar saman“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið boði Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra um fund í næstu viku. 11. maí 2018 19:48
Jakob og Vilhjálmur telja ómaklega að Svanhildi vegið Stjórnarmaður og fulltrúi í listráði Hörpu rísa upp til varnar forstjóranum. 11. maí 2018 10:46