Jane Fonda: „Fyrir mér er þetta kraftaverk“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2018 16:22 Jane Fonda er þakklát fyrir hvert einasta ár. Vísir/getty Leikkonan Jane Fonda hélt upp á áttatíu ára afmæli sitt í desember síðastliðnum. Hún er enn í fullu fjöri og er ein tveggja aðalleikkvenna í gamanþáttunum Grace and Frankie sem eru sýndir á streymisveitunni Netflix. Fonda var gestur hjá Ellen Degeneres og ræddi sína sýn á á lífið sem hefur tekið miklum breytingum í gegnum árin. Í dag sé hún mun yfirvegaðri og æðrulausari. Hún finni til aukinni samkenndar með öðrum og getur forgangsraðað betur með þeirri yfirsýn sem hún hefur hlotið með aukinni reynslu og þroska. Hún sagði Ellen frá því að á sínum yngri árum hafi hún talið sér trú um að hún yrði ekki langlíf. Hún virðist hafa búist við hinu versta því hún hélt að hún myndi deyja ung að árum og einmana og ennfremur að áfengisfíkn yrði orsakavaldurinn. „Fyrir mér er þetta kraftaverk,“ segir Fonda. Það sé blessun að fá að lifa svona lengi og að vera enn svona virk í leiklistinni.Þegar hún lítur í baksýnisspegilinn segir hún að það sé ekkert sem jafnist á við þann þroska sem hún hefur tekið út. Henni líður mun betur í eigin skinni í dag heldur en til dæmis þegar hún var á þrítugsaldri. Fonda segist finna fyrir stolti þegar hún hugsi til baka til erfiðistímabila í lífi sínu því hún hafi náð að klóra sig fram úr þeim öllum með farsælum hætti. Að sögn Fonda giftist hún þremur alkóhólistum sem hafi tekið sinn toll. Í janúar tilkynnti Netflix að fimmta þáttaröð Grace and Frankie sé væntanleg á næsta ári. Þá kemur út kvikmynd á þessu ári sem Fonda leikur í sem nefnist Book Club. Í kvikmyndinni leikur Fonda á móti Diane Keaton, Candice Bergen og Mary Steenburgen. Hér að neðan er hægt að horfa á stikluna fyrir Book Club. Heilsa Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Leikkonan Jane Fonda hélt upp á áttatíu ára afmæli sitt í desember síðastliðnum. Hún er enn í fullu fjöri og er ein tveggja aðalleikkvenna í gamanþáttunum Grace and Frankie sem eru sýndir á streymisveitunni Netflix. Fonda var gestur hjá Ellen Degeneres og ræddi sína sýn á á lífið sem hefur tekið miklum breytingum í gegnum árin. Í dag sé hún mun yfirvegaðri og æðrulausari. Hún finni til aukinni samkenndar með öðrum og getur forgangsraðað betur með þeirri yfirsýn sem hún hefur hlotið með aukinni reynslu og þroska. Hún sagði Ellen frá því að á sínum yngri árum hafi hún talið sér trú um að hún yrði ekki langlíf. Hún virðist hafa búist við hinu versta því hún hélt að hún myndi deyja ung að árum og einmana og ennfremur að áfengisfíkn yrði orsakavaldurinn. „Fyrir mér er þetta kraftaverk,“ segir Fonda. Það sé blessun að fá að lifa svona lengi og að vera enn svona virk í leiklistinni.Þegar hún lítur í baksýnisspegilinn segir hún að það sé ekkert sem jafnist á við þann þroska sem hún hefur tekið út. Henni líður mun betur í eigin skinni í dag heldur en til dæmis þegar hún var á þrítugsaldri. Fonda segist finna fyrir stolti þegar hún hugsi til baka til erfiðistímabila í lífi sínu því hún hafi náð að klóra sig fram úr þeim öllum með farsælum hætti. Að sögn Fonda giftist hún þremur alkóhólistum sem hafi tekið sinn toll. Í janúar tilkynnti Netflix að fimmta þáttaröð Grace and Frankie sé væntanleg á næsta ári. Þá kemur út kvikmynd á þessu ári sem Fonda leikur í sem nefnist Book Club. Í kvikmyndinni leikur Fonda á móti Diane Keaton, Candice Bergen og Mary Steenburgen. Hér að neðan er hægt að horfa á stikluna fyrir Book Club.
Heilsa Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira