Glóð varð að báli Kolbrún Baldursdóttir skrifar 13. maí 2018 14:44 Heppin að eiga fyrir sálfræðimeðferð segir Hildur Jana Gísladóttir í Helgarblaði Fréttablaðsins en þar er fjallað um vanda dóttur hennar í einlægu viðtali við þær mæðgur. Hildur og dóttir hennar segja frá hversu litla hjálp var að fá þrátt fyrir alla fallegu umræðuna um mikilvægi snemmtækrar íhlutunar. Í stað þess að slökkva í glóð, bíðum við eftir stóru báli áður en eitthvað er gert af fullum þunga. Þau sóttu sjálf aðstoð sálfræðings og voru heppin að eiga fyrir henni segir Hildur. En svo heppnar eru ekki allar fjölskyldur. Saga þeirra mæðgna er saga margra annarra fjölskyldna. Fátækar og efnaminni fjölskyldur sem eiga börn í alvarlegum vanda hafa þurft að horfa á eftir barni sínu sökkva æ dýpra í neyslu án þess að fá rönd við reist. Fjölmargir foreldrar hafa lýst þrautagöngu sinni í leit að aðstoð fyrir börnin sín sem komin eru í vanda. Efnaminni og fátækar fjölskyldur hafa ekki ráð á að kaupa sálfræðiþjónustu út í bæ. Biðlisti í viðtöl til skólasálfræðings er langur. Segja má að snemmtæk íhlutun sé einungis í orði en ekki á borði. Um snemmtæka íhlutun eru haldin metnaðarfull þing og fundir og skrifaðar lærðar greinar. Snemmtæk íhlutun er hins vegar sjaldnast raunveruleiki í Reykjavík. ÞETTA ER Í RAUNINNI AÐ MESTU BARA PLAT. Biðlistar drepa Staðreyndin er sú að það eru endalausir biðlistar í alla faglega aðstoð fyrir börn á vegum borgarinnar. Barn sem vegna andlegrar vanlíðan þyrfti að komast að hjá Barna- og unglingageðdeild fær ekki greiningar- og meðferðarþjónustu nema búið sé að gera svokallaða frumgreiningu. Slíkar greiningar eru einungis gerðar af sálfræðingum. Biðlistar í greiningu til skólasálfræðings eru margir mánuðir, jafnvel ár. Þeir foreldrar sem eru svo heppnir að vera í betri efnum geta vissulega sótt þessa þjónustu til sjálfstætt starfandi sálfræðinga en efnaminni og fátækir foreldrar þurfa að bíða og á meðan þau bíða sekkur barn þeirra jafnvel en dýpra. Barn sem komið er í neyslu, djúpstætt þunglyndi, sjálfsskaða og gælir við sjálfsvíg er í stórkostlegri lífshættu hvern einasta dag. Barn í þessari stöðu þarf hjálp STRAX og það mikla. Ef gripið er inn í strax er í mörgum tilfellum hægt að koma í veg fyrir að glóð verði að báli. Í það minnsta er öruggt að snemmtæk íhlutun lágmarkar skaðann og mildar vandann. Með viðeigandi aðstoð og eftirfylgni má leiða sterkar líkur á að mörg þeirra barna sem svo djúpt voru sokkin hefðu náð sér fyrr út úr vandanum, lifað af. Flokkur fólksins, undir kjörorðinu FÓLKIÐ FYRST, vill að umsvifalaust verði sett fjármagn í þjónustumiðstöðvar og að hver einasti grunnskóli skuli fá sálfræðing sem sinnir einungis einum skóla. Í borgarsjóð koma árlega á annað hundrað milljarðar. Að nískupúkast með fjármagn þegar kemur að börnunum okkar er hneisa. Þessi málaflokkur hefur fengið að drabbast niður árum saman á meðan hægt er að verja ómældu fé í aðra hluti, dauða hluti sem vel mega bíða. Flokkur fólksins vill fjárfesta í framtíðinni, framtíðin er BÖRNIN OKKAR Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Heppin að eiga fyrir sálfræðimeðferð segir Hildur Jana Gísladóttir í Helgarblaði Fréttablaðsins en þar er fjallað um vanda dóttur hennar í einlægu viðtali við þær mæðgur. Hildur og dóttir hennar segja frá hversu litla hjálp var að fá þrátt fyrir alla fallegu umræðuna um mikilvægi snemmtækrar íhlutunar. Í stað þess að slökkva í glóð, bíðum við eftir stóru báli áður en eitthvað er gert af fullum þunga. Þau sóttu sjálf aðstoð sálfræðings og voru heppin að eiga fyrir henni segir Hildur. En svo heppnar eru ekki allar fjölskyldur. Saga þeirra mæðgna er saga margra annarra fjölskyldna. Fátækar og efnaminni fjölskyldur sem eiga börn í alvarlegum vanda hafa þurft að horfa á eftir barni sínu sökkva æ dýpra í neyslu án þess að fá rönd við reist. Fjölmargir foreldrar hafa lýst þrautagöngu sinni í leit að aðstoð fyrir börnin sín sem komin eru í vanda. Efnaminni og fátækar fjölskyldur hafa ekki ráð á að kaupa sálfræðiþjónustu út í bæ. Biðlisti í viðtöl til skólasálfræðings er langur. Segja má að snemmtæk íhlutun sé einungis í orði en ekki á borði. Um snemmtæka íhlutun eru haldin metnaðarfull þing og fundir og skrifaðar lærðar greinar. Snemmtæk íhlutun er hins vegar sjaldnast raunveruleiki í Reykjavík. ÞETTA ER Í RAUNINNI AÐ MESTU BARA PLAT. Biðlistar drepa Staðreyndin er sú að það eru endalausir biðlistar í alla faglega aðstoð fyrir börn á vegum borgarinnar. Barn sem vegna andlegrar vanlíðan þyrfti að komast að hjá Barna- og unglingageðdeild fær ekki greiningar- og meðferðarþjónustu nema búið sé að gera svokallaða frumgreiningu. Slíkar greiningar eru einungis gerðar af sálfræðingum. Biðlistar í greiningu til skólasálfræðings eru margir mánuðir, jafnvel ár. Þeir foreldrar sem eru svo heppnir að vera í betri efnum geta vissulega sótt þessa þjónustu til sjálfstætt starfandi sálfræðinga en efnaminni og fátækir foreldrar þurfa að bíða og á meðan þau bíða sekkur barn þeirra jafnvel en dýpra. Barn sem komið er í neyslu, djúpstætt þunglyndi, sjálfsskaða og gælir við sjálfsvíg er í stórkostlegri lífshættu hvern einasta dag. Barn í þessari stöðu þarf hjálp STRAX og það mikla. Ef gripið er inn í strax er í mörgum tilfellum hægt að koma í veg fyrir að glóð verði að báli. Í það minnsta er öruggt að snemmtæk íhlutun lágmarkar skaðann og mildar vandann. Með viðeigandi aðstoð og eftirfylgni má leiða sterkar líkur á að mörg þeirra barna sem svo djúpt voru sokkin hefðu náð sér fyrr út úr vandanum, lifað af. Flokkur fólksins, undir kjörorðinu FÓLKIÐ FYRST, vill að umsvifalaust verði sett fjármagn í þjónustumiðstöðvar og að hver einasti grunnskóli skuli fá sálfræðing sem sinnir einungis einum skóla. Í borgarsjóð koma árlega á annað hundrað milljarðar. Að nískupúkast með fjármagn þegar kemur að börnunum okkar er hneisa. Þessi málaflokkur hefur fengið að drabbast niður árum saman á meðan hægt er að verja ómældu fé í aðra hluti, dauða hluti sem vel mega bíða. Flokkur fólksins vill fjárfesta í framtíðinni, framtíðin er BÖRNIN OKKAR Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun