Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 18:01 Frá vettvangi brunans. vísir/magnús hlynur Maður sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa valdið bruna við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október greindi lögreglu sjálfur frá því að hann hafi kveikt í og „að hann væri bara morðingi.“ Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar frá 15. nóvember síðastliðnum. Við yfirheyrslu hjá lögreglu greindi maðurinn frá því að hann hafi notað kveikjara til að kveikja í pappakassa í stofu á neðri hæð hússins skömmu áður en það varð alelda og rennir það stoðum undir frásögn konu sem var einnig handtekin vegna málsins en er nú laus úr haldi. Í úrskurði Héraðsdóms Suðurlands segir að bráðabirgðaniðurstöður úr krufningu á líkum þeirra sem létust í brunanum bendi til að þau hafi verið á lífi eftir að eldur kom upp í húsinu og látist úr kolmónoxíðeitrun af völdum brunanSagðist ekki hafa liðið vel Í rökstuðningi lögreglu segir að manninum hafi verið fullljóst þegar hann kveikti í að fólkið á efri hæð hússins hafi verið í augljósum lífsháska auk þess sem augljóst hætta hafi verið á umfangsmiklu eignatjóni. Í yfirheyrslu hjá lögreglu sagði maðurinn einnig að honum hafi ekki liðið vel þegar hann kveikti í, hann hafi ekki vitað hvað hann hafi verið að hugsa „refsa sjálfum mér eða eitthvað,“ eins og hann orðaði það. Telur lögreglan að fram sé kominn rökstuddur grunur um að maðurinn hafi gerst sekur um að hafa veldið eldsvoðanum sem varð tveimur einstaklingum að bana og að þau brot geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Fór lögreglan fram á að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna vegna þess að óforsvaranlegt sé að hann gangi laus þegar sterkur rökstuddur grunur leikur á að hann hafi framið svo alvarlegt brot. Er það mat lögreglu að maðurinn sé hættulegur umhverfi sínu. Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29 Tvennt lést í eldsvoða og tvö í gæsluvarðhaldi Karl og kona voru í gærkvöldi úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á tildrögum eldsvoðans á Selfossi á miðvikudag. 47 ára kona og 49 ára karl létust í brunanum sem lögreglu grunar að hafi verið af mannavöldum. 2. nóvember 2018 07:00 Áfram í haldi vegna brunans á Selfossi Maðurinn er grunaður um að hafa valdið eldsvoðanum. 8. nóvember 2018 12:05 Dýrt að farga húsinu vegna asbestsins Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. 15. nóvember 2018 14:38 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Maður sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa valdið bruna við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október greindi lögreglu sjálfur frá því að hann hafi kveikt í og „að hann væri bara morðingi.“ Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar frá 15. nóvember síðastliðnum. Við yfirheyrslu hjá lögreglu greindi maðurinn frá því að hann hafi notað kveikjara til að kveikja í pappakassa í stofu á neðri hæð hússins skömmu áður en það varð alelda og rennir það stoðum undir frásögn konu sem var einnig handtekin vegna málsins en er nú laus úr haldi. Í úrskurði Héraðsdóms Suðurlands segir að bráðabirgðaniðurstöður úr krufningu á líkum þeirra sem létust í brunanum bendi til að þau hafi verið á lífi eftir að eldur kom upp í húsinu og látist úr kolmónoxíðeitrun af völdum brunanSagðist ekki hafa liðið vel Í rökstuðningi lögreglu segir að manninum hafi verið fullljóst þegar hann kveikti í að fólkið á efri hæð hússins hafi verið í augljósum lífsháska auk þess sem augljóst hætta hafi verið á umfangsmiklu eignatjóni. Í yfirheyrslu hjá lögreglu sagði maðurinn einnig að honum hafi ekki liðið vel þegar hann kveikti í, hann hafi ekki vitað hvað hann hafi verið að hugsa „refsa sjálfum mér eða eitthvað,“ eins og hann orðaði það. Telur lögreglan að fram sé kominn rökstuddur grunur um að maðurinn hafi gerst sekur um að hafa veldið eldsvoðanum sem varð tveimur einstaklingum að bana og að þau brot geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Fór lögreglan fram á að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna vegna þess að óforsvaranlegt sé að hann gangi laus þegar sterkur rökstuddur grunur leikur á að hann hafi framið svo alvarlegt brot. Er það mat lögreglu að maðurinn sé hættulegur umhverfi sínu.
Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29 Tvennt lést í eldsvoða og tvö í gæsluvarðhaldi Karl og kona voru í gærkvöldi úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á tildrögum eldsvoðans á Selfossi á miðvikudag. 47 ára kona og 49 ára karl létust í brunanum sem lögreglu grunar að hafi verið af mannavöldum. 2. nóvember 2018 07:00 Áfram í haldi vegna brunans á Selfossi Maðurinn er grunaður um að hafa valdið eldsvoðanum. 8. nóvember 2018 12:05 Dýrt að farga húsinu vegna asbestsins Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. 15. nóvember 2018 14:38 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29
Tvennt lést í eldsvoða og tvö í gæsluvarðhaldi Karl og kona voru í gærkvöldi úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á tildrögum eldsvoðans á Selfossi á miðvikudag. 47 ára kona og 49 ára karl létust í brunanum sem lögreglu grunar að hafi verið af mannavöldum. 2. nóvember 2018 07:00
Áfram í haldi vegna brunans á Selfossi Maðurinn er grunaður um að hafa valdið eldsvoðanum. 8. nóvember 2018 12:05
Dýrt að farga húsinu vegna asbestsins Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. 15. nóvember 2018 14:38