Formaður Öryrkjabandalagsins sakar stjórnvöld um ruddalega framkomu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 13:13 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. Vísir/hanna Formaður Öryrkjabandalagsins segir ruddalegt að stjórnvöld hafi ekki haft samráð um að framlög til öryrkja yrðu lækkuð um milljarð milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Bandalagið lítur á afgreiðslu annarrar umræðu um fjárlagafrumvarpið sem alvarleg svik við gefin loforð. Stjórn Öryrkjabandalagsins sendi frá sér yfirlýsingu þessa efnis í gær þar er þess krafist að að þeir fjórir milljarðar sem lofað var að settir yrðu í almannatryggingakerfið til að hefja leiðréttingar á kjörum öryrkja skili sér án tafar. En í annarri umræðu kom fram að framlagið yrði 2,9 milljarða króna. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir að ekkert samráð hafi verið við bandalagið um niðurskurðinn. „Okkur finnst þetta harkalegur niðurskurður sem verður milli fyrstu og annarrar fjárlagaumræðu og afar ruddalegt að tala ekki einu sinni við okkur um að þeir væru að hugsa um að draga einn milljarð til baka,“ segir hún. Hún segir örorkulífeyri ekkert hækka í nýjum tillögum. „Við erum með tæpar 239 þúsund krónur í örorkulífeyrir á mánuði fyrir skatt. Samkvæmt núverandi tillögum hækkar þessi upphæð ekkert því gert er ráð fyrir svipaðri verðbólgu og nemur hækkun uppá 3,6%. Stjórnvöld setja svo inn 2,9 milljarða króna í málaflokkin sem fara í kerfisbreytingar á almannatryggingakerfinu. Ekkert er vitað um hvenær sú kerfisbreyting verður. Að mínu viti áttu þessir peningar að fara í að draga úr skerðingum eins og krónu á móti krónu,“ segir Þuríður. Bjarni Benediktsson sagði í ræðu á Alþingi í gær að verið væri að hækka bætur til öryrkja um 5,8%. Þuríður segir það rangt. „Við fórum nú og skoðuðum þetta. Það virðist vera að þarna sé hann að taka þessa 2,9 milljarða sem fara í kerfisbreytingar á almannatryggingakerfinu og svo 3,6% sem fara í bæturnar og fái þannig út þessa tölu. Að mínu viti áttu peningarnir að fara í að draga úr skerðingunum,“ segir Þuríður að lokum. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Formaður Öryrkjabandalagsins segir ruddalegt að stjórnvöld hafi ekki haft samráð um að framlög til öryrkja yrðu lækkuð um milljarð milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Bandalagið lítur á afgreiðslu annarrar umræðu um fjárlagafrumvarpið sem alvarleg svik við gefin loforð. Stjórn Öryrkjabandalagsins sendi frá sér yfirlýsingu þessa efnis í gær þar er þess krafist að að þeir fjórir milljarðar sem lofað var að settir yrðu í almannatryggingakerfið til að hefja leiðréttingar á kjörum öryrkja skili sér án tafar. En í annarri umræðu kom fram að framlagið yrði 2,9 milljarða króna. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir að ekkert samráð hafi verið við bandalagið um niðurskurðinn. „Okkur finnst þetta harkalegur niðurskurður sem verður milli fyrstu og annarrar fjárlagaumræðu og afar ruddalegt að tala ekki einu sinni við okkur um að þeir væru að hugsa um að draga einn milljarð til baka,“ segir hún. Hún segir örorkulífeyri ekkert hækka í nýjum tillögum. „Við erum með tæpar 239 þúsund krónur í örorkulífeyrir á mánuði fyrir skatt. Samkvæmt núverandi tillögum hækkar þessi upphæð ekkert því gert er ráð fyrir svipaðri verðbólgu og nemur hækkun uppá 3,6%. Stjórnvöld setja svo inn 2,9 milljarða króna í málaflokkin sem fara í kerfisbreytingar á almannatryggingakerfinu. Ekkert er vitað um hvenær sú kerfisbreyting verður. Að mínu viti áttu þessir peningar að fara í að draga úr skerðingum eins og krónu á móti krónu,“ segir Þuríður. Bjarni Benediktsson sagði í ræðu á Alþingi í gær að verið væri að hækka bætur til öryrkja um 5,8%. Þuríður segir það rangt. „Við fórum nú og skoðuðum þetta. Það virðist vera að þarna sé hann að taka þessa 2,9 milljarða sem fara í kerfisbreytingar á almannatryggingakerfinu og svo 3,6% sem fara í bæturnar og fái þannig út þessa tölu. Að mínu viti áttu peningarnir að fara í að draga úr skerðingunum,“ segir Þuríður að lokum.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira