Landspítalinn sér um rekstur sjúkrahótelsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2018 12:52 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/Ernir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Landspítalanum að annast rekstur sjúkrahótelsins við Hringbraut, tímabundið til tveggja ára. Spítalinn hefur farið þessa á leit við velferðarráðuneytið, en áður hafði verið miðað við að Landspítalanum yrði falið að bjóða reksturinn út í samvinnu við Ríkiskaup. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Opnun sjúkrahótelsins hefur dregist á langinn vegna margvíslegra tafa við framkvæmdir og enn liggur ekki fyrir nákvæmlega hvenær hægt verður að hefja reksturinn. Þessar tafir hafa jafnframt staðið í vegi fyrir því að ráðist hafi verið í áformað útboð rekstrarins, segir í tilkynningunni. Svandís segir ákvörðun sína um að fela Landspítala þetta verkefni ekki síst byggja á því að það sé málinu til framdráttar að koma í veg fyrir mögulegar tafir á opnun hótelsins þegar þar að kemur vegna óvissu um rekstur þess: „Ég treysti Landspítalanum vel til að annast þetta verkefni og að undir hans stjórn verði allt sem lýtur að rekstrinum til reiðu þegar framkvæmdum lýkur, sem ég vona svo sannarlega að verði fljótlega.“ Sjúkrahótelið er ekki ætlað sjúklingum sem eru innritaðir á Landspítalanum, heldur er það ætlað til að mæta þörfum fólks sem þarf heilsu sinnar vegna að dvelja fjarri heimili sínu vegna rannsókna, meðferðar og eftirlits og einnig þá sem geta ekki dvalið heima tímabundið heilsu sinnar vegna. „Sjúkrahótelið er því meðal annars til þess ætlað að stuðla að bættri aðstöðu fólks á landsbyggðinni sem þarf að sækja sér heilbrigðisþjónustu fjarri heimabyggð en einnig er horft til þess að það muni draga úr þörf fyrir sjúkrahúsinnlagnir og enn fremur að flýta fyrir útskrift sjúklinga af Landspítalanum, sem geta þá dvalið tímabundið á sjúkrahótelinu þar til þeir verða færir um að búa heima hjá sér.“ Heilbrigðismál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Landspítalanum að annast rekstur sjúkrahótelsins við Hringbraut, tímabundið til tveggja ára. Spítalinn hefur farið þessa á leit við velferðarráðuneytið, en áður hafði verið miðað við að Landspítalanum yrði falið að bjóða reksturinn út í samvinnu við Ríkiskaup. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Opnun sjúkrahótelsins hefur dregist á langinn vegna margvíslegra tafa við framkvæmdir og enn liggur ekki fyrir nákvæmlega hvenær hægt verður að hefja reksturinn. Þessar tafir hafa jafnframt staðið í vegi fyrir því að ráðist hafi verið í áformað útboð rekstrarins, segir í tilkynningunni. Svandís segir ákvörðun sína um að fela Landspítala þetta verkefni ekki síst byggja á því að það sé málinu til framdráttar að koma í veg fyrir mögulegar tafir á opnun hótelsins þegar þar að kemur vegna óvissu um rekstur þess: „Ég treysti Landspítalanum vel til að annast þetta verkefni og að undir hans stjórn verði allt sem lýtur að rekstrinum til reiðu þegar framkvæmdum lýkur, sem ég vona svo sannarlega að verði fljótlega.“ Sjúkrahótelið er ekki ætlað sjúklingum sem eru innritaðir á Landspítalanum, heldur er það ætlað til að mæta þörfum fólks sem þarf heilsu sinnar vegna að dvelja fjarri heimili sínu vegna rannsókna, meðferðar og eftirlits og einnig þá sem geta ekki dvalið heima tímabundið heilsu sinnar vegna. „Sjúkrahótelið er því meðal annars til þess ætlað að stuðla að bættri aðstöðu fólks á landsbyggðinni sem þarf að sækja sér heilbrigðisþjónustu fjarri heimabyggð en einnig er horft til þess að það muni draga úr þörf fyrir sjúkrahúsinnlagnir og enn fremur að flýta fyrir útskrift sjúklinga af Landspítalanum, sem geta þá dvalið tímabundið á sjúkrahótelinu þar til þeir verða færir um að búa heima hjá sér.“
Heilbrigðismál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira