Lífið

Ásdís Rán komin í nýjan bransa: Nærist á því að hafa nóg að gera

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ásdís Rán flytur inn svartar rósir.
Ásdís Rán flytur inn svartar rósir.
Athafnarkonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti í Bítið á Bylgjunni og morgun og fór þar yfir víðan völl. Ásdís er meðal annars farin að flytja inn svartar rósir. Hún hefur verið að læra þyrluflug og er núna að mennta sig sem einkaþjálfari.

„Ég nærist svolítið á því að vera með nýjar hugmyndir, framkvæma og hafa nóg að gera,“ segir Ásdís Rán.

„Ég verð rosalega orkulaus og ónýt ef ég hef ekki nóg og mikið að gera,“ segir Ásdís en svartar rósir þykja vinsælar í Búlgaríu þar sem Ásdís hefur áður búið og eyðir í dag miklum tíma þar.

„Þar eru svartar rósir inni á rosalega flottum veitingarstöðum og hótelum og svoleiðis. Mig langaði svo að reyna koma þessu einn daginn til Íslands og ákvað því að hafa samband við eigandann. Ég hringdi í hana og við náðum svona líka vel saman. Hún bjó til conseptið, þetta gjafaconsept. Rósirnar koma frá Afríku og eru fluttir þaðan inn til Búlgaríu og svo þaðan hingað.“

Einstakur ilmur

Ásdís segir að um sé að ræða gjafapakka sem innihalda stundum ilmvatn og svarta demanta.

„Rósin er einstök og lifur hún í sex mánuði plús og ræktaðar  með sérstakri tækni í Afríku. Þær mega ekki fara í vatn. Það eru bakteríur sem safnast saman í vatni sem valda því að rósir deyja fljótt og því er næringu sprautað upp stikluna sem rósin nærist á þangað til hún þornar upp og deyr.“

Hún segir að ilmurinn sé einstaklega góður af svörtu rósinni.

„Ein rós kostar 13.900 krónur og gjafapakkarnir eru allt upp í fimmtíu þúsund krónur. Þetta hefur farið rosalega val af stað en ég tók ekki svo margar rósir inn og pantaði yfir hundrað stykki. Ég er hrædd um að þetta verði uppselt fyrir jólin.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.