Snýst um meira en lægri laun og kostnað segir forseti ASÍ Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. nóvember 2018 09:00 Skóflustunga að íbúðum Bjargs á Akranesi var tekin í síðasta mánuði. Um verður að ræða innflutt einingahús. Mynd/Bjarg „Þetta er ekki alveg svo einfalt að verið sé að leita utan landsteinanna eftir lægri launakostnaði og framleiðslukostnaði,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Fundið hefur verið að því að Bjarg íbúðafélag, húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð er af ASÍ og BSRB, muni reisa 33 íbúðir á Akranesi með einingahúsum sem framleidd eru og flutt inn frá Lettlandi. Húsin koma nær fullsmíðuð að utan og þarf í raun aðeins að púsla þeim saman og klæða að utan. Þetta styttir byggingartímann um helming og gerir það að verkum að fólk í húsnæðisvanda kemst fyrr í öruggt leiguhúsnæði. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins barst þessi innflutningur og aðkoma erlends vinnuafls til tals í fyrirspurn á fundi Sjálfstæðismanna á Akranesi með verkalýðsforystunni í bænum fyrir skemmstu. Þar var varpað fram þeirri spurningu hvort verkalýðsforystan væri búin að verðleggja íslenskt vinnuafl svo hátt að það yrði að kaupa allt í verkið að utan. Drífa, sem aðeins var skipuð formlega í stjórn Bjargs í fyrradag, segir að það sem hún hafi kynnt sér af málinu snúist í fyrsta lagi um hverjir geti framleitt þetta og í öðru lagi um stærðarhagkvæmni. „ASÍ kaupir vörur erlendis þó við reynum að beina viðskiptum okkar til innlendra framleiðslufyrirtækja ef það er mögulegt. Þetta er ekki bara hagkvæmnisjónarmið til að gera þetta ódýrara, heldur tel ég að það sé ekki víst að það séu fyrirtæki sem geti annað þessu í þessu magni sem Bjarg er að óska eftir,“ segir Drífa. „Þetta er alltaf hagsmunamat. Við erum að reyna að lækka leigu, við erum að reyna að byggja fljótt og örugglega og það liggur mjög á að koma húsum upp þannig að það er víðtækt hagsmunamat sem fer þarna í gang.“ Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, benti á það í samtali við Fréttablaðið á dögunum að umrædd hús væru framleidd af Byko-LAT, timburverksmiðju íslenska byggingarvörurisans BYKO í Lettlandi. Modulus, sem útvegi einingarnar, sé einnig íslenskt fyrirtæki tengt Byko-fjölskyldunni og allt sé þetta íslensk hönnun. Húsin komi í flytjanlegum einingum búin gólfefnum, innréttingum, máluð að innan og nær tilbúin. Aðeins eigi eftir að púsla þeim saman á staðnum og klæða að utan. Lágmarkslaun í Lettlandi eru sem nemur 60 þúsund krónum á mánuði, meðallaun rúmar 80 þúsund, og því ljóst að vinnuaflið er ódýrara þar í landi en hér. Í samtali við RÚV í fyrradag sagði Björn að þrýstingur um hagkvæmni sem fylgt hafi stofnframlögum frá Íbúðalánasjóði hefði orðið til þess að þessi leið var valin á Akranesi. „Það vantar íbúðir núna og ef við getum helmingað smíðatíma húsa þá þýðir það að fólk sem vantar húsnæði fær það fyrr. Það er það sem þjóðfélagið er að kalla á í dag og við erum að reyna að koma til móts við þær þarfir,“ segir Björn í samtali við Fréttablaðið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
„Þetta er ekki alveg svo einfalt að verið sé að leita utan landsteinanna eftir lægri launakostnaði og framleiðslukostnaði,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Fundið hefur verið að því að Bjarg íbúðafélag, húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð er af ASÍ og BSRB, muni reisa 33 íbúðir á Akranesi með einingahúsum sem framleidd eru og flutt inn frá Lettlandi. Húsin koma nær fullsmíðuð að utan og þarf í raun aðeins að púsla þeim saman og klæða að utan. Þetta styttir byggingartímann um helming og gerir það að verkum að fólk í húsnæðisvanda kemst fyrr í öruggt leiguhúsnæði. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins barst þessi innflutningur og aðkoma erlends vinnuafls til tals í fyrirspurn á fundi Sjálfstæðismanna á Akranesi með verkalýðsforystunni í bænum fyrir skemmstu. Þar var varpað fram þeirri spurningu hvort verkalýðsforystan væri búin að verðleggja íslenskt vinnuafl svo hátt að það yrði að kaupa allt í verkið að utan. Drífa, sem aðeins var skipuð formlega í stjórn Bjargs í fyrradag, segir að það sem hún hafi kynnt sér af málinu snúist í fyrsta lagi um hverjir geti framleitt þetta og í öðru lagi um stærðarhagkvæmni. „ASÍ kaupir vörur erlendis þó við reynum að beina viðskiptum okkar til innlendra framleiðslufyrirtækja ef það er mögulegt. Þetta er ekki bara hagkvæmnisjónarmið til að gera þetta ódýrara, heldur tel ég að það sé ekki víst að það séu fyrirtæki sem geti annað þessu í þessu magni sem Bjarg er að óska eftir,“ segir Drífa. „Þetta er alltaf hagsmunamat. Við erum að reyna að lækka leigu, við erum að reyna að byggja fljótt og örugglega og það liggur mjög á að koma húsum upp þannig að það er víðtækt hagsmunamat sem fer þarna í gang.“ Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, benti á það í samtali við Fréttablaðið á dögunum að umrædd hús væru framleidd af Byko-LAT, timburverksmiðju íslenska byggingarvörurisans BYKO í Lettlandi. Modulus, sem útvegi einingarnar, sé einnig íslenskt fyrirtæki tengt Byko-fjölskyldunni og allt sé þetta íslensk hönnun. Húsin komi í flytjanlegum einingum búin gólfefnum, innréttingum, máluð að innan og nær tilbúin. Aðeins eigi eftir að púsla þeim saman á staðnum og klæða að utan. Lágmarkslaun í Lettlandi eru sem nemur 60 þúsund krónum á mánuði, meðallaun rúmar 80 þúsund, og því ljóst að vinnuaflið er ódýrara þar í landi en hér. Í samtali við RÚV í fyrradag sagði Björn að þrýstingur um hagkvæmni sem fylgt hafi stofnframlögum frá Íbúðalánasjóði hefði orðið til þess að þessi leið var valin á Akranesi. „Það vantar íbúðir núna og ef við getum helmingað smíðatíma húsa þá þýðir það að fólk sem vantar húsnæði fær það fyrr. Það er það sem þjóðfélagið er að kalla á í dag og við erum að reyna að koma til móts við þær þarfir,“ segir Björn í samtali við Fréttablaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira