Neyðarkall náttúrunnar Snorri Sigurðsson skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Miklar hamfarir eiga sér nú stað á jörðinni sem fáir veita athygli og lítið er rætt um opinberlega þó ærið sé tilefnið en það er viðstöðulaus og óvæginn samdráttur á líffræðilegri fjölbreytni á heimsvísu. Samdrátturinn lýsir sér í fækkun lífvera, búsvæði þeirra minnka, stofnar skreppa saman og tegundir deyja út. Í nýútgefinni skýrslu alþjóðlegu dýraverndarsamtakanna WWF eru tölurnar sláandi, 60% af dýralífi jarðar hafa horfið á síðustu 45 árum. Ótal margir dýrastofnar eru að skreppa saman á óhugnanlegum hraða og stefnir í óafturkræfan tegundaútdauða á stórum skala. Hvað veldur þessu? Jú, orsökin er augljós, stöðug og vaxandi ásókn manna í auðlindir jarðar með tilheyrandi náttúruspjöllum. Sú aukna velmegun, hagvöxtur og neysla sem einkennir líf okkar er dýru verði keypt. Ósjálfbær landnotkun fyrir þéttbýlismyndun, landbúnað, námur eða samgöngu- og orkumannvirki leiðir af sér gríðarlega búsvæðaeyðingu. Nytjastofnar í sjó og vötnum eru ofnýttir og veiðiþjófnaður ógnar mörgum landdýrum. Umhverfismengun er enn gríðarlegt vandamál og þrátt fyrir betra regluverk hefur t.d alltof lítið verið unnið gegn plastmengun í sjó. Framandi ágengar tegundir breiðast út og bola burt öðrum tegundum og þá eru ótaldar afleiðingar loftslagsbreytinga á líffræðilega fjölbreytni. Það sorglega í stöðunni er að þrátt fyrir hversu augljóst og alvarlegt vandamálið er, hefur lítið sem ekkert gengið að snúa þessari þróun við. Fyrir 26 árum var undirritaður samstarfssamningur 196 þjóða á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um mikilvægi þess að vernda líffræðilega fjölbreytni. Metnaðarfull markmið, áætlanir og skuldbindingar þjóða hafa litið dagsins ljós en árangurinn algerlega látið á sér standa. Ástandið versnar bara og áhugi ráðamanna er lítill og mun minni en t.d. áhugi á loftslagsvandanum. Nú stendur yfir gríðarlega mikilvægur fundur á vegum Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni í Egyptalandi og standa vonir til að niðurstaða fundarins verði alþjóðleg samþykkt í anda við Parísarsamkomulagið um loftslagsmál, þar sem þjóðir heims munu standa saman um að snúa þessari þróun við. Óttast er að erfitt verði að ná slíku samkomulagi og er því ekki skrítið að nú heyrist skilaboð um að það „séu síðustu forvöð“ og að „framtíð mannkyns sé ógnað“. Því það er jú málið. Þessi alvarlega umhverfisvá mun á endanum koma niður á okkur mönnunum, og það á mjög afdrifaríkan hátt. Í daglegu amstri gleymist að við erum háð lífríki jarðar á svo ótal vegu. Oft er talað um þjónustu vistkerfa í þessu samhengi. Heilbrigð vistkerfi eru undirstaða þess að margvísleg hráefni fyrir fæðu, lyf og ýmiss konar varning séu til staðar. Býflugur og önnur skordýr fræva plöntur í landbúnaði. Heilbrigð votlendisvistkerfi miðla hreinu drykkjarvatni og vernda okkur gegn flóðum. Kolefnisbinding, hringrás vatns og steinefna, heilbrigði jarðvegs, hreinsun eiturefna úr umhverfinu að ónefndri sjálfri ljóstillífuninni – allt náttúrulegir ferlar þar sem lífverur koma við sögu. Þá eru ótalin verðmætin í óspilltri og fjölbreyttri náttúru fyrir líkamlega og andlega heilsu fólks, og sem efniviður lista, menntunar og vísinda. Það er því óhætt að segja að mannkynið sé að skjóta sig í fótinn með framkomu sinni við lífríki jarðar. Hvað getum við gert ? Það er ekki of seint að bregðast við. Á þessum vettvangi er tækifæri fyrir Ísland að vera leiðtogi og kalla ég eftir viðbrögðum stjórnvalda. Ísland er aðili að Samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni og til er aðgerðaáætlun, en lítið hefur frést af henni undanfarið og málefnið fer ekki hátt hérlendis, ekki frekar en annars staðar. Úr þessu þarf að bæta. Umræðan um áhrif mannsins á lífríki og náttúru jarðar er krefjandi og óvægin, og er mjög mörgum ekki að skapi, enda kallar hún á stórfellda naflaskoðun um hvernig við högum lífsháttum okkar og gerir kröfur um samdrátt og minni umsvif. Það eru ekki óeðlileg viðbrögð að loka eyrunum við slíku „bölmóðstali“ um boð og bönn og halda áfram að „liffa og njódda“. En ef við viljum vera ábyrgir jarðarbúar þá verðum við að horfast í augu við þessa alvarlegu stöðu og taka erfiðar ákvarðanir. Það er of mikið í húfi, ekki einungis fyrir þær tegundir lífvera sem nú berjast fyrir tilverurétti sínum, heldur fyrir farsæla framtíð okkar á jörðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Miklar hamfarir eiga sér nú stað á jörðinni sem fáir veita athygli og lítið er rætt um opinberlega þó ærið sé tilefnið en það er viðstöðulaus og óvæginn samdráttur á líffræðilegri fjölbreytni á heimsvísu. Samdrátturinn lýsir sér í fækkun lífvera, búsvæði þeirra minnka, stofnar skreppa saman og tegundir deyja út. Í nýútgefinni skýrslu alþjóðlegu dýraverndarsamtakanna WWF eru tölurnar sláandi, 60% af dýralífi jarðar hafa horfið á síðustu 45 árum. Ótal margir dýrastofnar eru að skreppa saman á óhugnanlegum hraða og stefnir í óafturkræfan tegundaútdauða á stórum skala. Hvað veldur þessu? Jú, orsökin er augljós, stöðug og vaxandi ásókn manna í auðlindir jarðar með tilheyrandi náttúruspjöllum. Sú aukna velmegun, hagvöxtur og neysla sem einkennir líf okkar er dýru verði keypt. Ósjálfbær landnotkun fyrir þéttbýlismyndun, landbúnað, námur eða samgöngu- og orkumannvirki leiðir af sér gríðarlega búsvæðaeyðingu. Nytjastofnar í sjó og vötnum eru ofnýttir og veiðiþjófnaður ógnar mörgum landdýrum. Umhverfismengun er enn gríðarlegt vandamál og þrátt fyrir betra regluverk hefur t.d alltof lítið verið unnið gegn plastmengun í sjó. Framandi ágengar tegundir breiðast út og bola burt öðrum tegundum og þá eru ótaldar afleiðingar loftslagsbreytinga á líffræðilega fjölbreytni. Það sorglega í stöðunni er að þrátt fyrir hversu augljóst og alvarlegt vandamálið er, hefur lítið sem ekkert gengið að snúa þessari þróun við. Fyrir 26 árum var undirritaður samstarfssamningur 196 þjóða á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um mikilvægi þess að vernda líffræðilega fjölbreytni. Metnaðarfull markmið, áætlanir og skuldbindingar þjóða hafa litið dagsins ljós en árangurinn algerlega látið á sér standa. Ástandið versnar bara og áhugi ráðamanna er lítill og mun minni en t.d. áhugi á loftslagsvandanum. Nú stendur yfir gríðarlega mikilvægur fundur á vegum Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni í Egyptalandi og standa vonir til að niðurstaða fundarins verði alþjóðleg samþykkt í anda við Parísarsamkomulagið um loftslagsmál, þar sem þjóðir heims munu standa saman um að snúa þessari þróun við. Óttast er að erfitt verði að ná slíku samkomulagi og er því ekki skrítið að nú heyrist skilaboð um að það „séu síðustu forvöð“ og að „framtíð mannkyns sé ógnað“. Því það er jú málið. Þessi alvarlega umhverfisvá mun á endanum koma niður á okkur mönnunum, og það á mjög afdrifaríkan hátt. Í daglegu amstri gleymist að við erum háð lífríki jarðar á svo ótal vegu. Oft er talað um þjónustu vistkerfa í þessu samhengi. Heilbrigð vistkerfi eru undirstaða þess að margvísleg hráefni fyrir fæðu, lyf og ýmiss konar varning séu til staðar. Býflugur og önnur skordýr fræva plöntur í landbúnaði. Heilbrigð votlendisvistkerfi miðla hreinu drykkjarvatni og vernda okkur gegn flóðum. Kolefnisbinding, hringrás vatns og steinefna, heilbrigði jarðvegs, hreinsun eiturefna úr umhverfinu að ónefndri sjálfri ljóstillífuninni – allt náttúrulegir ferlar þar sem lífverur koma við sögu. Þá eru ótalin verðmætin í óspilltri og fjölbreyttri náttúru fyrir líkamlega og andlega heilsu fólks, og sem efniviður lista, menntunar og vísinda. Það er því óhætt að segja að mannkynið sé að skjóta sig í fótinn með framkomu sinni við lífríki jarðar. Hvað getum við gert ? Það er ekki of seint að bregðast við. Á þessum vettvangi er tækifæri fyrir Ísland að vera leiðtogi og kalla ég eftir viðbrögðum stjórnvalda. Ísland er aðili að Samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni og til er aðgerðaáætlun, en lítið hefur frést af henni undanfarið og málefnið fer ekki hátt hérlendis, ekki frekar en annars staðar. Úr þessu þarf að bæta. Umræðan um áhrif mannsins á lífríki og náttúru jarðar er krefjandi og óvægin, og er mjög mörgum ekki að skapi, enda kallar hún á stórfellda naflaskoðun um hvernig við högum lífsháttum okkar og gerir kröfur um samdrátt og minni umsvif. Það eru ekki óeðlileg viðbrögð að loka eyrunum við slíku „bölmóðstali“ um boð og bönn og halda áfram að „liffa og njódda“. En ef við viljum vera ábyrgir jarðarbúar þá verðum við að horfast í augu við þessa alvarlegu stöðu og taka erfiðar ákvarðanir. Það er of mikið í húfi, ekki einungis fyrir þær tegundir lífvera sem nú berjast fyrir tilverurétti sínum, heldur fyrir farsæla framtíð okkar á jörðinni.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun