Skerðing ellilífeyris vegna atvinnutekna Haukur Haraldsson skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Á fundi alþingis 25. október sl. var 1. umræða um frumvarp til laga um afnám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna, lagt fram af þingmönnum Flokks fólksins og Miðflokksins. Það er gott að það sé farið að ræða kjör aldraðra á Alþingi og vonandi verður það til þess að heildræn úrlausn fáist á kjörum aldraðra. Frumvarpið mun þó ekki bæta kjör nema fárra ellilífeyrisþega eða þeirra sem núna stunda atvinnu, og verður hvatning svo að fleiri fari að vinna. Þetta verður einnig til þess að þeir sem eiga nú ekki rétt á bótum vegna hárra tekna fá bætur frá Tryggingastofnun (TR). Einnig mun þetta nýtast þeim sem verða 67 ára á næstu árum og halda áfram að vinna, geta frestað töku lífeyris úr lífeyrissjóði og fá þá fullar bætur frá TR þar sem engar skerðingar verða vegna atvinnutekna. Samkvæmt yfirlýsingum flutningsmanna frumvarpsins mun þetta frumvarp kosta ríkissjóð kr. 0. Það getur eflaust verið að það sé hægt að reikna þetta út miðað við einhverjar ákveðnar forsendur og miða þá við 1.450 vinnandi ellilífeyrisþega sem þegar eru í bótakerfi TR og munu njóta þessara breytinga en þeir eru aðeins um 3% af heildinni. Ef þetta frumvarp verður að lögum munu mjög margir nýta sér það eins og að ofan greinir sem mun skapa ríkissjóði ófyrirséð útgjöld. Samkvæmt útreikningi TR þá mun bótaréttur hækka um 45% af atvinnutekjum umfram 100 þúsund króna frítekjumark sem nemur 160-180 þúsund krónum fyrir 500 þúsund króna mánaðarlaun. Nú eru 5-6 þúsund manns sem náð hafa 67 ára aldri en hafa ekki sótt um ellilífeyri vegna hárra tekna og er sennilegt að stór hluti þessa fólks muni sækja um ellilífeyri frá TR. Mikil óvissa ríkir því um hver aukning útgjalda ríkisins verður en samkvæmt lauslegri áætlun er um að ræða 10-15 milljarða á ársgrundvelli og mun fara hækkandi þar sem þeim fjölgar á hverju ári sem munu nýta sér þetta. Það er ljóst að frumvarp þetta leysir ekki vanda þeirra ellilífeyrisþega sem hafa ekki atvinnutekjur, lágar greiðslur frá lífeyrissjóðum og lágar fjármagnstekjur, það þarf að velja aðrar leiðir fyrir þennan hóp. Nú er frítekjumark fyrir atvinnutekjur kr. 100 þúsund og kr. 25 þúsund frítekjumark sem gildir fyrir lífeyris-, fjármagns- og atvinnutekjur. Sem breytingu má hugsa sér að hafa frítekjumark sem aðeins gilti fyrir lífeyris- og fjármagnstekjur kr. 125 þúsund, það mundi hækka ráðstöfunartekjur þeirra sem nýttu sér það um kr. 56 þúsund. Jafnframt mætti hækka frítekjumark vegna atvinnutekna um kr. 100 þúsund, þannig að það yrði kr. 200 þúsund sem yrði til þess að margir hefðu hag af því að halda áfram að vinna, en það er nauðsynlegt að hafa þak á þessu frítekjumarki. Tilurð þessara skrifa er að ég hlustaði á umræður viðkomandi lagafrumvarps og kom á óvart að það var samþykkt að veita því brautargengi án athugasemda. Þótt settar séu fram þessar hugmyndir um bætt kjör ellilífeyrisþega eru eflaust betri lausnir til og væri æskilegt að þingmenn og sérfræðingar þjóðarinnar legðu sig fram um að koma með lausnir. Ofangreindum sjónarmiðum er hér með komið á framfæri. Það eru margar leiðir til að bæta kjör aldraðra, en sú leið að bjóða 1% hækkun á persónuafslætti eða kr. 580 eins og ríkisstjórnin býður er ekki boðlegt, það væri hægt að hækka persónuafslátt verulega og hafa hann þrepaskiptan eftir tekjum. Nauðsynlegt er að horfa til framtíðar því það kemur að því að flestir ellilífeyrisþegar geta lifað af greiðslum úr sínum lífeyrissjóði og þurfa ekki bætur frá TR. Skrifað 26. október 2018 af ellilífeyrisþega sem hefur áhyggjur af velferð ellilífeyrisþega og þjóðarbúsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Á fundi alþingis 25. október sl. var 1. umræða um frumvarp til laga um afnám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna, lagt fram af þingmönnum Flokks fólksins og Miðflokksins. Það er gott að það sé farið að ræða kjör aldraðra á Alþingi og vonandi verður það til þess að heildræn úrlausn fáist á kjörum aldraðra. Frumvarpið mun þó ekki bæta kjör nema fárra ellilífeyrisþega eða þeirra sem núna stunda atvinnu, og verður hvatning svo að fleiri fari að vinna. Þetta verður einnig til þess að þeir sem eiga nú ekki rétt á bótum vegna hárra tekna fá bætur frá Tryggingastofnun (TR). Einnig mun þetta nýtast þeim sem verða 67 ára á næstu árum og halda áfram að vinna, geta frestað töku lífeyris úr lífeyrissjóði og fá þá fullar bætur frá TR þar sem engar skerðingar verða vegna atvinnutekna. Samkvæmt yfirlýsingum flutningsmanna frumvarpsins mun þetta frumvarp kosta ríkissjóð kr. 0. Það getur eflaust verið að það sé hægt að reikna þetta út miðað við einhverjar ákveðnar forsendur og miða þá við 1.450 vinnandi ellilífeyrisþega sem þegar eru í bótakerfi TR og munu njóta þessara breytinga en þeir eru aðeins um 3% af heildinni. Ef þetta frumvarp verður að lögum munu mjög margir nýta sér það eins og að ofan greinir sem mun skapa ríkissjóði ófyrirséð útgjöld. Samkvæmt útreikningi TR þá mun bótaréttur hækka um 45% af atvinnutekjum umfram 100 þúsund króna frítekjumark sem nemur 160-180 þúsund krónum fyrir 500 þúsund króna mánaðarlaun. Nú eru 5-6 þúsund manns sem náð hafa 67 ára aldri en hafa ekki sótt um ellilífeyri vegna hárra tekna og er sennilegt að stór hluti þessa fólks muni sækja um ellilífeyri frá TR. Mikil óvissa ríkir því um hver aukning útgjalda ríkisins verður en samkvæmt lauslegri áætlun er um að ræða 10-15 milljarða á ársgrundvelli og mun fara hækkandi þar sem þeim fjölgar á hverju ári sem munu nýta sér þetta. Það er ljóst að frumvarp þetta leysir ekki vanda þeirra ellilífeyrisþega sem hafa ekki atvinnutekjur, lágar greiðslur frá lífeyrissjóðum og lágar fjármagnstekjur, það þarf að velja aðrar leiðir fyrir þennan hóp. Nú er frítekjumark fyrir atvinnutekjur kr. 100 þúsund og kr. 25 þúsund frítekjumark sem gildir fyrir lífeyris-, fjármagns- og atvinnutekjur. Sem breytingu má hugsa sér að hafa frítekjumark sem aðeins gilti fyrir lífeyris- og fjármagnstekjur kr. 125 þúsund, það mundi hækka ráðstöfunartekjur þeirra sem nýttu sér það um kr. 56 þúsund. Jafnframt mætti hækka frítekjumark vegna atvinnutekna um kr. 100 þúsund, þannig að það yrði kr. 200 þúsund sem yrði til þess að margir hefðu hag af því að halda áfram að vinna, en það er nauðsynlegt að hafa þak á þessu frítekjumarki. Tilurð þessara skrifa er að ég hlustaði á umræður viðkomandi lagafrumvarps og kom á óvart að það var samþykkt að veita því brautargengi án athugasemda. Þótt settar séu fram þessar hugmyndir um bætt kjör ellilífeyrisþega eru eflaust betri lausnir til og væri æskilegt að þingmenn og sérfræðingar þjóðarinnar legðu sig fram um að koma með lausnir. Ofangreindum sjónarmiðum er hér með komið á framfæri. Það eru margar leiðir til að bæta kjör aldraðra, en sú leið að bjóða 1% hækkun á persónuafslætti eða kr. 580 eins og ríkisstjórnin býður er ekki boðlegt, það væri hægt að hækka persónuafslátt verulega og hafa hann þrepaskiptan eftir tekjum. Nauðsynlegt er að horfa til framtíðar því það kemur að því að flestir ellilífeyrisþegar geta lifað af greiðslum úr sínum lífeyrissjóði og þurfa ekki bætur frá TR. Skrifað 26. október 2018 af ellilífeyrisþega sem hefur áhyggjur af velferð ellilífeyrisþega og þjóðarbúsins.
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar