Skömmin þrífst í þögninni Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Ef maður hefur gert eitthvað rangt er að sjálfsögðu gott að skammast sín, en það getur reynst mjög afdrifaríkt fyrir manneskjur að finna til óverðskuldaðrar skammar, eins og algengt er með fórnarlömb sifjaspella. Óverðskulduð skömm eyðileggur sjálfsmynd barnsins og spillir lífsviðhorfum þess. Börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi trúa því oft sjálf að þau eigi það skilið, að Guð sé að refsa þeim eða að þau hafi valdið því að það gerðist.“ (Ekki líta undan, bls. 177.)Sjálfsásökun Ein algengasta afleiðing kynferðisofbeldis er sjálfsásökun og breytir engu þó að skynsemin, annað fólk, og meira að segja öll rök, vitni um að sökin sé aldrei þess sem fyrir ofbeldinu verður. Margar ástæður liggja þar að baki. Þolendum kynferðisofbeldis er oft sagt að þeir hafi viljað ofbeldið. Þeim er hótað hefndum komist það upp og jafnvel þó að þeim sé ekki hótað er skömmin oft yfirsterkari lönguninni til að segja frá. Sjálfsásökunin á sér einnig upphaf í því að hafa ekki komist undan, að hafa „látið ofbeldið gerast“, eins fáránlegt og það hljómar. Sumir ofbeldismenn gefa fórnarlömbum sínum gjafir, peninga eða annað og mikil skömm hlýst af því að hafa þegið gjafir frá ofbeldismanninum. Kynferðisofbeldi á sér oftast stað á milli einstaklinga sem tengjast. Það fylgir því meiri skömm að faðir, bróðir, afi eða kærasti sé gerandi ofbeldisins en ókunnugur maður í dimmu skuggasundi. Slík áföll trufla þroska barna á mjög djúpstæðan hátt, afskræma sjálfsmyndina og brjóta gegn sjálfsforræði þeirra. Ráðist er á líkamann, hann særður og svívirtur og skömmin er svar við því hjálparleysi sem fylgir slíkri árás á líkamlegt sjálfræði og niðurlægingu í viðurvist annarrar manneskju.Ofmat á því að skila skömminni Skömmin er lykilþáttur í andlegum þjáningum og tilfinningavanda þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi og eitt af einkennum áfallastreitu. Hún er greypt í hina kynjuðu menningu þar sem hún er öflugt verkfæri í vopnabúri karla og elur á kynferðislegri skömm hjá konum. Sterkt batamerki þegar unnið er úr afleiðingum kynferðisofbeldis er þegar þolandi finnur að skömmin hefur minnkað. Því miður er sú goðsögn lífseig að þolendur þurfi bara „að skila skömminni“ og þá verði þeir frjálsir og lausir við áfallastreitu, neyslu eða aðrar afleiðingar ofbeldisins. Þetta er ótrúlega mikil einföldun á djúpstæðum tilfinningum. Í fyrsta lagi er með þessu verið að hvetja þolendur til að skila skömminni til ofbeldismannsins sem í langflestum tilvikum er ekkert á því að taka á móti skömm sem hann finnur ekki á nokkurn hátt fyrir! Í öðru lagi er enn og aftur verið að koma ábyrgðinni á verknaðinum yfir á þolandann.Segðu frá Öflugasta leiðin til að losna við skömmina er að tala um ofbeldið. Skömmin fær þrifist í skjóli leyndar. En áríðandi er að frásögnin sé algjörlega á forsendum þolandans og að hún fari í upphafi fram þar sem þolandinn upplifir öryggi, traust og trúnað. Forsíður dagblaða og netmiðla bjóða ekki upp á slíkar aðstæður. Hins vegar þarf að tala opinskátt um kynferðisofbeldi og það ber fyrst og fremst að gera af virðingu við þolendur. Þeir eiga það skilið af samfélaginu og jafnframt að talað sé um gerendur á opinskáan hátt, án allrar meðvirkni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ef maður hefur gert eitthvað rangt er að sjálfsögðu gott að skammast sín, en það getur reynst mjög afdrifaríkt fyrir manneskjur að finna til óverðskuldaðrar skammar, eins og algengt er með fórnarlömb sifjaspella. Óverðskulduð skömm eyðileggur sjálfsmynd barnsins og spillir lífsviðhorfum þess. Börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi trúa því oft sjálf að þau eigi það skilið, að Guð sé að refsa þeim eða að þau hafi valdið því að það gerðist.“ (Ekki líta undan, bls. 177.)Sjálfsásökun Ein algengasta afleiðing kynferðisofbeldis er sjálfsásökun og breytir engu þó að skynsemin, annað fólk, og meira að segja öll rök, vitni um að sökin sé aldrei þess sem fyrir ofbeldinu verður. Margar ástæður liggja þar að baki. Þolendum kynferðisofbeldis er oft sagt að þeir hafi viljað ofbeldið. Þeim er hótað hefndum komist það upp og jafnvel þó að þeim sé ekki hótað er skömmin oft yfirsterkari lönguninni til að segja frá. Sjálfsásökunin á sér einnig upphaf í því að hafa ekki komist undan, að hafa „látið ofbeldið gerast“, eins fáránlegt og það hljómar. Sumir ofbeldismenn gefa fórnarlömbum sínum gjafir, peninga eða annað og mikil skömm hlýst af því að hafa þegið gjafir frá ofbeldismanninum. Kynferðisofbeldi á sér oftast stað á milli einstaklinga sem tengjast. Það fylgir því meiri skömm að faðir, bróðir, afi eða kærasti sé gerandi ofbeldisins en ókunnugur maður í dimmu skuggasundi. Slík áföll trufla þroska barna á mjög djúpstæðan hátt, afskræma sjálfsmyndina og brjóta gegn sjálfsforræði þeirra. Ráðist er á líkamann, hann særður og svívirtur og skömmin er svar við því hjálparleysi sem fylgir slíkri árás á líkamlegt sjálfræði og niðurlægingu í viðurvist annarrar manneskju.Ofmat á því að skila skömminni Skömmin er lykilþáttur í andlegum þjáningum og tilfinningavanda þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi og eitt af einkennum áfallastreitu. Hún er greypt í hina kynjuðu menningu þar sem hún er öflugt verkfæri í vopnabúri karla og elur á kynferðislegri skömm hjá konum. Sterkt batamerki þegar unnið er úr afleiðingum kynferðisofbeldis er þegar þolandi finnur að skömmin hefur minnkað. Því miður er sú goðsögn lífseig að þolendur þurfi bara „að skila skömminni“ og þá verði þeir frjálsir og lausir við áfallastreitu, neyslu eða aðrar afleiðingar ofbeldisins. Þetta er ótrúlega mikil einföldun á djúpstæðum tilfinningum. Í fyrsta lagi er með þessu verið að hvetja þolendur til að skila skömminni til ofbeldismannsins sem í langflestum tilvikum er ekkert á því að taka á móti skömm sem hann finnur ekki á nokkurn hátt fyrir! Í öðru lagi er enn og aftur verið að koma ábyrgðinni á verknaðinum yfir á þolandann.Segðu frá Öflugasta leiðin til að losna við skömmina er að tala um ofbeldið. Skömmin fær þrifist í skjóli leyndar. En áríðandi er að frásögnin sé algjörlega á forsendum þolandans og að hún fari í upphafi fram þar sem þolandinn upplifir öryggi, traust og trúnað. Forsíður dagblaða og netmiðla bjóða ekki upp á slíkar aðstæður. Hins vegar þarf að tala opinskátt um kynferðisofbeldi og það ber fyrst og fremst að gera af virðingu við þolendur. Þeir eiga það skilið af samfélaginu og jafnframt að talað sé um gerendur á opinskáan hátt, án allrar meðvirkni.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun