Stefnir hraðbyri á að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn Birgir Olgeirsson skrifar 12. júlí 2018 12:17 Kylie Jenner hefur úr ansi miklu að moða. Vísir/Getty Ungstirnið bandaríska Kylie Jenner stefnir hraðbyri að því að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn, að því er fram kemur í bandaríska tímaritinu Forbes. Auðæfi Kylie Jenner, sem er aðeins tvítug að aldri, eru metin á 900 milljónir dollara, eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. Jenner tilheyrir Kardashian-fjölskyldunni sem er þekkt víða um heim, sérstaklega vegna raunveruleikaþáttarins Keeping Up with the Kardashians sem fylgir eftir lífi fjölskyldunnar og störfum. Kylie Jenner er yngst systkinanna en hún hóf sölu á eigin snyrtivörulínu fyrir þremur árum. Systir hennar, hin 37 ára gamla Kim Kardashian West, er metin á 350 milljónir dollara. Jenner, sem má ekki einu sinni smakka á áfengi í Bandaríkjunum sökum aldurs, verður tuttugu og eins árs í ágúst næstkomandi en hún prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Forbes-tímaritsins. Snyrtivörulínan hennar hefur selst gríðarlega vel í vefverslunum og bíða aðdáendur hennar jafnan spenntir eftir nýjustu vörunum sem rjúka út eins og heitar lummur. Auðæfi hennar eru mun meiri en stórra stjarna í Bandaríkjunum, þar á meðal Beyoncé Knowles og Taylor Swift, en auðæfi þeirra eru metin á 335 milljónir dollara og 320 milljónir dollara. Kylie var 10 ára gömul þegar fyrsti þátturinn af Keeping Up with the Kardashians var sýndur árið 2007.thank you @Forbes for this article and the recognition. I'm so blessed to do what i love everyday. #KylieCosmetics pic.twitter.com/CRBwlBByk9— Kylie Jenner (@KylieJenner) July 11, 2018 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Ungstirnið bandaríska Kylie Jenner stefnir hraðbyri að því að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn, að því er fram kemur í bandaríska tímaritinu Forbes. Auðæfi Kylie Jenner, sem er aðeins tvítug að aldri, eru metin á 900 milljónir dollara, eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. Jenner tilheyrir Kardashian-fjölskyldunni sem er þekkt víða um heim, sérstaklega vegna raunveruleikaþáttarins Keeping Up with the Kardashians sem fylgir eftir lífi fjölskyldunnar og störfum. Kylie Jenner er yngst systkinanna en hún hóf sölu á eigin snyrtivörulínu fyrir þremur árum. Systir hennar, hin 37 ára gamla Kim Kardashian West, er metin á 350 milljónir dollara. Jenner, sem má ekki einu sinni smakka á áfengi í Bandaríkjunum sökum aldurs, verður tuttugu og eins árs í ágúst næstkomandi en hún prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Forbes-tímaritsins. Snyrtivörulínan hennar hefur selst gríðarlega vel í vefverslunum og bíða aðdáendur hennar jafnan spenntir eftir nýjustu vörunum sem rjúka út eins og heitar lummur. Auðæfi hennar eru mun meiri en stórra stjarna í Bandaríkjunum, þar á meðal Beyoncé Knowles og Taylor Swift, en auðæfi þeirra eru metin á 335 milljónir dollara og 320 milljónir dollara. Kylie var 10 ára gömul þegar fyrsti þátturinn af Keeping Up with the Kardashians var sýndur árið 2007.thank you @Forbes for this article and the recognition. I'm so blessed to do what i love everyday. #KylieCosmetics pic.twitter.com/CRBwlBByk9— Kylie Jenner (@KylieJenner) July 11, 2018
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira