Stýra umfjöllun um tollastríðið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. júlí 2018 06:00 Xi Jinping, forseti Kína. Vísir/AFP Svo virðist sem kínverska ríkisstjórnin reyni nú að koma í veg fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti beiti sér af meiri hörku í tollastríðinu. Reuters greindi frá því í gær og hafði eftir heimildarmönnum sínum að ríkisstjórn Xi Jinping forseta hefði bannað ríkisfjölmiðlum að gagnrýna Trump. „Í gagnrýni ykkar á gjörðir og málflutning Bandaríkjamanna skulið þið passa að tengja það ekki Trump sjálfum heldur beina því að bandarísku ríkisstjórninni í heild,“ segir til dæmis í minnisblaði með leiðbeiningum sem fjölmiðlar fengu sent. Sagði þar enn fremur að miðlarnir yrðu að hjálpa til við að koma stöðugleika á í kínverska hagkerfinu, stuðla að hagvexti, fullri atvinnu sem og stöðugleika í milliríkjaviðskiptum. Viðmælandi Reuters, blaðamaður á stórum, ónefndum, kínverskum fréttavef, sagði reglurnar þær ströngustu til þessa. Miðillinn mætti eingöngu birta fréttir um tollastríðið sem þegar hefðu birst á ríkismiðlinum Xinhua, en ekki skrifa sínar eigin. Þá mættu fréttir um tollastríðið ekki fara á topp vefsíðunnar. Ríkisstjórnin Kína sakaði Bandaríkjastjórn þó um að ganga fram af of mikilli hörku í gær og varaði við mótaðgerðum eftir að Bandaríkjastjórn innleiddi tíu prósent tolla á kínverskar vörur að andvirði 200 milljarða Bandaríkjadala. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Hætta er á að viðskiptastríð Trump Bandaríkjaforseta og Kína harðni enn á næstunni. 6. júlí 2018 10:15 Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Tollastríð gæti leitt til skjálfta í öllu efnahagslífi heimsins Formlegt tollastríð er skollið á milli tveggja stærstu hagkerfa heims, það er að segja Bandaríkjanna og Kína. 6. júlí 2018 19:30 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Svo virðist sem kínverska ríkisstjórnin reyni nú að koma í veg fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti beiti sér af meiri hörku í tollastríðinu. Reuters greindi frá því í gær og hafði eftir heimildarmönnum sínum að ríkisstjórn Xi Jinping forseta hefði bannað ríkisfjölmiðlum að gagnrýna Trump. „Í gagnrýni ykkar á gjörðir og málflutning Bandaríkjamanna skulið þið passa að tengja það ekki Trump sjálfum heldur beina því að bandarísku ríkisstjórninni í heild,“ segir til dæmis í minnisblaði með leiðbeiningum sem fjölmiðlar fengu sent. Sagði þar enn fremur að miðlarnir yrðu að hjálpa til við að koma stöðugleika á í kínverska hagkerfinu, stuðla að hagvexti, fullri atvinnu sem og stöðugleika í milliríkjaviðskiptum. Viðmælandi Reuters, blaðamaður á stórum, ónefndum, kínverskum fréttavef, sagði reglurnar þær ströngustu til þessa. Miðillinn mætti eingöngu birta fréttir um tollastríðið sem þegar hefðu birst á ríkismiðlinum Xinhua, en ekki skrifa sínar eigin. Þá mættu fréttir um tollastríðið ekki fara á topp vefsíðunnar. Ríkisstjórnin Kína sakaði Bandaríkjastjórn þó um að ganga fram af of mikilli hörku í gær og varaði við mótaðgerðum eftir að Bandaríkjastjórn innleiddi tíu prósent tolla á kínverskar vörur að andvirði 200 milljarða Bandaríkjadala.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Hætta er á að viðskiptastríð Trump Bandaríkjaforseta og Kína harðni enn á næstunni. 6. júlí 2018 10:15 Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Tollastríð gæti leitt til skjálfta í öllu efnahagslífi heimsins Formlegt tollastríð er skollið á milli tveggja stærstu hagkerfa heims, það er að segja Bandaríkjanna og Kína. 6. júlí 2018 19:30 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Hætta er á að viðskiptastríð Trump Bandaríkjaforseta og Kína harðni enn á næstunni. 6. júlí 2018 10:15
Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20
Tollastríð gæti leitt til skjálfta í öllu efnahagslífi heimsins Formlegt tollastríð er skollið á milli tveggja stærstu hagkerfa heims, það er að segja Bandaríkjanna og Kína. 6. júlí 2018 19:30