Heitt í hamsi á nefndarfundi um nýjan Hæstaréttardómara Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2018 14:02 Einn mótmælenda í salnum í dag. Vísir/EPA Þingmenn Demókrataflokksins gagnrýndu formann dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, Chuck Grassley, harðlega við upphaf nefndarfundar í dag. Þar voru þingmenn samankomnir til að spyrja Brett Kavanaugh, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Gagnrýnin sneri að mestu að skjölum varðandi Kavanaugh sem ekki hafa borist til meðlima nefndarinnar og sökuðu þingmenn minnihlutans meirihlutann um að reyna að fela upplýsingar. Þingmennirnir kölluðu eftir því að fundinum yrði frestað. Mikið var um frammíköll í salnum bæði frá þingmönnum og almenningi. Við byrjun umfjöllunarinnar var nokkrum mótmælendum gert að yfirgefa salinn vegna öskra. Þær voru klæddar í Frammíköllin hættu þó ekki við það. „Láttu henda henni út. Guð minn góður,“ sagði einn þingmaður Repúblikanaflokksins um konu sem kallaði ítrekað þegar formaður nefndarinnar var að tala. Í nýlegri könnun sem ABC News og Washington Post gerðu kom í ljós að einungis 38 prósent kjósenda styðji tilnefningu Kavanaugh. 39 prósent sögðu að hann ætti ekki að verða Hæstaréttardómari og 23 prósent sögðust óákveðin.Það er með lægri stuðningi við dómaraefni sem mæst hefur í áratugi. Áðurnefnd skjöl snúa að mestu að vinnu Kavanaugh fyrir George W. Bush. Ríkisstjórn Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna, hefur komið í veg fyrir að rúmlega hundrað þúsund blaðsíður af skjölum varðandi störf Kavanaugh verði afhentar þingmönnum. Kavanaugh kom einnig að því að skrifa skýrslu um Bill Clinton þegar hann var forseti og hefur hann verið sakaður um að brjóta af sér í starfi.Fundurinn stendur enn yfir og hægt er að horfa á þetta æsispennandi sjónvarpsefni hér að neðan. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump tilnefndi heittrúaðan kaþólikka Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Brett Kavanaugh sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. 10. júlí 2018 05:58 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Þingmenn Demókrataflokksins gagnrýndu formann dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, Chuck Grassley, harðlega við upphaf nefndarfundar í dag. Þar voru þingmenn samankomnir til að spyrja Brett Kavanaugh, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Gagnrýnin sneri að mestu að skjölum varðandi Kavanaugh sem ekki hafa borist til meðlima nefndarinnar og sökuðu þingmenn minnihlutans meirihlutann um að reyna að fela upplýsingar. Þingmennirnir kölluðu eftir því að fundinum yrði frestað. Mikið var um frammíköll í salnum bæði frá þingmönnum og almenningi. Við byrjun umfjöllunarinnar var nokkrum mótmælendum gert að yfirgefa salinn vegna öskra. Þær voru klæddar í Frammíköllin hættu þó ekki við það. „Láttu henda henni út. Guð minn góður,“ sagði einn þingmaður Repúblikanaflokksins um konu sem kallaði ítrekað þegar formaður nefndarinnar var að tala. Í nýlegri könnun sem ABC News og Washington Post gerðu kom í ljós að einungis 38 prósent kjósenda styðji tilnefningu Kavanaugh. 39 prósent sögðu að hann ætti ekki að verða Hæstaréttardómari og 23 prósent sögðust óákveðin.Það er með lægri stuðningi við dómaraefni sem mæst hefur í áratugi. Áðurnefnd skjöl snúa að mestu að vinnu Kavanaugh fyrir George W. Bush. Ríkisstjórn Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna, hefur komið í veg fyrir að rúmlega hundrað þúsund blaðsíður af skjölum varðandi störf Kavanaugh verði afhentar þingmönnum. Kavanaugh kom einnig að því að skrifa skýrslu um Bill Clinton þegar hann var forseti og hefur hann verið sakaður um að brjóta af sér í starfi.Fundurinn stendur enn yfir og hægt er að horfa á þetta æsispennandi sjónvarpsefni hér að neðan.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump tilnefndi heittrúaðan kaþólikka Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Brett Kavanaugh sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. 10. júlí 2018 05:58 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Trump tilnefndi heittrúaðan kaþólikka Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Brett Kavanaugh sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. 10. júlí 2018 05:58