Fulltrúar atvinnulífsins í Svíþjóð hafa áhyggjur af áformum Svíþjóðardemókrata um að óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu úr Evrópusambandinu, það er Swexit, að loknum kosningunum sem haldnar eru þann 9. september. Fulltrúarnir benda á að aðild sé mikilvæg þar sem Svíar séu háðir útflutningi framleiðslu sinnar.
Leiðtogi flokksins, Jimmie Åkesson, segir Svía undirgangast of mikla löggjöf erlendis frá. Þeir sendi stjórnmálamenn á fjölda funda. Það séu samt sem áður Frakkar og Þjóðverjar sem taki allar ákvarðanirnar. Samkvæmt skoðanakönnunum fá Svíþjóðardemókratar um fimmtung atkvæða í komandi kosningum.
Tæp 70 prósent Svía eru fylgjandi aðild að Evrópusambandinu, ESB, samkvæmt könnun frá því í maí.
Vilja atkvæði um Swexit
Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
