Talið að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers á tveimur dögum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 23:27 Sýrlenskur maður fær aðhlynningu á spítala í þorpi í Austur-Ghouta í dag eftir að hafa lent í loftárás Sýrlandshers. vísir/getty Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að allt að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers sem gerðar hafa verið á Austur-Ghouta í Sýrlandi síðustu tvo daga. Meira en 50 börn hafa látið lífið í árásunum. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að þess sé skammt að bíða að enginn hafi stjórn á ástandinu í Austur-Ghouta. Austur-Ghouta er nálægt borginni Damaskus og er svæðið það eina sem enn er á valdi uppreisnarmanna í nágrenni borgarinnar. Að því er fram kemur á vef BBC setti Sýrlandsher aukinn kraft í það að ná svæðinu til sín síðastliðinn sunnudag, með tilheyrandi sprengjuárásum. Syrian Observatory for Human Rights segja að árásirnar á Austur-Ghouta nú séu þær verstu síðan efnavopnaárás var gerð á svæðið árið 2013. Talið er að um 1200 manns hafi særst í árásunum síðustu daga. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir vopnahléi svo hægt verði að koma neyðaraðstoð inn á svæðið og flytja særða burt. Sex spítalar, heimili og skólar hafa orðið fyrir sprengjum síðustu daga. Svæðisstjóri Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi sagði að honum hryllti við fregnum af því að spítalar hefðu verið sérstök skotmörk og varaði við því að slíkar árásir gætu flokkast sem stríðsglæpir. Sýrlensk yfirvöld hafa aðeins hleypt einum bíl með neyðaraðstoð inn á svæðið síðan í nóvember síðastliðnum. Þá er mikill skortur á matvælum í Austur-Ghouta; brauðhleifur kostar 22 sinnum það sem hann kostar annars staðar í landinu og fjöldi barna þjáist af alvarlegum næringarskorti. Sýrland Tengdar fréttir Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. 20. febrúar 2018 06:29 Assad-liðar á leið til Afrin Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. 20. febrúar 2018 16:17 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að allt að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers sem gerðar hafa verið á Austur-Ghouta í Sýrlandi síðustu tvo daga. Meira en 50 börn hafa látið lífið í árásunum. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að þess sé skammt að bíða að enginn hafi stjórn á ástandinu í Austur-Ghouta. Austur-Ghouta er nálægt borginni Damaskus og er svæðið það eina sem enn er á valdi uppreisnarmanna í nágrenni borgarinnar. Að því er fram kemur á vef BBC setti Sýrlandsher aukinn kraft í það að ná svæðinu til sín síðastliðinn sunnudag, með tilheyrandi sprengjuárásum. Syrian Observatory for Human Rights segja að árásirnar á Austur-Ghouta nú séu þær verstu síðan efnavopnaárás var gerð á svæðið árið 2013. Talið er að um 1200 manns hafi særst í árásunum síðustu daga. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir vopnahléi svo hægt verði að koma neyðaraðstoð inn á svæðið og flytja særða burt. Sex spítalar, heimili og skólar hafa orðið fyrir sprengjum síðustu daga. Svæðisstjóri Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi sagði að honum hryllti við fregnum af því að spítalar hefðu verið sérstök skotmörk og varaði við því að slíkar árásir gætu flokkast sem stríðsglæpir. Sýrlensk yfirvöld hafa aðeins hleypt einum bíl með neyðaraðstoð inn á svæðið síðan í nóvember síðastliðnum. Þá er mikill skortur á matvælum í Austur-Ghouta; brauðhleifur kostar 22 sinnum það sem hann kostar annars staðar í landinu og fjöldi barna þjáist af alvarlegum næringarskorti.
Sýrland Tengdar fréttir Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. 20. febrúar 2018 06:29 Assad-liðar á leið til Afrin Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. 20. febrúar 2018 16:17 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. 20. febrúar 2018 06:29
Assad-liðar á leið til Afrin Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. 20. febrúar 2018 16:17
Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15