Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2018 23:36 Nemendur frá Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum mættu í rútum til höfuðstaðarins Tallahassee til að þrýsta á um aðgerðir í skotvopnamálum. Allt kom þó fyrir ekki í ríkisþinginu. Vísir/Getty Þingmenn á ríkisþingi Flórída neituðu að taka fyrir frumvarp um bann við hríðskotarifflum eins og þeim sem notaður var í banvænni skotárás í framhaldsskóla í síðustu viku. Árásin kostaði sautján nemendur skólans lífið. Demókratar á ríkisþinginu kröfuðust atkvæðagreiðslu um að taka frumvarpið til umfjöllunar í dag. Mikil umræða hefur verið um skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum eftir skotárásina í Parkland á Flórída á miðvikudag. Fyrrverandi nemandi skaut þá fjölda manns til bana með hríðskotariffli. Fjöldi nemenda frá skólanum fylkti liði í þinghúsið til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni en þeir hafa orðið ötulir talsmenn hertrar skotvopnalöggjafar eftir blóðbaðið. Þeim varð þó ekki að ósk sinni því repúblikanar sem hafa meirihluta í neðri deild ríkisþingsins felldu tillöguna um að taka málið á dagskrá, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Þar með er ljóst að frumvarpið fær ekki umfjöllun áður en þessu þingi lýkur 9. mars. Leiðtogar repúblikana á Flórída hafa aftur á móti sagt að þeir sé tilbúnir að skoða að hækka aldurstakmörk fyrir byssukaupum í ríkinu og að svipta einstaklinga skotvopnum tímabundið ef þeir eru taldir hættulegir öðrum. Þá vill menntamálanefnd öldungadeildar ríkisþingsins bregðast við harmleiknum með því að hafa vopnaða lögreglumenn í öllum skólum á Flórída. Ákvæði þess efnis verður lagt fram í frumvarpi um menntamál sem nú er í meðförum þingsins. Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Þingmenn á ríkisþingi Flórída neituðu að taka fyrir frumvarp um bann við hríðskotarifflum eins og þeim sem notaður var í banvænni skotárás í framhaldsskóla í síðustu viku. Árásin kostaði sautján nemendur skólans lífið. Demókratar á ríkisþinginu kröfuðust atkvæðagreiðslu um að taka frumvarpið til umfjöllunar í dag. Mikil umræða hefur verið um skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum eftir skotárásina í Parkland á Flórída á miðvikudag. Fyrrverandi nemandi skaut þá fjölda manns til bana með hríðskotariffli. Fjöldi nemenda frá skólanum fylkti liði í þinghúsið til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni en þeir hafa orðið ötulir talsmenn hertrar skotvopnalöggjafar eftir blóðbaðið. Þeim varð þó ekki að ósk sinni því repúblikanar sem hafa meirihluta í neðri deild ríkisþingsins felldu tillöguna um að taka málið á dagskrá, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Þar með er ljóst að frumvarpið fær ekki umfjöllun áður en þessu þingi lýkur 9. mars. Leiðtogar repúblikana á Flórída hafa aftur á móti sagt að þeir sé tilbúnir að skoða að hækka aldurstakmörk fyrir byssukaupum í ríkinu og að svipta einstaklinga skotvopnum tímabundið ef þeir eru taldir hættulegir öðrum. Þá vill menntamálanefnd öldungadeildar ríkisþingsins bregðast við harmleiknum með því að hafa vopnaða lögreglumenn í öllum skólum á Flórída. Ákvæði þess efnis verður lagt fram í frumvarpi um menntamál sem nú er í meðförum þingsins.
Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26
Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00
Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39
Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45