Forneskjulegar aðferðir Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. febrúar 2018 07:00 Í frumvarpi til laga um breytingu á hegningarlögum, sem gerir það að verkum að umskurður drengja varði sex ára fangelsi, lýstur saman með nokkuð athyglisverðum hætti arfleifð forneskjunnar, trúarbragða og hefða annars vegar, og hins vegar þeirri upplýstu heimspeki og siðferði sem mynda grundvöll nútíma lagasetningar og læknisfræði á Vesturlöndum. Því miður er frumvarpið með engu móti heppileg leið til að hefja upplýsta og þarfa umræðu um umskurð drengja. Hin forna og helga hefð umskurðar drengja er birtingarmynd þess hvernig áherslur og hefðir samfélagsins eru settar skör hærra en frelsi einstaklingsins. Með umskurði er drengnum fundinn staður innan ákveðinna trúarhefða og hann skilgreindur út frá hefðum foreldra sinna. Þetta einskorðast auðvitað ekki við umskurð. Börn neyðast víða til að opna arma sína fyrir trúarstefnum sem þau munu mögulega segja skilið við síðar meir. Umskurður barna á ekkert skylt við þær áherslur sem við höfum haft að leiðarljósi frá því að upplýsingaröld var og hét: sjálfsforræði, réttindi einstaklingsins, trúfrelsi o.fl. Séu siðferðileg sjónarmið sett til hliðar, þá er enn vafasamur læknisfræðilegur grundvöllur fyrir inngripi eins og umskurði. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hann dragi úr líkum á þvagfærasýkingu, en slíkt má auðveldlega meðhöndla með lyfjum. Að hann sé vörn gegn veirusýkingum og kynsjúkdómum eru rök sem eiga varla erindi í vestrænu samhengi og engan veginn sem réttlæting fyrir sársaukafullri aðgerð eins og umskurði. Á Vesturlöndum hafa forneskjulegar hefðir blessunarlega þurft að lúta í lægra haldi fyrir áherslum hins upplýsta samfélags. En eigum við í einni svipan að banna umskurð með lögum og henda þeim sem hann stunda í sex ára fangelsi? Nei, auðvitað ekki. Slíkt er hvorki til þess fallið að sýna trúarlífi gyðinga og múslima virðingu, né er það vænlegt til ávinnings og er í raun í sjálfu sér forneskjuleg nálgun að flóknu og viðkvæmu máli. Sé þingmönnunum alvara um að ná fram breytingum þá þarf mun víðtækari umræða að eiga sér stað og við Íslendingar, með okkar takmörkuðu reynslu af umskurði, erum varla réttu fundarstjórarnir í þeim samræðum. Mun frekar ættum við að horfa til smærri skrefa í skaðaminnkun sem vísa munu leiðina í rétta átt, eins og að deyfing sé ófrávíkjanleg krafa og að trúarhóparnir séu ábyrgir í þeim sjaldgæfu tilfellum þar sem vandkvæði koma upp eftir umskurð. Umskurður er langt í frá stærsta ákvörðunin sem foreldrar taka fyrir hönd barna sinna. Þriðjungur karla í heiminum er ekki með forhúð. Engu að síður þurfum við, sem upplýst samfélag, að taka afstöðu til umskurðar drengja, þá sérstaklega í ljósi þess að víðast hvar er það óheimilt með öllu, undir hvaða kringumstæðum sem er, að bera hníf að kynfærum stúlkna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Í frumvarpi til laga um breytingu á hegningarlögum, sem gerir það að verkum að umskurður drengja varði sex ára fangelsi, lýstur saman með nokkuð athyglisverðum hætti arfleifð forneskjunnar, trúarbragða og hefða annars vegar, og hins vegar þeirri upplýstu heimspeki og siðferði sem mynda grundvöll nútíma lagasetningar og læknisfræði á Vesturlöndum. Því miður er frumvarpið með engu móti heppileg leið til að hefja upplýsta og þarfa umræðu um umskurð drengja. Hin forna og helga hefð umskurðar drengja er birtingarmynd þess hvernig áherslur og hefðir samfélagsins eru settar skör hærra en frelsi einstaklingsins. Með umskurði er drengnum fundinn staður innan ákveðinna trúarhefða og hann skilgreindur út frá hefðum foreldra sinna. Þetta einskorðast auðvitað ekki við umskurð. Börn neyðast víða til að opna arma sína fyrir trúarstefnum sem þau munu mögulega segja skilið við síðar meir. Umskurður barna á ekkert skylt við þær áherslur sem við höfum haft að leiðarljósi frá því að upplýsingaröld var og hét: sjálfsforræði, réttindi einstaklingsins, trúfrelsi o.fl. Séu siðferðileg sjónarmið sett til hliðar, þá er enn vafasamur læknisfræðilegur grundvöllur fyrir inngripi eins og umskurði. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hann dragi úr líkum á þvagfærasýkingu, en slíkt má auðveldlega meðhöndla með lyfjum. Að hann sé vörn gegn veirusýkingum og kynsjúkdómum eru rök sem eiga varla erindi í vestrænu samhengi og engan veginn sem réttlæting fyrir sársaukafullri aðgerð eins og umskurði. Á Vesturlöndum hafa forneskjulegar hefðir blessunarlega þurft að lúta í lægra haldi fyrir áherslum hins upplýsta samfélags. En eigum við í einni svipan að banna umskurð með lögum og henda þeim sem hann stunda í sex ára fangelsi? Nei, auðvitað ekki. Slíkt er hvorki til þess fallið að sýna trúarlífi gyðinga og múslima virðingu, né er það vænlegt til ávinnings og er í raun í sjálfu sér forneskjuleg nálgun að flóknu og viðkvæmu máli. Sé þingmönnunum alvara um að ná fram breytingum þá þarf mun víðtækari umræða að eiga sér stað og við Íslendingar, með okkar takmörkuðu reynslu af umskurði, erum varla réttu fundarstjórarnir í þeim samræðum. Mun frekar ættum við að horfa til smærri skrefa í skaðaminnkun sem vísa munu leiðina í rétta átt, eins og að deyfing sé ófrávíkjanleg krafa og að trúarhóparnir séu ábyrgir í þeim sjaldgæfu tilfellum þar sem vandkvæði koma upp eftir umskurð. Umskurður er langt í frá stærsta ákvörðunin sem foreldrar taka fyrir hönd barna sinna. Þriðjungur karla í heiminum er ekki með forhúð. Engu að síður þurfum við, sem upplýst samfélag, að taka afstöðu til umskurðar drengja, þá sérstaklega í ljósi þess að víðast hvar er það óheimilt með öllu, undir hvaða kringumstæðum sem er, að bera hníf að kynfærum stúlkna.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun