Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2018 15:57 Samfélag dogecoin-eigenda styrktu ökumann í NASCAR-kappakstrinum. Auglýsingin skartaði shiba inu-hundinum úr netminni. Vísir/AFP Markaðsvirði rafmyntarinnar Dogecoin sem var stofnuð í gríni fyrir nokkrum árum og er nefnd eftir þekktu netminni [e. meme] náði um tveimur milljörðum dollara um helgina. Tvöfaldaðist virði myntarinnar á skömmum tíma, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mikið rafmyntaræði hefur gripið um sig hjá fjárfestum undanfarið sem hefur best sést í stórfelldum hækkunum í virði rafmyntarinnar bitcoin. Það virðist ástæða þess að dogecoin hefur nú rokið upp í verðmæti. Dogecoin var upphaflega ætlað að gera grín að Bitcoin og var þar til nýlega aðeins þekkt innan lítils hóps áhugamanna. Rafmyntin hefur aðallega vakið athygli í tengslum við íþróttir en þar hefur dogecoin-samfélagið meðal annars styrkt ökumann í bandaríska NASCAR-kappakstrinum og bobbsleðalið Jamaíka.Doge var vinsælt minni á netinu fyrir nokkrum árum.Knowyourmeme.comMyntin er kennd við netminnið „doge“. Það fólst í mynd af hundi af japönsku tegundinni shiba inu og með fylgdi ýmsar málfræðilega ótækar setningar. Þrátt fyrir uppganginn nú er virði Dogecoin margfalt minna en Bitcoin. Núverandi markaðsvirði Bitcoin er áætlað um 270 milljarðar Bandaríkjadollara. Rafmyntir Jamaíka Mið-Ameríka Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Markaðsvirði rafmyntarinnar Dogecoin sem var stofnuð í gríni fyrir nokkrum árum og er nefnd eftir þekktu netminni [e. meme] náði um tveimur milljörðum dollara um helgina. Tvöfaldaðist virði myntarinnar á skömmum tíma, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mikið rafmyntaræði hefur gripið um sig hjá fjárfestum undanfarið sem hefur best sést í stórfelldum hækkunum í virði rafmyntarinnar bitcoin. Það virðist ástæða þess að dogecoin hefur nú rokið upp í verðmæti. Dogecoin var upphaflega ætlað að gera grín að Bitcoin og var þar til nýlega aðeins þekkt innan lítils hóps áhugamanna. Rafmyntin hefur aðallega vakið athygli í tengslum við íþróttir en þar hefur dogecoin-samfélagið meðal annars styrkt ökumann í bandaríska NASCAR-kappakstrinum og bobbsleðalið Jamaíka.Doge var vinsælt minni á netinu fyrir nokkrum árum.Knowyourmeme.comMyntin er kennd við netminnið „doge“. Það fólst í mynd af hundi af japönsku tegundinni shiba inu og með fylgdi ýmsar málfræðilega ótækar setningar. Þrátt fyrir uppganginn nú er virði Dogecoin margfalt minna en Bitcoin. Núverandi markaðsvirði Bitcoin er áætlað um 270 milljarðar Bandaríkjadollara.
Rafmyntir Jamaíka Mið-Ameríka Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira