Einn af skipuleggjendum ellefta septembers er í haldi Kúrda Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 20. apríl 2018 10:03 Zammar tók þátt í undirbúningi árásanna á Bandaríkin Robert J. Fisch / Wikimedia Commons Hersveitir Kúrda í Sýrlandi segjast hafa handsamað mann sem tilheyrði sömu hryðjuverkasellu og gerði árás á tvíburaturnana og Pentagon þann ellefta september 2001. Mohammad Haydar Zammar, sem er Sýrlendingur, var hluti af hinni svokölluðu Hamborgarsellu al Kaída samtakanna sem hreiðraði um sig í Þýskalandi þremur árum fyrir árásirnar. Hann segist sjálfur hafa fengið nokkra lykilmenn til liðs við samsærið, meðal annars Mohammed Atta sem hefur verið kallaður forsprakki hópsins í Hamborg. Zammar var í beinum tengslum við Osama bin Laden og sá að sögn um alþjóðleg samskipti og peningasendingar fyrir selluna. Hann var handtekinn í Marokkó rúmum mánuði eftir að tvíburaturnarnir hrundu en Bandaríkin voru á þeim tíma ekki búin að koma upp aðstöðu til að halda föngum á Guantanamo herstöðinni. Zammar var því sendur til Sýrlands, af öllum stöðum, þar sem hann var pyntaður í alræmdasta fangelsi landsins og upplýsingar sem hann veitti sendar til Bandaríkjastjórnar. 12 árum síðar, árið 2013, var borgarastyrjöldin í algleymingi í Sýrlandi og Assad forseti ákvað að láta Zammar og fleiri hryðjuverkamenn lausa. Opinberlega var um fangaskipti að ræða en margir telja að Sýrlandsstjórn hafi viljað koma óorði á stjórnarandstæðinga með því að senda þeim liðsauka sem þennan. Enda fór Zammar rakleiðis til borgarinnar Raqqa ásamt félögum sínum og gekk til liðs við samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Þar fékk hann það hlutverk að vinna samtökunum fylgi í öðrum löndum og í þeim tilgangi sendi hann peninga til herskárra íslamista á Sínaí skaga í Egyptalandi. Það varð til þess að útibú ISIS var stofnað þar. Zammar er nú einn fjölda vígamanna frá mörgum löndum sem eru í haldi Kúrda. Kúrdarnir eru þessa stundina uppteknir af innrás Tyrkja og ekki er ljóst hvað þeir ætla sér að gera við fangana, sem flestir eru fyrrverandi vígamenn ISIS. Heimalönd þeirra vilja í flestum tilvikum ekki taka við þeim og Bandaríkjamenn ekki heldur. Í ljósi sérstakra tengsla Zammars við ellefta september er hins vegar möguleiki að Bandaríkjastjórn vilji nálgast hann eða yfirheyra með einhverjum hætti. Sýrland Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Hersveitir Kúrda í Sýrlandi segjast hafa handsamað mann sem tilheyrði sömu hryðjuverkasellu og gerði árás á tvíburaturnana og Pentagon þann ellefta september 2001. Mohammad Haydar Zammar, sem er Sýrlendingur, var hluti af hinni svokölluðu Hamborgarsellu al Kaída samtakanna sem hreiðraði um sig í Þýskalandi þremur árum fyrir árásirnar. Hann segist sjálfur hafa fengið nokkra lykilmenn til liðs við samsærið, meðal annars Mohammed Atta sem hefur verið kallaður forsprakki hópsins í Hamborg. Zammar var í beinum tengslum við Osama bin Laden og sá að sögn um alþjóðleg samskipti og peningasendingar fyrir selluna. Hann var handtekinn í Marokkó rúmum mánuði eftir að tvíburaturnarnir hrundu en Bandaríkin voru á þeim tíma ekki búin að koma upp aðstöðu til að halda föngum á Guantanamo herstöðinni. Zammar var því sendur til Sýrlands, af öllum stöðum, þar sem hann var pyntaður í alræmdasta fangelsi landsins og upplýsingar sem hann veitti sendar til Bandaríkjastjórnar. 12 árum síðar, árið 2013, var borgarastyrjöldin í algleymingi í Sýrlandi og Assad forseti ákvað að láta Zammar og fleiri hryðjuverkamenn lausa. Opinberlega var um fangaskipti að ræða en margir telja að Sýrlandsstjórn hafi viljað koma óorði á stjórnarandstæðinga með því að senda þeim liðsauka sem þennan. Enda fór Zammar rakleiðis til borgarinnar Raqqa ásamt félögum sínum og gekk til liðs við samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Þar fékk hann það hlutverk að vinna samtökunum fylgi í öðrum löndum og í þeim tilgangi sendi hann peninga til herskárra íslamista á Sínaí skaga í Egyptalandi. Það varð til þess að útibú ISIS var stofnað þar. Zammar er nú einn fjölda vígamanna frá mörgum löndum sem eru í haldi Kúrda. Kúrdarnir eru þessa stundina uppteknir af innrás Tyrkja og ekki er ljóst hvað þeir ætla sér að gera við fangana, sem flestir eru fyrrverandi vígamenn ISIS. Heimalönd þeirra vilja í flestum tilvikum ekki taka við þeim og Bandaríkjamenn ekki heldur. Í ljósi sérstakra tengsla Zammars við ellefta september er hins vegar möguleiki að Bandaríkjastjórn vilji nálgast hann eða yfirheyra með einhverjum hætti.
Sýrland Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira