Hundar í einkaherbergi með flatskjá og hlaupabretti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. október 2018 22:40 Ingvar og Jóhanna Þorbjörg sem eru eigendur nýju einunagrunarstöðvarinnar fyrir gæludýr á bænum Selási í Holta og Landsveit. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Hunda og katta sjónvarp og hlaupabretti eru meðal þess sem dýrin geta notfært sér í nýrri einangrunarstöð fyrir hunda og ketti sem hefur verið opnuð í Holt og Landsveit. Á bænum Selási hafa þau Ingvar Guðmundsson, húsasmíðameistari og Jóhann Þorbjörg Magnúsdóttir, hundaþjálfari og lögreglukona opnað glæsilega einangrunarstöð fyrir hunda og ketti. Í henni er pláss fyrir 16 hunda í sérstökum herbergjum með aðgang að útisvæði. „Okkur langaði að byggja upp aðstöðu byggða upp á hugmyndafræði Jóhönnu um það hvernig hundur getur eignast eins þægilegt líf og völ er á, jafnvel þótt hann sé í einangrun“, segir Ingvar.Öll aðstaða á Móseli er til fyrirmyndar. „Já, takk fyrir það, við reyndum bara að gera okkar allra besta. Okkar markmið er að hundunum líði eins og heima hjá sér. Þeir eru með flatskjá og sérstakt hundasjónvarp sem þeir geta horft á. Það er boðið upp á þjálfun á meðan dvöl stendur, það er bara mismunandi eftir því hvernig hund þú ert að flytja inn til landsins hvað hann þarf mikla þjálfun, þannig að hér eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi“, segir Jóhanna.En hvað fá hundarnir að sjá í sjónvarpinu ?Hundarnir á stöðinni fá sitt eigið herbergi með flatskjá og hundasjónvarpi í þá tuttugu og átta daga sem þeir þurfa að dvelja þar í einangrun.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Þeir fá að sjá Magnús Hlyn á Stöð 2,“ segir Jóhanna hlæjandi en Ingvar kemur hér inn í og segir að það verði sérstakt efni hannað fyrir hunda, auk klassískrar tónlistar sem virkar róandi á hundana og skapar stemmingu eins og þeir eiga kannski að venjast heima hjá sér og þá róast þeir. Hundarnir geta líka haldið sér í formi með því að fara á hlaupabretti. „Þeir fá hreyfingu og andlega örvun og allt sem þeir þurfa til að lifa eðlilegu lífi“, segir Jóhanna og bætir við að kettirnir á stöðinni fái risa stóra svítu þar sem þeir geta leikið sér með allskonar bæli og svo fá þeir að sjálfsögðu líka sjónvarp“, segir Jóhanna. Nú þegar er uppbókað í nýju stöðina fram í marsmánuð á næsta ári vegna mikillar aðsóknar en 16 hundar eru teknir inn í einu og þurfa þeir að vera 28 daga í einangrun á stöðinni. Einn köttur getur verið á stöðinni í einu eins og staðan er í dag, en stefnt er á að þeir geti orðið þrír í framtíðinni. Dýr Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Hunda og katta sjónvarp og hlaupabretti eru meðal þess sem dýrin geta notfært sér í nýrri einangrunarstöð fyrir hunda og ketti sem hefur verið opnuð í Holt og Landsveit. Á bænum Selási hafa þau Ingvar Guðmundsson, húsasmíðameistari og Jóhann Þorbjörg Magnúsdóttir, hundaþjálfari og lögreglukona opnað glæsilega einangrunarstöð fyrir hunda og ketti. Í henni er pláss fyrir 16 hunda í sérstökum herbergjum með aðgang að útisvæði. „Okkur langaði að byggja upp aðstöðu byggða upp á hugmyndafræði Jóhönnu um það hvernig hundur getur eignast eins þægilegt líf og völ er á, jafnvel þótt hann sé í einangrun“, segir Ingvar.Öll aðstaða á Móseli er til fyrirmyndar. „Já, takk fyrir það, við reyndum bara að gera okkar allra besta. Okkar markmið er að hundunum líði eins og heima hjá sér. Þeir eru með flatskjá og sérstakt hundasjónvarp sem þeir geta horft á. Það er boðið upp á þjálfun á meðan dvöl stendur, það er bara mismunandi eftir því hvernig hund þú ert að flytja inn til landsins hvað hann þarf mikla þjálfun, þannig að hér eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi“, segir Jóhanna.En hvað fá hundarnir að sjá í sjónvarpinu ?Hundarnir á stöðinni fá sitt eigið herbergi með flatskjá og hundasjónvarpi í þá tuttugu og átta daga sem þeir þurfa að dvelja þar í einangrun.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Þeir fá að sjá Magnús Hlyn á Stöð 2,“ segir Jóhanna hlæjandi en Ingvar kemur hér inn í og segir að það verði sérstakt efni hannað fyrir hunda, auk klassískrar tónlistar sem virkar róandi á hundana og skapar stemmingu eins og þeir eiga kannski að venjast heima hjá sér og þá róast þeir. Hundarnir geta líka haldið sér í formi með því að fara á hlaupabretti. „Þeir fá hreyfingu og andlega örvun og allt sem þeir þurfa til að lifa eðlilegu lífi“, segir Jóhanna og bætir við að kettirnir á stöðinni fái risa stóra svítu þar sem þeir geta leikið sér með allskonar bæli og svo fá þeir að sjálfsögðu líka sjónvarp“, segir Jóhanna. Nú þegar er uppbókað í nýju stöðina fram í marsmánuð á næsta ári vegna mikillar aðsóknar en 16 hundar eru teknir inn í einu og þurfa þeir að vera 28 daga í einangrun á stöðinni. Einn köttur getur verið á stöðinni í einu eins og staðan er í dag, en stefnt er á að þeir geti orðið þrír í framtíðinni.
Dýr Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira